Real Madrid farið að kaupa stjörnur í kvennaliðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 12:30 Mynd/Twitter/@KosovareAsllani Real Madrid hefur loksins ákveðið að láta af karlrembunni og vera með kvennalið hjá félaginu. Forráðamenn félagsins eru þekktir fyrir að kaupa stórstjörnur fyrir karlaliðið og þeir ætla greinilega að fara sömu leið hjá konunum. Real Madrid byrjar þó ekki alveg á núllpunkti. Real Madrid mun nefnilega taka yfir kvennaliðið CD Tacon og nafn liðsins mun ekki breytast í Real Madrid fyrr en næsta sumar. Sænska stórstjarnan Kosovare Asllani var því í raun að semja við CD Tacon en tilkynnti það stolt á samfélagsmiðlum að hún væri fyrsti leikmaðurinn sem Real Madrid fær í sitt nýja kvennalið eins og sjá má hér fyrir neðan.Proud to announce that I’ll be the first official signing for Real Madrid/Cd Tacon. Excited to write history, to help build and be part of this teams journey from the very start. It’ll be a dream to wear the most beautiful jersey in the world starting next season. HALA MADRID pic.twitter.com/QnJDSE8wqH — Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) July 18, 2019„Ég er stolt að geta tilkynnti það að ég verð fyrsti leikmaðurinn sem semur við Real Madrid/Cd Tacon. Spennt að skrifa söguna og fá að taka þátt í ferðalaginu frá byrjun. Það er draumur að fá að klæðast fallegustu fótboltatreyju í heimi frá og með næsta tímabili. Áfram Madrid,“ skrifaði Kosovare Asllani. Sænska landsliðið vann brons á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í sumar og markahæsti leikmaður liðsins var einmitt Kosovare Asllani. Hún skoraði sem dæmi fyrsta markið í 2-1 sigri á Englandi í leiknum um þriðja sætið. Kosovare Asllani heldur upp á þrítugsafmælið sitt eftir tíu daga en spilaði undanfarin ár með Linköpings FC í Svíþjóð en hafði þar á undan leikið með liðum eins og Chicago Red Stars, Paris Saint-Germain og Manchester City. Kosovare Asllani hefur skorað 32 mörk í 126 landsleikjum með Svíum og er áttundi markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi.Real Madrid welcomes Sweden star Kosovare Asllani as the club's first signing for its new women's team https://t.co/pCRlBNdkKwpic.twitter.com/27jn3rL6NK — Planet Fútbol (@si_soccer) July 18, 2019 CD Tacon er nýliði í spænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili eftir að hafa unnið spænsku b-deildina á síðustu leiktíð. Bæði Barcelona og Atletico Madrid, helstu andstæðingar Real Madrid hjá körlunum er bæði komin með mjög öflug kvennalið og það fyrir mörgum árum. Barcelona komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og Atlético Madrid hefur unnið spænsku deildina undanfarin þrjú tímabil þar sem Barcelona hefur alltaf endaði í öðru sætiSweden's @KosovareAsllani becomes Real Madrid's first-ever signing for their women's team pic.twitter.com/0Uj50ZcCpg — B/R Football (@brfootball) July 18, 2019 Fótbolti Spánn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Real Madrid hefur loksins ákveðið að láta af karlrembunni og vera með kvennalið hjá félaginu. Forráðamenn félagsins eru þekktir fyrir að kaupa stórstjörnur fyrir karlaliðið og þeir ætla greinilega að fara sömu leið hjá konunum. Real Madrid byrjar þó ekki alveg á núllpunkti. Real Madrid mun nefnilega taka yfir kvennaliðið CD Tacon og nafn liðsins mun ekki breytast í Real Madrid fyrr en næsta sumar. Sænska stórstjarnan Kosovare Asllani var því í raun að semja við CD Tacon en tilkynnti það stolt á samfélagsmiðlum að hún væri fyrsti leikmaðurinn sem Real Madrid fær í sitt nýja kvennalið eins og sjá má hér fyrir neðan.Proud to announce that I’ll be the first official signing for Real Madrid/Cd Tacon. Excited to write history, to help build and be part of this teams journey from the very start. It’ll be a dream to wear the most beautiful jersey in the world starting next season. HALA MADRID pic.twitter.com/QnJDSE8wqH — Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) July 18, 2019„Ég er stolt að geta tilkynnti það að ég verð fyrsti leikmaðurinn sem semur við Real Madrid/Cd Tacon. Spennt að skrifa söguna og fá að taka þátt í ferðalaginu frá byrjun. Það er draumur að fá að klæðast fallegustu fótboltatreyju í heimi frá og með næsta tímabili. Áfram Madrid,“ skrifaði Kosovare Asllani. Sænska landsliðið vann brons á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í sumar og markahæsti leikmaður liðsins var einmitt Kosovare Asllani. Hún skoraði sem dæmi fyrsta markið í 2-1 sigri á Englandi í leiknum um þriðja sætið. Kosovare Asllani heldur upp á þrítugsafmælið sitt eftir tíu daga en spilaði undanfarin ár með Linköpings FC í Svíþjóð en hafði þar á undan leikið með liðum eins og Chicago Red Stars, Paris Saint-Germain og Manchester City. Kosovare Asllani hefur skorað 32 mörk í 126 landsleikjum með Svíum og er áttundi markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi.Real Madrid welcomes Sweden star Kosovare Asllani as the club's first signing for its new women's team https://t.co/pCRlBNdkKwpic.twitter.com/27jn3rL6NK — Planet Fútbol (@si_soccer) July 18, 2019 CD Tacon er nýliði í spænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili eftir að hafa unnið spænsku b-deildina á síðustu leiktíð. Bæði Barcelona og Atletico Madrid, helstu andstæðingar Real Madrid hjá körlunum er bæði komin með mjög öflug kvennalið og það fyrir mörgum árum. Barcelona komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og Atlético Madrid hefur unnið spænsku deildina undanfarin þrjú tímabil þar sem Barcelona hefur alltaf endaði í öðru sætiSweden's @KosovareAsllani becomes Real Madrid's first-ever signing for their women's team pic.twitter.com/0Uj50ZcCpg — B/R Football (@brfootball) July 18, 2019
Fótbolti Spánn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira