Fjórða byltingin Davíð Stefánsson skrifar 16. júlí 2019 07:00 Flestir hafa heyrt af þeim breytingum sem eru í vændum með fjórðu iðnbyltingunni svokölluðu. Í fyrri iðnbyltingum voru það tímamótabreytingar í tækni sem umturnuðu samfélögum. Gufuvél, rafmagn, sprengihreyfill, tölva og gervigreind ollu uppbroti hagkerfa og samfélaga. Okkur lærðist hagnýting betri framleiðslu og meiri afkasta fyrir bætt lífskjör. Fjórða iðnbyltingin sem er fram undan byggir á sjálfvirknivæðingu og beitingu reikniaðgerða gervigreindar á stafræn gögn. Vélar munu sjálfar læra að auka getu sína til að leysa verkefni. Breytingar verða hraðar og gera það mögulegt að leysa verkefni sem áður þótti óhugsandi að leiða til lykta með sjálfvirkum hætti. Þetta er beiting sjálfvirkra farartækja, notkun gríðargagna, þrívíddarprentanir, notkun háþróaðra vélmenna og þjarka, hagnýting nanótækni og sköpun nýrra hráefna. Allt mun þetta hafa gríðarleg áhrif á tilveru okkar, iðnað, framleiðslu, frítíma, nám og samskipti. En breytingar kalla á óvissu og vekja sumum ugg. Ný tækni getur þýtt verulega fækkun starfa og lífsafkomu margra er ógnað. Á hinn bóginn getur þetta þýtt sköpun nýrri og betri starfa með meiri lífsgæðum. Í skýrslu nefndar forsætisráðuneytisins um fjórðu iðnbyltinguna sem kom út í febrúar er sýnt fram á gríðarleg áhrif sjálfvirknivæðingar á íslenskan vinnumarkað. Því er spáð að 58% starfa taki talsverðum breytingum vegna áhrifa nýrrar tækni. Stjórnvöld, atvinnulíf og verkalýðshreyfing þurfa að taka höndum saman og tryggja að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn fyrir breytingarnar fram undan. Tryggja þarf að fólk geti orðið sér úti um rétta færni fyrir þau verkefni sem þarf að sinna í atvinnulífinu. Þetta mun kalla á stórátak í endurhæfingu og endurmenntun. Það er ekki síst mikilvægt að forysta verkalýðshreyfingarinnar taki virkan þátt í mótun þeirrar umgjarðar sem verður að skapa. Hvernig getum við hagnýtt þessa nýju tækni til að auka hagsæld og velferð í samfélaginu? Hvernig stýrum við þróuninni inn á jákvæðar brautir? Áhrifin ráðast af nýtingu tækninnar. Í fjórðu iðnbyltingunni felast fjölmörg tækifæri fyrir Ísland. Tæknilegir innviðir eru hér öflugir, atvinnulífið er virkt í innleiðingu nýrrar tækni og landsmenn eru vel nettengdir. Fámennið hjálpar okkur að aðlagast miklum breytingum hratt. Samhliða þessum tæknibreytingum er mikilvægt að standa vörð um hið opna hagkerfi. Einnig er mikilvægt að tryggja erlent samstarf í vísindum og rannsóknum og laða til okkar þekkingu sem ekki er til staðar hér á landi. Alþjóðlegt samstarf og frjáls viðskipti eru lyklar að því hvernig best verður brugðist við þessum áskorunum. Opinber stefna hefur mikil áhrif á hvernig samfélög aðlagast og nýta sér nýja tækni. Því ber að fagna skipan forsætisráðherra á verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Verkefnisstjórninni er ætlað að koma fram með 20 til 30 aðgerðir sem marki fyrstu skref Íslands til móts við þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér. Fram undan er uppbrot af völdum tæknibreytinga sem mun reyna verulega á samfélag okkar. Hér er tækifæri til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Tækni Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestir hafa heyrt af þeim breytingum sem eru í vændum með fjórðu iðnbyltingunni svokölluðu. Í fyrri iðnbyltingum voru það tímamótabreytingar í tækni sem umturnuðu samfélögum. Gufuvél, rafmagn, sprengihreyfill, tölva og gervigreind ollu uppbroti hagkerfa og samfélaga. Okkur lærðist hagnýting betri framleiðslu og meiri afkasta fyrir bætt lífskjör. Fjórða iðnbyltingin sem er fram undan byggir á sjálfvirknivæðingu og beitingu reikniaðgerða gervigreindar á stafræn gögn. Vélar munu sjálfar læra að auka getu sína til að leysa verkefni. Breytingar verða hraðar og gera það mögulegt að leysa verkefni sem áður þótti óhugsandi að leiða til lykta með sjálfvirkum hætti. Þetta er beiting sjálfvirkra farartækja, notkun gríðargagna, þrívíddarprentanir, notkun háþróaðra vélmenna og þjarka, hagnýting nanótækni og sköpun nýrra hráefna. Allt mun þetta hafa gríðarleg áhrif á tilveru okkar, iðnað, framleiðslu, frítíma, nám og samskipti. En breytingar kalla á óvissu og vekja sumum ugg. Ný tækni getur þýtt verulega fækkun starfa og lífsafkomu margra er ógnað. Á hinn bóginn getur þetta þýtt sköpun nýrri og betri starfa með meiri lífsgæðum. Í skýrslu nefndar forsætisráðuneytisins um fjórðu iðnbyltinguna sem kom út í febrúar er sýnt fram á gríðarleg áhrif sjálfvirknivæðingar á íslenskan vinnumarkað. Því er spáð að 58% starfa taki talsverðum breytingum vegna áhrifa nýrrar tækni. Stjórnvöld, atvinnulíf og verkalýðshreyfing þurfa að taka höndum saman og tryggja að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn fyrir breytingarnar fram undan. Tryggja þarf að fólk geti orðið sér úti um rétta færni fyrir þau verkefni sem þarf að sinna í atvinnulífinu. Þetta mun kalla á stórátak í endurhæfingu og endurmenntun. Það er ekki síst mikilvægt að forysta verkalýðshreyfingarinnar taki virkan þátt í mótun þeirrar umgjarðar sem verður að skapa. Hvernig getum við hagnýtt þessa nýju tækni til að auka hagsæld og velferð í samfélaginu? Hvernig stýrum við þróuninni inn á jákvæðar brautir? Áhrifin ráðast af nýtingu tækninnar. Í fjórðu iðnbyltingunni felast fjölmörg tækifæri fyrir Ísland. Tæknilegir innviðir eru hér öflugir, atvinnulífið er virkt í innleiðingu nýrrar tækni og landsmenn eru vel nettengdir. Fámennið hjálpar okkur að aðlagast miklum breytingum hratt. Samhliða þessum tæknibreytingum er mikilvægt að standa vörð um hið opna hagkerfi. Einnig er mikilvægt að tryggja erlent samstarf í vísindum og rannsóknum og laða til okkar þekkingu sem ekki er til staðar hér á landi. Alþjóðlegt samstarf og frjáls viðskipti eru lyklar að því hvernig best verður brugðist við þessum áskorunum. Opinber stefna hefur mikil áhrif á hvernig samfélög aðlagast og nýta sér nýja tækni. Því ber að fagna skipan forsætisráðherra á verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Verkefnisstjórninni er ætlað að koma fram með 20 til 30 aðgerðir sem marki fyrstu skref Íslands til móts við þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér. Fram undan er uppbrot af völdum tæknibreytinga sem mun reyna verulega á samfélag okkar. Hér er tækifæri til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun