Skipt um gírkassa og snúningsmótor í þyrlu Landhelgisgæslunnar Sighvatur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 18:30 Unnið að viðgerð þyrlunnar hjá Landhelgisgæslunni í dag. Vísir/Arnar Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda. Nýju þyrlurnar tvær eru níu ára. Þær koma notaðar til landsins en Landhelgisgæslan leigir þær frá Noregi. Eir kom til landsins fyrir fjórum mánuðum og Gró í byrjun júlí. Gró hefur ekki verið tekin í gagnið og því hefur aðeins ein þyrla verið til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir að Eir bilaði fyrir nokkrum dögum. „Við fengum boð um það að það voru málmagnir að koma úr rótorhausnum. Það eru sérstakir skynjarar sem nema það og láta okkur vita. Þetta er partur af venjulegu viðhaldi og hlutir sem við lendum reglulega í, bæði með þessar vélar og gömlu vélarnar. Það má segja að það sé ákveðin óheppni að lenda í þessu svona snemma með þessa,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni.Skipta þarf um gírkasssa og snúningsmótor í TF-EIR samkvæmt ráðleggingum frá framleiðanda þyrlunnar.Vísir/ArnarVandamálið tók sig upp aftur eftir hreinsun Tvö alvarleg slys hafa orðið á þyrlum með gírkössum frá framleiðandanum Airbus. Fyrir ári hrapaði herþyrla í Suður-Kóreu. Aðeins einn af sex um borð lifði slysið af. Á myndbandi sést spaði losna af þyrlunni. Sams konar slys varð í Noregi fyrir þremur árum þegar 13 fórust. „Það er sérstaklega fylgst vel með þessu í þessum vélum. Almennt er fylgst vel með þessu í öllum þyrlum. Þetta er almennur búnaður í þyrlum því þær eru eðli málsins samkvæmt viðkvæmari heldur en flugvélar,“ segir Höskuldur hjá Landhelgisgæslunni. Höskuldur segir að þegar málmagnirnar hafi fyrst greinst í olíu hafi verið fylgt verklagi um hreinsun og áframhaldandi notkun þyrlunnar. En þegar vandamálið hafi tekið sig upp aftur og í meira mæli en áður hafi framleiðandi ráðlagt Landhelgisgæslunni að stöðva þyrluna og skipta um snúningsmótor og gírkassa hennar. Höskuldur segir brýnt að koma báðum nýju þyrlunum í gagnið. „Vissulega er þetta mjög erfitt og reynir mikið á alla áætlanagerð og mikið á alla starfsmenn. Þetta er ekkert einsdæmi, við höfum staðið frammi fyrir þessu áður, en erum að horfa vonandi til bjartari tíma núna þegar báðar þessar nýju vélar verða komnar í fullt gagn,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni. Airbus Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda. Nýju þyrlurnar tvær eru níu ára. Þær koma notaðar til landsins en Landhelgisgæslan leigir þær frá Noregi. Eir kom til landsins fyrir fjórum mánuðum og Gró í byrjun júlí. Gró hefur ekki verið tekin í gagnið og því hefur aðeins ein þyrla verið til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir að Eir bilaði fyrir nokkrum dögum. „Við fengum boð um það að það voru málmagnir að koma úr rótorhausnum. Það eru sérstakir skynjarar sem nema það og láta okkur vita. Þetta er partur af venjulegu viðhaldi og hlutir sem við lendum reglulega í, bæði með þessar vélar og gömlu vélarnar. Það má segja að það sé ákveðin óheppni að lenda í þessu svona snemma með þessa,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni.Skipta þarf um gírkasssa og snúningsmótor í TF-EIR samkvæmt ráðleggingum frá framleiðanda þyrlunnar.Vísir/ArnarVandamálið tók sig upp aftur eftir hreinsun Tvö alvarleg slys hafa orðið á þyrlum með gírkössum frá framleiðandanum Airbus. Fyrir ári hrapaði herþyrla í Suður-Kóreu. Aðeins einn af sex um borð lifði slysið af. Á myndbandi sést spaði losna af þyrlunni. Sams konar slys varð í Noregi fyrir þremur árum þegar 13 fórust. „Það er sérstaklega fylgst vel með þessu í þessum vélum. Almennt er fylgst vel með þessu í öllum þyrlum. Þetta er almennur búnaður í þyrlum því þær eru eðli málsins samkvæmt viðkvæmari heldur en flugvélar,“ segir Höskuldur hjá Landhelgisgæslunni. Höskuldur segir að þegar málmagnirnar hafi fyrst greinst í olíu hafi verið fylgt verklagi um hreinsun og áframhaldandi notkun þyrlunnar. En þegar vandamálið hafi tekið sig upp aftur og í meira mæli en áður hafi framleiðandi ráðlagt Landhelgisgæslunni að stöðva þyrluna og skipta um snúningsmótor og gírkassa hennar. Höskuldur segir brýnt að koma báðum nýju þyrlunum í gagnið. „Vissulega er þetta mjög erfitt og reynir mikið á alla áætlanagerð og mikið á alla starfsmenn. Þetta er ekkert einsdæmi, við höfum staðið frammi fyrir þessu áður, en erum að horfa vonandi til bjartari tíma núna þegar báðar þessar nýju vélar verða komnar í fullt gagn,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni.
Airbus Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira