Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2019 21:57 Pride ganga í Varsjá í Póllandi. getty/Mateusz Slodkowski Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa „LGBT-laust svæði.“ Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á límmiðunum er hringlaga regnbogafáni sem á er svartur kross. Í kring um fánann er slagorðið „LGBT-laust svæði“ skrifað. Blaðið er gefið út vikulega og seljast um 110 þúsund eintök í hvert skipti en blaðið styður opinberlega stjórnarflokkinn Laga og réttlætisflokkinn (PiS). Sendiherra Bandaríkjanna í Póllandi gagnrýndi væntanlega dreifingu límmiðana og sagði að þeir ýttu undir hatur. Ritstjóri blaðsins sagði að skoðanir hans sjálfs og sendiherrans ættu báðar að vera virtar.#StrefaWolnaOdLGBT #naklejka #LGBT wkrótce wraz z 'Gazetą Polską” #GazetaPolska pic.twitter.com/EWB3FMpIY8— Gazeta Polska (@GPtygodnik) July 17, 2019 Blaðið birti sýnishorn af límmiðunum á Twitter reikningi sínum á miðvikudag og eiga þeir að fylgja tölublaðinu sem kemur út í næstu viku. Sendiherra Bandaríkjanna, Georgette Mosbacher, lýsti áhyggjum sínum yfir málinu. „Ég er mjög vonsvikinn og áhyggjufullur að sumir hópar noti límmiða til að ýta undir hatur og umburðarleysi. Við virðum málfrelsisrétt en við verðum að standa saman fyrir gildum líkt og fjölbreytni og umburðarlyndi,“ sagði Mosbacher. Ritstjóri blaðsins svaraði ummælunum á Twitter og sagði „að vera aðgerðarsinni í hreyfingu samkynhneigðra gerði fólk ekki meira umburðarlynt.“ „Pólverjar elska frelsi og við höfum þekkt orðið umburðarlyndi í margar aldir. Þess vegna studdu þeir upprisu Bandaríkjanna,“ bætti hann við. Pawel Rabiej, varaborgarstjóri Varsjár, sagði að hann myndi leggja fram kvörtun vegna límmiðanna hjá skrifstofu saksóknara. „Þýskir fasistar bjuggu til gyðinga-laus svæði,“ tísti hann. „Eins og þið sjáið þá er þessi aðferð til að finna verðuga fylgjendur notuð í Póllandi í þetta skiptið,“ sagði hann og bætti við að það gerðist undir verndarvængi ráðandi stjórnarflokks og biskupa. Viðhorf fólks í Póllandi til hinsegin fólks er að þróast en samkynja hjónabönd eru enn ekki lögleg, annað en í flestum öðrum löndum í Vestur Evrópu. Hinsegin Pólland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa „LGBT-laust svæði.“ Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á límmiðunum er hringlaga regnbogafáni sem á er svartur kross. Í kring um fánann er slagorðið „LGBT-laust svæði“ skrifað. Blaðið er gefið út vikulega og seljast um 110 þúsund eintök í hvert skipti en blaðið styður opinberlega stjórnarflokkinn Laga og réttlætisflokkinn (PiS). Sendiherra Bandaríkjanna í Póllandi gagnrýndi væntanlega dreifingu límmiðana og sagði að þeir ýttu undir hatur. Ritstjóri blaðsins sagði að skoðanir hans sjálfs og sendiherrans ættu báðar að vera virtar.#StrefaWolnaOdLGBT #naklejka #LGBT wkrótce wraz z 'Gazetą Polską” #GazetaPolska pic.twitter.com/EWB3FMpIY8— Gazeta Polska (@GPtygodnik) July 17, 2019 Blaðið birti sýnishorn af límmiðunum á Twitter reikningi sínum á miðvikudag og eiga þeir að fylgja tölublaðinu sem kemur út í næstu viku. Sendiherra Bandaríkjanna, Georgette Mosbacher, lýsti áhyggjum sínum yfir málinu. „Ég er mjög vonsvikinn og áhyggjufullur að sumir hópar noti límmiða til að ýta undir hatur og umburðarleysi. Við virðum málfrelsisrétt en við verðum að standa saman fyrir gildum líkt og fjölbreytni og umburðarlyndi,“ sagði Mosbacher. Ritstjóri blaðsins svaraði ummælunum á Twitter og sagði „að vera aðgerðarsinni í hreyfingu samkynhneigðra gerði fólk ekki meira umburðarlynt.“ „Pólverjar elska frelsi og við höfum þekkt orðið umburðarlyndi í margar aldir. Þess vegna studdu þeir upprisu Bandaríkjanna,“ bætti hann við. Pawel Rabiej, varaborgarstjóri Varsjár, sagði að hann myndi leggja fram kvörtun vegna límmiðanna hjá skrifstofu saksóknara. „Þýskir fasistar bjuggu til gyðinga-laus svæði,“ tísti hann. „Eins og þið sjáið þá er þessi aðferð til að finna verðuga fylgjendur notuð í Póllandi í þetta skiptið,“ sagði hann og bætti við að það gerðist undir verndarvængi ráðandi stjórnarflokks og biskupa. Viðhorf fólks í Póllandi til hinsegin fólks er að þróast en samkynja hjónabönd eru enn ekki lögleg, annað en í flestum öðrum löndum í Vestur Evrópu.
Hinsegin Pólland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent