Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. júlí 2019 13:47 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir tjón Icelandair gríðarlegt vegna kyrrsetningar Boeign vélanna. FBL/Stefán Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. Upphæð bóta sem Icelandair fær liggur ekki fyrir en viðræður standa yfir milli félagsins og flugframeiðandans. Forstjóri Icelandair Group segir tjónið nokkuð mikið. Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar frá því í mars eftir að tvö mannskæð flugslys á hálfu ári urðu 350 manns að bana. Kostnaður Boeing vegna kyrrsetningar vélanna nemur alls 6,6 milljörðum dala sem gerir um 849 milljarðar íslenskra króna. „Bótaupphæðin liggur ekki fyrir enda liggur ekki fyrir hvert tjónið okkar er. Vélarnar eru enn kyrrsettar og við vitum ekki enn hver kyrrsetningarkostnaðurinn verður og hversu miklar heildartekjurnar verða sem við töpum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Þá segir hann tjónið nokkuð mikið. „Já eins og hefur komið fram hjá okkur þá átti MAX vélin að ver ansi mikilvæg í okkar rekstri í sumar og á þessu ári. Að geta ekki notað þær og þurfa að leigja vélar í staðin hefur talsverð áhrif á neikvæðan hátt. Bæði hvað varðar kostnað og svo hefur maður þurft að draga saman framboðið miðað við það sem maður ætlaði að gera þannig við erum að tapa tekjum líka og erum að færa til farþega sem hafa raunar staðið ótrúlega vel með okkur en allt þetta kostar. Við höfum sest niður með Boeing til að fara yfir þessu mál og reiknum með að það klárist farsællega þegar líður á árið og þegar við vitum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Bogi. Þá segir hann útilokað að segja til um hvenær vélarnar fari aftur á flug. „Það ferli sem er í gangi núna snýst um að tryggja öryggi vélanna. Boeing, eftirlitsaðilar og flugfélög eru öll með það sem lykilmarkmið og það er ekki komin nein tímasetning á það hvenær þær fari á flug,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. Upphæð bóta sem Icelandair fær liggur ekki fyrir en viðræður standa yfir milli félagsins og flugframeiðandans. Forstjóri Icelandair Group segir tjónið nokkuð mikið. Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar frá því í mars eftir að tvö mannskæð flugslys á hálfu ári urðu 350 manns að bana. Kostnaður Boeing vegna kyrrsetningar vélanna nemur alls 6,6 milljörðum dala sem gerir um 849 milljarðar íslenskra króna. „Bótaupphæðin liggur ekki fyrir enda liggur ekki fyrir hvert tjónið okkar er. Vélarnar eru enn kyrrsettar og við vitum ekki enn hver kyrrsetningarkostnaðurinn verður og hversu miklar heildartekjurnar verða sem við töpum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Þá segir hann tjónið nokkuð mikið. „Já eins og hefur komið fram hjá okkur þá átti MAX vélin að ver ansi mikilvæg í okkar rekstri í sumar og á þessu ári. Að geta ekki notað þær og þurfa að leigja vélar í staðin hefur talsverð áhrif á neikvæðan hátt. Bæði hvað varðar kostnað og svo hefur maður þurft að draga saman framboðið miðað við það sem maður ætlaði að gera þannig við erum að tapa tekjum líka og erum að færa til farþega sem hafa raunar staðið ótrúlega vel með okkur en allt þetta kostar. Við höfum sest niður með Boeing til að fara yfir þessu mál og reiknum með að það klárist farsællega þegar líður á árið og þegar við vitum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Bogi. Þá segir hann útilokað að segja til um hvenær vélarnar fari aftur á flug. „Það ferli sem er í gangi núna snýst um að tryggja öryggi vélanna. Boeing, eftirlitsaðilar og flugfélög eru öll með það sem lykilmarkmið og það er ekki komin nein tímasetning á það hvenær þær fari á flug,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira