Á miðvikudag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness að kyrrsetningu vélarinnar skyldi aflétt og að ALC, eigandi vélarinnar, fengi hana aftur til sinna umráða.
Isavia hafði kyrrsett vélina sem tryggingu fyrir því að fá greiddar skuldir WOW við félagið, og upphófst löng deila fyrir dómstólum hér á landi. Krafðist Isavia þess að fá greidda um tvo milljarða króna, eða allar skuldir WOW við félagið, áður en kyrrsetningu yrði aflétt.
Úrskurður héraðsdóms kvað hins vegar á um að réttaráhrifum niðurstöðu dómsins skyldi ekki frestað, sem þýðir að vélin yrði laus þrátt fyrir að Isavia tæki ákvörðun um að fara með málið lengra. Isavia hefur þegar kært niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar.
Hér að neðan má sjá myndband af þotunni taka á loft og yfirgefa landið.