Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. júlí 2019 06:45 Talið er að um ár sé í að Íran geti komið sér upp kjarnorkuvopnabúri. Nordicphotos/AFP Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. Evrópuríkin hafa að undanförnu reynt að lægja öldurnar en togstreitan á milli Bandaríkjanna og Íran hefur aukist stöðugt frá því Bandaríkin riftu samningnum af sinni hálfu. Samningurinn gekk út á afléttingu þvingana á Íran gegn því að ríkið frysti kjarnorkuáætlun sína. Bandaríkin hafa, eftir riftun, lagt á nýjar þvinganir á meðan Íran hefur nú í tvígang dregið úr þátttöku sinni í samningnum og eru stjórnvöld farin að safna auðguðu úrani.Bíða eftir svörum Emmanuel Macron Frakklandsforseti sendi erindreka sinn til Teheran, höfuðborgar Íran, í síðustu viku til þess að ræða stöðuna að því er Reuters greinir frá. „Við sögðum Hassan Rouhani forseta frá okkar afstöðu og bíðum nú svara frá Írönum. En það er nokkuð langt á milli af því Íran krefst þess að þvingunum verði aflétt tafarlaust,“ var haft eftir upplýsingafulltrúa Frakklandsforseta. Skotið fast á Evrópuríkin Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, var gagnrýninn á sunnudag. „Það er mikill munur á því að gera eitthvað og tilkynna um að maður vilji gera eitthvað,“ sagði hann og skaut þannig á Evrópuríki. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Breta, sem sækist nú eftir forsætisráðuneytinu, var öllu bjartsýnni er hann mætti á fund utanríkisráðherra ESB í Brussel í gær. „Staðan er að þrengjast en það er enn mögulegt að halda lífi í samningnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Íran Tengdar fréttir Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. 8. júlí 2019 06:00 Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Stjórnvöld í Teheran reyna nú að þrýsta á Evrópuríki sem eiga aðild að kjarnorkusamningum um að þau verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. 3. júlí 2019 11:49 Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. Evrópuríkin hafa að undanförnu reynt að lægja öldurnar en togstreitan á milli Bandaríkjanna og Íran hefur aukist stöðugt frá því Bandaríkin riftu samningnum af sinni hálfu. Samningurinn gekk út á afléttingu þvingana á Íran gegn því að ríkið frysti kjarnorkuáætlun sína. Bandaríkin hafa, eftir riftun, lagt á nýjar þvinganir á meðan Íran hefur nú í tvígang dregið úr þátttöku sinni í samningnum og eru stjórnvöld farin að safna auðguðu úrani.Bíða eftir svörum Emmanuel Macron Frakklandsforseti sendi erindreka sinn til Teheran, höfuðborgar Íran, í síðustu viku til þess að ræða stöðuna að því er Reuters greinir frá. „Við sögðum Hassan Rouhani forseta frá okkar afstöðu og bíðum nú svara frá Írönum. En það er nokkuð langt á milli af því Íran krefst þess að þvingunum verði aflétt tafarlaust,“ var haft eftir upplýsingafulltrúa Frakklandsforseta. Skotið fast á Evrópuríkin Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, var gagnrýninn á sunnudag. „Það er mikill munur á því að gera eitthvað og tilkynna um að maður vilji gera eitthvað,“ sagði hann og skaut þannig á Evrópuríki. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Breta, sem sækist nú eftir forsætisráðuneytinu, var öllu bjartsýnni er hann mætti á fund utanríkisráðherra ESB í Brussel í gær. „Staðan er að þrengjast en það er enn mögulegt að halda lífi í samningnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Íran Tengdar fréttir Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. 8. júlí 2019 06:00 Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Stjórnvöld í Teheran reyna nú að þrýsta á Evrópuríki sem eiga aðild að kjarnorkusamningum um að þau verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. 3. júlí 2019 11:49 Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. 8. júlí 2019 06:00
Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Stjórnvöld í Teheran reyna nú að þrýsta á Evrópuríki sem eiga aðild að kjarnorkusamningum um að þau verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. 3. júlí 2019 11:49
Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34