Ole Gunnar Solskjær gaf út í dag að Romelu Lukaku myndi ekki spila fyrir Manchester United í æfingaleiknum við Inter Milan í Singapúr á morgun.
Í allt sumar hefur Lukaku verið sterklega orðaður við Inter en félögunum gengur illa að ná saman.
Solskjær sagði á blaðamannafundi fyrir leik liðanna í International Champions Cup að Belginn væri ekki tilbúinn í leikinn.
Þegar Norðmaðurinn var spurður út í gang mála í tengslum við möguleg vistaskipti Lukaku sagðist hann ekki hafa neitt nýtt til þess að greina frá frá síðasta blaðamannafundi sínum.
Leikur Manchester United og Inter Milan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 11:25.
Lukaku verður ekki með gegn Inter
Tengdar fréttir
Inter ætlar að bjóða Lukaku rúmlega 150 þúsund pund á viku
Ef Inter Milan nær að sannfæra Manchester United um að selja Romelu Lukaku ætlar ítalska félagið að bjóða Belganum samning að andvirði 41 milljón punda yfir fimm ára tímabil.
Gömul sár á milli United og Inter trufla viðræður um Lukaku
Blaðamaður Sky Sports segir enn vera illindi á milli Manchester United og Inter Milan eftir félagsskipti sem gengu ekki upp fyrir tveimur árum. Þessi illindi gætu haft áhrif á söluna á Romelu Lukaku.