ESB umsókn Íslands er tíu ára í dag 16. júlí 2019 06:45 Jón Steindór, fyrrverandi formaður JÁ Ísland. Mynd/Sigtryggur Ari Í dag eru liðin tíu ár síðan Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifuðu undir umsóknina. Árið 2015 freistaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra þess að reyna að stöðva umsóknina. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti formaður samtakanna JÁ Ísland. Hann telur að það hafi verið rétt að sækja um á þessum tímapunkti en þó hefði átt vinna málið öðruvísi. „Ríkisstjórnin hefði átt að sýna meiri festu,“ segir Jón. „Miðað við það sem við vitum nú hefði verið skynsamlegt að hafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina. En á þeim tíma var ég sjálfur algjörlega mótfallin því.“ Telur hann trúlegt að Íslendingar hefðu samþykkt aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stuðningur við Evrópusambandsaðild er reglulega mældur í könnunum. Á tíunda áratug síðustu aldar og fram yfir aldamót sýndu kannanir oft meirihluta fyrir aðild en undanfarin ár hafa andstæðingarnir verið ofan á. „Þó að ferlið hafi verið stöðvað þá verður að líta svo á að Ísland sé enn þá með umsókn inni. Það ætti að vera hægt að endurræsa það án þess að fara í gegnum allt upphafsferlið Evrópusambands megin.“Eru aðstæður í dag betri eða verri til inngöngu? „Röksemdirnar eru sterkari í dag. Staðan í heimsmálunum er þannig að við ættum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem við viljum tilheyra.“ Fréttablaðið hafði samband við bæði Jóhönnu og Össur en hvorugt þeirra vildi ræða þessi tímamót. Birtist í Fréttablaðinu ESB-málið Evrópusambandið Tímamót Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í dag eru liðin tíu ár síðan Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifuðu undir umsóknina. Árið 2015 freistaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra þess að reyna að stöðva umsóknina. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti formaður samtakanna JÁ Ísland. Hann telur að það hafi verið rétt að sækja um á þessum tímapunkti en þó hefði átt vinna málið öðruvísi. „Ríkisstjórnin hefði átt að sýna meiri festu,“ segir Jón. „Miðað við það sem við vitum nú hefði verið skynsamlegt að hafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina. En á þeim tíma var ég sjálfur algjörlega mótfallin því.“ Telur hann trúlegt að Íslendingar hefðu samþykkt aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stuðningur við Evrópusambandsaðild er reglulega mældur í könnunum. Á tíunda áratug síðustu aldar og fram yfir aldamót sýndu kannanir oft meirihluta fyrir aðild en undanfarin ár hafa andstæðingarnir verið ofan á. „Þó að ferlið hafi verið stöðvað þá verður að líta svo á að Ísland sé enn þá með umsókn inni. Það ætti að vera hægt að endurræsa það án þess að fara í gegnum allt upphafsferlið Evrópusambands megin.“Eru aðstæður í dag betri eða verri til inngöngu? „Röksemdirnar eru sterkari í dag. Staðan í heimsmálunum er þannig að við ættum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem við viljum tilheyra.“ Fréttablaðið hafði samband við bæði Jóhönnu og Össur en hvorugt þeirra vildi ræða þessi tímamót.
Birtist í Fréttablaðinu ESB-málið Evrópusambandið Tímamót Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira