Kynslóðaskipti í kortunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. júlí 2019 07:30 Helmingur dómara við Hæstarétt er kominn á leyfilegan eftirlaunaaldur, þeirra á meðal eina konan í réttinum. Fréttablaðið/Eyþór Fjórir af átta dómurum í Hæstarétti eru ýmist orðnir 65 ára eða ná þeim aldri innan skamms. Einn til viðbótar nær leyfilegum eftirlaunaaldri á næsta ári. Dómarar eru skipaðir ævilangt en Hæstaréttardómarar geta fengið lausn frá embætti 65 ára án þess að missa neins af launum sínum eins og segir í 61. gr. stjórnarskrárinnar. Meðal þeirra dómara sem komnir eru á eftirlaunaaldur er eina konan sem situr í réttinum, Gréta Baldursdóttir. Verði hún næst dómara til að láta af embætti verður ekki skipaður dómari í hennar stað sem þýðir að Hæstiréttur yrði eingöngu skipaður körlum en samkvæmt breytingu sem gerð var á dómstólalögum 2016 verður ekki skipaður nýr dómari fyrir þann sem næstur lætur af störfum við réttinn vegna fækkunar dómara við Hæstarétt. Þeir eru átta núna en eiga samkvæmt nýrri skipan réttarins að vera sjö. Gréta er þó enn í fullu fjöri en í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins staðfestir Gréta að hún sé ekki að hætta að svo stöddu.Gréta er næstelst í réttinum en Þorgeir Örlygsson er einnig orðinn 65 ára. Hann tók verið forsæti í réttinum í ársbyrjun 2017 og verður forseti Hæstaréttar til ársloka 2021. Þorgeir verður ekki sjötugur fyrr en í nóvember 2022 og getur því lokið forsetatímabili sínu fyrir þann tíma. Tveir aðrir dómarar við réttinn nálgast leyfilegan eftirlaunaaldur; þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson sem verða báðir 65 ára í haust. Markús hefur langlengsta starfsaldur allra dómara í réttinum. Hann var skipaður Hæstaréttardómari fertugur að aldri árið 1994 og hefur gengt stöðu hæstaréttardómara í aldarfjórðung. Enginn fyrrnefndra dómara hefur tilkynnt dómsmálaráðherra að hann hyggist fara á eftirlaun samkvæmt svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins, en orðrómur hefur þó verið um að bæði Viðar Már og Markús hyggist setjast í helgan stein. Samkvæmt ákvæðum dómstólalaga skal dómara veitt lausn frá embætti ef hann leitar eftir henni sjálfur enda sé það gert með þeim fyrirvara sem gildir almennt um starfsmenn ríkisins. Í starfsmannalögum segir að embættismaður sem hyggst biðjast lausnar skuli gera það skriflega með þriggja mánaða fyrirvara, nema ófyrirsjáanleg atvik hafi gert hann ófæran um að gegna embættinu eða stjórnvald, sem lausn á að veita, samþykki skemmri frest. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Fjórir af átta dómurum í Hæstarétti eru ýmist orðnir 65 ára eða ná þeim aldri innan skamms. Einn til viðbótar nær leyfilegum eftirlaunaaldri á næsta ári. Dómarar eru skipaðir ævilangt en Hæstaréttardómarar geta fengið lausn frá embætti 65 ára án þess að missa neins af launum sínum eins og segir í 61. gr. stjórnarskrárinnar. Meðal þeirra dómara sem komnir eru á eftirlaunaaldur er eina konan sem situr í réttinum, Gréta Baldursdóttir. Verði hún næst dómara til að láta af embætti verður ekki skipaður dómari í hennar stað sem þýðir að Hæstiréttur yrði eingöngu skipaður körlum en samkvæmt breytingu sem gerð var á dómstólalögum 2016 verður ekki skipaður nýr dómari fyrir þann sem næstur lætur af störfum við réttinn vegna fækkunar dómara við Hæstarétt. Þeir eru átta núna en eiga samkvæmt nýrri skipan réttarins að vera sjö. Gréta er þó enn í fullu fjöri en í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins staðfestir Gréta að hún sé ekki að hætta að svo stöddu.Gréta er næstelst í réttinum en Þorgeir Örlygsson er einnig orðinn 65 ára. Hann tók verið forsæti í réttinum í ársbyrjun 2017 og verður forseti Hæstaréttar til ársloka 2021. Þorgeir verður ekki sjötugur fyrr en í nóvember 2022 og getur því lokið forsetatímabili sínu fyrir þann tíma. Tveir aðrir dómarar við réttinn nálgast leyfilegan eftirlaunaaldur; þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson sem verða báðir 65 ára í haust. Markús hefur langlengsta starfsaldur allra dómara í réttinum. Hann var skipaður Hæstaréttardómari fertugur að aldri árið 1994 og hefur gengt stöðu hæstaréttardómara í aldarfjórðung. Enginn fyrrnefndra dómara hefur tilkynnt dómsmálaráðherra að hann hyggist fara á eftirlaun samkvæmt svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins, en orðrómur hefur þó verið um að bæði Viðar Már og Markús hyggist setjast í helgan stein. Samkvæmt ákvæðum dómstólalaga skal dómara veitt lausn frá embætti ef hann leitar eftir henni sjálfur enda sé það gert með þeim fyrirvara sem gildir almennt um starfsmenn ríkisins. Í starfsmannalögum segir að embættismaður sem hyggst biðjast lausnar skuli gera það skriflega með þriggja mánaða fyrirvara, nema ófyrirsjáanleg atvik hafi gert hann ófæran um að gegna embættinu eða stjórnvald, sem lausn á að veita, samþykki skemmri frest.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira