Hollensk stjórnvöld ábyrg fyrir fjöldamorðinu í Srebrenica Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 08:05 Maður á bæn við minnisvarða um fórnarlömb fjöldamorðsins í Srebrenica. Vísir/EPA Hæstiréttur Hollands staðfesti dóm um að hollensk stjórnvöld beri að hluta til ábyrgð á fjöldamorði á um 350 bosnískra múslima í Srebrenica árið 1995. Dómurinn lækkaði þó bætur sem ættingum mannanna sem voru myrtir höfðu verið dæmdar á neðri dómstigum, að sögn AP-fréttastofunnar. Alls myrtu serbneskar hersveitir um 8.000 múslimakarla í bænum Srebrenica í versta einstaka voðaverki Bosníustríðsins fyrir tæpum aldarfjórðungi. Hollenskir friðargæsluliðar gættu þar griðarsvæðis Sameinuðu þjóðanna en seldu flóttamenn í hendur Bosníuserba í skiptum fyrir hollenska gísla. Málið sem lá fyrir hæstarétti Hollands í dag varðaði rúmlega þrjú hundruð múslima sem höfðu leitað skjóls hjá hollensku friðargæsluliðunum en voru látnir í hendur Bosníuserba, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áfrýjunardómstóll taldi fyrir tveimur árum að hollensk stjórnvöld bæru ekki alla ábyrgðina þar sem mennirnir hefðu að líkindum verið drepnir sama hvað friðargæsluliðarnir hefðu gert. Ríkisstjórn Hollands sagði af sér árið 2002 þegar hollenskum stjórnvöldum og yfirmönnum hersins var kennt um að hafa ekki komið í veg fyrir fjöldamorðið. Sameinuðu þjóðirnar sjálfar voru taldar friðhelgar fyrir saksókn. Dómarinn í málinu í dag sagði að hollenskir friðagæsluliðar hafi vitað að um 5.000 múslimskir flóttamenn sem þeir vísuðu úr herstöð sinni hafi verið í verulegri hættu á að vera misnotaðir og myrtir.Fréttin hefur verið uppfærð. Bosnía og Hersegóvína Holland Sameinuðu þjóðirnar Serbía Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Sjá meira
Hæstiréttur Hollands staðfesti dóm um að hollensk stjórnvöld beri að hluta til ábyrgð á fjöldamorði á um 350 bosnískra múslima í Srebrenica árið 1995. Dómurinn lækkaði þó bætur sem ættingum mannanna sem voru myrtir höfðu verið dæmdar á neðri dómstigum, að sögn AP-fréttastofunnar. Alls myrtu serbneskar hersveitir um 8.000 múslimakarla í bænum Srebrenica í versta einstaka voðaverki Bosníustríðsins fyrir tæpum aldarfjórðungi. Hollenskir friðargæsluliðar gættu þar griðarsvæðis Sameinuðu þjóðanna en seldu flóttamenn í hendur Bosníuserba í skiptum fyrir hollenska gísla. Málið sem lá fyrir hæstarétti Hollands í dag varðaði rúmlega þrjú hundruð múslima sem höfðu leitað skjóls hjá hollensku friðargæsluliðunum en voru látnir í hendur Bosníuserba, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áfrýjunardómstóll taldi fyrir tveimur árum að hollensk stjórnvöld bæru ekki alla ábyrgðina þar sem mennirnir hefðu að líkindum verið drepnir sama hvað friðargæsluliðarnir hefðu gert. Ríkisstjórn Hollands sagði af sér árið 2002 þegar hollenskum stjórnvöldum og yfirmönnum hersins var kennt um að hafa ekki komið í veg fyrir fjöldamorðið. Sameinuðu þjóðirnar sjálfar voru taldar friðhelgar fyrir saksókn. Dómarinn í málinu í dag sagði að hollenskir friðagæsluliðar hafi vitað að um 5.000 múslimskir flóttamenn sem þeir vísuðu úr herstöð sinni hafi verið í verulegri hættu á að vera misnotaðir og myrtir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bosnía og Hersegóvína Holland Sameinuðu þjóðirnar Serbía Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Sjá meira