Verðlag það helsta sem má bæta að mati ferðamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 12:20 Ferðamenn í Skaftafelli fyrr í sumar. vísir/vilhelm Verðlag hér á landi er það helsta sem má bæta að mati ferðamanna. Tæplega helmingur þeirra ferðamanna sem tóku könnun Ferðamálastofu fyrir árið 2018 sögðu að verðlagið væri það helsta sem mætti bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Í könnuninni kemur jafnframt fram að það sem þurfi til þess að ferðamenn séu líklegri til að mæla með Íslandi sem áfangastað er að lækka verðlag almennt. 48,6 prósent sögðu það þurfa til og 26,7 prósent sögðu að lækka þyrfti verð á mat. Níu prósent sögðu svo að lækka þyrfti verð á gistingu. Meðalútgjöld vegna Íslandsferðar voru tæplega 209 þúsund krónur á mann. Þar af voru stærstu útgjaldaliðirnir fyrirframgreidd pakkaferð eða 26 prósent af heildarútgjöldum, alþjóðlegt flug (19 prósent), gisting (17 prósent), matsölustaðir eða kaffihús (11 prósent) og bílaleigubílar (8 prósent).Náttúran það helsta sem heillar Langflestir þeirra sem tóku könnunina, eða alls 91,8 prósent, sögðust hafa fengið hugmyndina að Íslandsferð vegna náttúru landsins. Þá nefndi meira en helmingur ferðamannanna náttúruna og landslagið sem helstu ástæðu þess að þeir væru líklegir til að mæla með Íslandi sem áfangastað. 61,5 prósent sögðu náttúruna og landslagið það minnisstæðasta úr Íslandsferðinni. Af einstökum stöðum nefndu 20,7 prósent Gullna hringinn og 19,8 prósent Bláa lónið. „Könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna er unnin í samvinnu við Hagstofu Íslands en markmiðið með henni er að afla tölfræðilegra upplýsinga til að geta gefið skýra mynd af atferli og viðhorfum ferðamanna á Íslandi. Könnunin hefur verið í gangi frá því í júlí 2017 en í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður fyrir árið 2018. Könnunin er tvískipt: 1. Flugvallakönnun við brottför framkvæmd á Keflavíkurflugvelli sem beinist að erlendum ferðamönnum á Íslandi. Áhersla er lögð ánokkrar lykilspurningar s.s. tilgang ferðar,dvalarlengd, tegund gistingar, útgjöld og eyðsluhætti auk þess sem spurt er um bakgrunn svarenda þ.e. þjóðerni, búsetu, kyn og aldur. 2. Netkönnun send eftir á þar sem svarendur í flugvallakönnun eru spurðir nánar um Íslandsferðina; aðdragandann að ferð, atferli, viðhorf og upplifun. Alls tók 22.481 svarandi þátt í flugvallahluta könnunarinnar árið 2018 og 5.470 í nethlutanum. Könnunin er á tíu tungumálum; ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku, pólsku, rússnesku, kínversku og japönsku. Þýðingar taka mið af enska spurningalistanum,“ segir um könnunina í skýrslu sem unnin var úr niðurstöðum hennar en nánar má kynna sér könnunina hér. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Verðlag hér á landi er það helsta sem má bæta að mati ferðamanna. Tæplega helmingur þeirra ferðamanna sem tóku könnun Ferðamálastofu fyrir árið 2018 sögðu að verðlagið væri það helsta sem mætti bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Í könnuninni kemur jafnframt fram að það sem þurfi til þess að ferðamenn séu líklegri til að mæla með Íslandi sem áfangastað er að lækka verðlag almennt. 48,6 prósent sögðu það þurfa til og 26,7 prósent sögðu að lækka þyrfti verð á mat. Níu prósent sögðu svo að lækka þyrfti verð á gistingu. Meðalútgjöld vegna Íslandsferðar voru tæplega 209 þúsund krónur á mann. Þar af voru stærstu útgjaldaliðirnir fyrirframgreidd pakkaferð eða 26 prósent af heildarútgjöldum, alþjóðlegt flug (19 prósent), gisting (17 prósent), matsölustaðir eða kaffihús (11 prósent) og bílaleigubílar (8 prósent).Náttúran það helsta sem heillar Langflestir þeirra sem tóku könnunina, eða alls 91,8 prósent, sögðust hafa fengið hugmyndina að Íslandsferð vegna náttúru landsins. Þá nefndi meira en helmingur ferðamannanna náttúruna og landslagið sem helstu ástæðu þess að þeir væru líklegir til að mæla með Íslandi sem áfangastað. 61,5 prósent sögðu náttúruna og landslagið það minnisstæðasta úr Íslandsferðinni. Af einstökum stöðum nefndu 20,7 prósent Gullna hringinn og 19,8 prósent Bláa lónið. „Könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna er unnin í samvinnu við Hagstofu Íslands en markmiðið með henni er að afla tölfræðilegra upplýsinga til að geta gefið skýra mynd af atferli og viðhorfum ferðamanna á Íslandi. Könnunin hefur verið í gangi frá því í júlí 2017 en í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður fyrir árið 2018. Könnunin er tvískipt: 1. Flugvallakönnun við brottför framkvæmd á Keflavíkurflugvelli sem beinist að erlendum ferðamönnum á Íslandi. Áhersla er lögð ánokkrar lykilspurningar s.s. tilgang ferðar,dvalarlengd, tegund gistingar, útgjöld og eyðsluhætti auk þess sem spurt er um bakgrunn svarenda þ.e. þjóðerni, búsetu, kyn og aldur. 2. Netkönnun send eftir á þar sem svarendur í flugvallakönnun eru spurðir nánar um Íslandsferðina; aðdragandann að ferð, atferli, viðhorf og upplifun. Alls tók 22.481 svarandi þátt í flugvallahluta könnunarinnar árið 2018 og 5.470 í nethlutanum. Könnunin er á tíu tungumálum; ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku, pólsku, rússnesku, kínversku og japönsku. Þýðingar taka mið af enska spurningalistanum,“ segir um könnunina í skýrslu sem unnin var úr niðurstöðum hennar en nánar má kynna sér könnunina hér.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira