Öll sveitarfélög á Vesturlandi kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 18:26 Frá Kjalarnesi. Vísir/egill Öll sveitarfélög á Vesturlandi hafa kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Fylgja sveitarfélögin þar með í fótspor Akraneskaupstaðar, sem kærði ákvörðunina fyrr í þessum mánuði. Í yfirlýsingu sveitarfélaganna sem birt var í gær segir að sveitarfélögin standi með Akraneskaupstað og kæri ákvörðunina á sömu forsendum. Um er að ræða Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Snæfellsbæ og Stykkishólmsbæ. Vegagerðin, sem einnig hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar, áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Yfirlýst markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum. Skipulagsstofnun komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Bera sveitarfélögin því fyrir sig í kærunni að ákvörðun Skipulagsstofnunar byggi á röngum forsendum, sé í ósamræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og beri að ógilda. Þá er bent á að ekki sé um nýjan veg að ræða og land sem raskist við framkvæmdina hafi þegar orðið fyrir röskun vegna þess vegar sem nú liggur um svæðið. Einnig var vísað til þess í tilkynningu frá Akraneskaupstað sem send var út fyrr í þessum mánuði að framkvæmdin hefði afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis. Henni væri jafnframt ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“. Akranes Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Vegagerðin kærir einnig ákvörðun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 12. júlí 2019 11:59 Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. 11. júlí 2019 17:17 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Öll sveitarfélög á Vesturlandi hafa kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Fylgja sveitarfélögin þar með í fótspor Akraneskaupstaðar, sem kærði ákvörðunina fyrr í þessum mánuði. Í yfirlýsingu sveitarfélaganna sem birt var í gær segir að sveitarfélögin standi með Akraneskaupstað og kæri ákvörðunina á sömu forsendum. Um er að ræða Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Snæfellsbæ og Stykkishólmsbæ. Vegagerðin, sem einnig hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar, áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Yfirlýst markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum. Skipulagsstofnun komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Bera sveitarfélögin því fyrir sig í kærunni að ákvörðun Skipulagsstofnunar byggi á röngum forsendum, sé í ósamræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og beri að ógilda. Þá er bent á að ekki sé um nýjan veg að ræða og land sem raskist við framkvæmdina hafi þegar orðið fyrir röskun vegna þess vegar sem nú liggur um svæðið. Einnig var vísað til þess í tilkynningu frá Akraneskaupstað sem send var út fyrr í þessum mánuði að framkvæmdin hefði afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis. Henni væri jafnframt ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“.
Akranes Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Vegagerðin kærir einnig ákvörðun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 12. júlí 2019 11:59 Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. 11. júlí 2019 17:17 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Vegagerðin kærir einnig ákvörðun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 12. júlí 2019 11:59
Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. 11. júlí 2019 17:17