Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 12:37 Nýr Herjólfur kom til Eyja fyrir um mánuði og átti að hefja siglingar um tveimur vikum síðar. Það frestaðist svo og átti að hefja siglingar í dag en enn verða tafir á að nýja ferjan fari að sigla samkvæmt áætlun. Mynd/Tryggvi Már, Eyjar.net Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. Það þurfi hins vegar að gefa Vegagerðinni þann tíma sem þarf til þess að koma hafnarmannvirkjum í lag svo þau passi fyrir bæði nýja og gamla Herjólf. „Stutta útgáfan af þessu er að rekstrarfélagið er klárt til að sigla ferjunni, það er ekkert sem kemur í veg fyrir það, en hafnarmannvirkin bæði í Landeyjahöfn og í Vestmannaeyjum er það sem hefur verið til skoðunar og er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Guðbjartur. Líkt og fréttastofa fjallaði um í gær eru svokallaðar ekjubrýr í Eyjum og Landeyjum mislangar og ferjurnar ekki jafnbreiðar. Þá þarf líka að tryggja að legukantar passi fyrir báðar ferjur sem og landgöngubrýr en samkvæmt vefnum Eyjar.net snýr vandamálið að fenderum á bryggjunni í Vestmannaeyjum. Prufusiglingar á nýjum Herjólfi fóru fram á þriðjudag og miðvikdag. Siglt var við misjafna aðstöðu og sjávarföll og segir Guðbjartur að eftir prófanirnar hafi það verið niðurstaða Vegagerðarinnar að rýna málin betur. Það ætti svo að liggja fyrir í síðasta lagi eftir helgi hver næstu skref verða. Spurður hvort það komi á óvart að það taki svona langan tíma að koma hafnarmannvirkjum í rétt horf fyrir ferjuna segir Guðbjartur: „Bæði já og nei. Málið er það að til að vera alveg viss á öllum hlutum þá var í sjálfu sér ekkert hægt að endanlega fínisera þetta fyrr en ferjan var komin. En í megindráttum það sem menn þurftu að gera, þótt allar mælingar hafi legið fyrir, þá þurftu menn að stilla sig af miðað við þetta.“ Guðbjartur segir að það skipti máli að þetta sé allt í lagi þar til áætlunarsiglingar hefjist á nýjum Herjólfi og í það minnsta þannig að ekki þurfi að fara í stórtækar breytingar á hafnarmannvirkjum ef þarf að fara eina og eina ferð á gömlu ferjunni. „Niðurstaðan varð sú eftir að þessa tvo daga gefa sér andrými til að skoða þetta og það var ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara ekki af stað enda þarf búnaðurinn að ganga saman við ferjuna.“ Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur byrjar ekki að sigla á morgun Prófanir hafa staðið yfir á nýja Herjólfi undanfarna daga en megintilgangur þeirra var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu nauðsynleg skilyrði til að hefja siglingar. 17. júlí 2019 20:21 Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. 17. júlí 2019 11:45 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. Það þurfi hins vegar að gefa Vegagerðinni þann tíma sem þarf til þess að koma hafnarmannvirkjum í lag svo þau passi fyrir bæði nýja og gamla Herjólf. „Stutta útgáfan af þessu er að rekstrarfélagið er klárt til að sigla ferjunni, það er ekkert sem kemur í veg fyrir það, en hafnarmannvirkin bæði í Landeyjahöfn og í Vestmannaeyjum er það sem hefur verið til skoðunar og er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Guðbjartur. Líkt og fréttastofa fjallaði um í gær eru svokallaðar ekjubrýr í Eyjum og Landeyjum mislangar og ferjurnar ekki jafnbreiðar. Þá þarf líka að tryggja að legukantar passi fyrir báðar ferjur sem og landgöngubrýr en samkvæmt vefnum Eyjar.net snýr vandamálið að fenderum á bryggjunni í Vestmannaeyjum. Prufusiglingar á nýjum Herjólfi fóru fram á þriðjudag og miðvikdag. Siglt var við misjafna aðstöðu og sjávarföll og segir Guðbjartur að eftir prófanirnar hafi það verið niðurstaða Vegagerðarinnar að rýna málin betur. Það ætti svo að liggja fyrir í síðasta lagi eftir helgi hver næstu skref verða. Spurður hvort það komi á óvart að það taki svona langan tíma að koma hafnarmannvirkjum í rétt horf fyrir ferjuna segir Guðbjartur: „Bæði já og nei. Málið er það að til að vera alveg viss á öllum hlutum þá var í sjálfu sér ekkert hægt að endanlega fínisera þetta fyrr en ferjan var komin. En í megindráttum það sem menn þurftu að gera, þótt allar mælingar hafi legið fyrir, þá þurftu menn að stilla sig af miðað við þetta.“ Guðbjartur segir að það skipti máli að þetta sé allt í lagi þar til áætlunarsiglingar hefjist á nýjum Herjólfi og í það minnsta þannig að ekki þurfi að fara í stórtækar breytingar á hafnarmannvirkjum ef þarf að fara eina og eina ferð á gömlu ferjunni. „Niðurstaðan varð sú eftir að þessa tvo daga gefa sér andrými til að skoða þetta og það var ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara ekki af stað enda þarf búnaðurinn að ganga saman við ferjuna.“
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur byrjar ekki að sigla á morgun Prófanir hafa staðið yfir á nýja Herjólfi undanfarna daga en megintilgangur þeirra var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu nauðsynleg skilyrði til að hefja siglingar. 17. júlí 2019 20:21 Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. 17. júlí 2019 11:45 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Nýr Herjólfur byrjar ekki að sigla á morgun Prófanir hafa staðið yfir á nýja Herjólfi undanfarna daga en megintilgangur þeirra var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu nauðsynleg skilyrði til að hefja siglingar. 17. júlí 2019 20:21
Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. 17. júlí 2019 11:45