Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 16. júlí 2019 22:41 Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. Lögregla hefur nú til skoðunar hvort hatursglæpur hafi verið framinn við verslunarkjarna í Breiðholti í gær þar sem veist var að þremur múslimskum konum. Atvikið mun hafa átt séð stað í verslunarkjarna í Lóuhólum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur starfað með flóttafólki, tjáði sig um málið á Facebook í dag en þar segir hún að konurnar hafi í fyrstu sjálfar óskað eftir aðstoð lögreglu án árangurs. Lögregla hafi ekki mætt á vettavang fyrr en eftir að hún hringdi.Sjá einnig: Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri , stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í 2 ár. Hún hætti störfum í fyrra og hefur engin tekið við verkefninu. Hatursglæpir eru nú rannsakaðir í miðlægri rannsóknardeild. „Ég hef upplifað að það skorti skilning á mikilvæginu. Þó það sé ekki bein að brotna eða fólk sé myrt eða eitthvað slíkt þá liggur samt mikið mikilvægi í því að sinna málaflokknum vel.“ Þó að glæpurinn beinist að einum eða tveimur hafi hann víðtækari áhrif. „Í því liggur í raun og veru alvarleikinn.“ Eyrún segir að það sé starfrækt sérstök hatursglæpadeild á Norðurlöndum, að Danmörku undanskilinni. Hún segir ákveðin skilaboð fólgin í því hatursglæpadeild hafi ekki verið starfrækt áfram. „Það gefur það til kynna að þetta sé ekki álitið það mikilvægt, að það sé hægt að leggja sérstakan mannskap í þetta. Það finnst mér sorglegt,“ segir Eyrún og gagnrýnir að hatursglæpir séu rannsakaðir í sömu deild og alvarlegar líkamsárásir. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. Lögregla hefur nú til skoðunar hvort hatursglæpur hafi verið framinn við verslunarkjarna í Breiðholti í gær þar sem veist var að þremur múslimskum konum. Atvikið mun hafa átt séð stað í verslunarkjarna í Lóuhólum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur starfað með flóttafólki, tjáði sig um málið á Facebook í dag en þar segir hún að konurnar hafi í fyrstu sjálfar óskað eftir aðstoð lögreglu án árangurs. Lögregla hafi ekki mætt á vettavang fyrr en eftir að hún hringdi.Sjá einnig: Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri , stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í 2 ár. Hún hætti störfum í fyrra og hefur engin tekið við verkefninu. Hatursglæpir eru nú rannsakaðir í miðlægri rannsóknardeild. „Ég hef upplifað að það skorti skilning á mikilvæginu. Þó það sé ekki bein að brotna eða fólk sé myrt eða eitthvað slíkt þá liggur samt mikið mikilvægi í því að sinna málaflokknum vel.“ Þó að glæpurinn beinist að einum eða tveimur hafi hann víðtækari áhrif. „Í því liggur í raun og veru alvarleikinn.“ Eyrún segir að það sé starfrækt sérstök hatursglæpadeild á Norðurlöndum, að Danmörku undanskilinni. Hún segir ákveðin skilaboð fólgin í því hatursglæpadeild hafi ekki verið starfrækt áfram. „Það gefur það til kynna að þetta sé ekki álitið það mikilvægt, að það sé hægt að leggja sérstakan mannskap í þetta. Það finnst mér sorglegt,“ segir Eyrún og gagnrýnir að hatursglæpir séu rannsakaðir í sömu deild og alvarlegar líkamsárásir.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18
Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45
Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15