Verðlag það helsta sem má bæta að mati ferðamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 12:20 Ferðamenn í Skaftafelli fyrr í sumar. vísir/vilhelm Verðlag hér á landi er það helsta sem má bæta að mati ferðamanna. Tæplega helmingur þeirra ferðamanna sem tóku könnun Ferðamálastofu fyrir árið 2018 sögðu að verðlagið væri það helsta sem mætti bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Í könnuninni kemur jafnframt fram að það sem þurfi til þess að ferðamenn séu líklegri til að mæla með Íslandi sem áfangastað er að lækka verðlag almennt. 48,6 prósent sögðu það þurfa til og 26,7 prósent sögðu að lækka þyrfti verð á mat. Níu prósent sögðu svo að lækka þyrfti verð á gistingu. Meðalútgjöld vegna Íslandsferðar voru tæplega 209 þúsund krónur á mann. Þar af voru stærstu útgjaldaliðirnir fyrirframgreidd pakkaferð eða 26 prósent af heildarútgjöldum, alþjóðlegt flug (19 prósent), gisting (17 prósent), matsölustaðir eða kaffihús (11 prósent) og bílaleigubílar (8 prósent).Náttúran það helsta sem heillar Langflestir þeirra sem tóku könnunina, eða alls 91,8 prósent, sögðust hafa fengið hugmyndina að Íslandsferð vegna náttúru landsins. Þá nefndi meira en helmingur ferðamannanna náttúruna og landslagið sem helstu ástæðu þess að þeir væru líklegir til að mæla með Íslandi sem áfangastað. 61,5 prósent sögðu náttúruna og landslagið það minnisstæðasta úr Íslandsferðinni. Af einstökum stöðum nefndu 20,7 prósent Gullna hringinn og 19,8 prósent Bláa lónið. „Könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna er unnin í samvinnu við Hagstofu Íslands en markmiðið með henni er að afla tölfræðilegra upplýsinga til að geta gefið skýra mynd af atferli og viðhorfum ferðamanna á Íslandi. Könnunin hefur verið í gangi frá því í júlí 2017 en í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður fyrir árið 2018. Könnunin er tvískipt: 1. Flugvallakönnun við brottför framkvæmd á Keflavíkurflugvelli sem beinist að erlendum ferðamönnum á Íslandi. Áhersla er lögð ánokkrar lykilspurningar s.s. tilgang ferðar,dvalarlengd, tegund gistingar, útgjöld og eyðsluhætti auk þess sem spurt er um bakgrunn svarenda þ.e. þjóðerni, búsetu, kyn og aldur. 2. Netkönnun send eftir á þar sem svarendur í flugvallakönnun eru spurðir nánar um Íslandsferðina; aðdragandann að ferð, atferli, viðhorf og upplifun. Alls tók 22.481 svarandi þátt í flugvallahluta könnunarinnar árið 2018 og 5.470 í nethlutanum. Könnunin er á tíu tungumálum; ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku, pólsku, rússnesku, kínversku og japönsku. Þýðingar taka mið af enska spurningalistanum,“ segir um könnunina í skýrslu sem unnin var úr niðurstöðum hennar en nánar má kynna sér könnunina hér. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Verðlag hér á landi er það helsta sem má bæta að mati ferðamanna. Tæplega helmingur þeirra ferðamanna sem tóku könnun Ferðamálastofu fyrir árið 2018 sögðu að verðlagið væri það helsta sem mætti bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Í könnuninni kemur jafnframt fram að það sem þurfi til þess að ferðamenn séu líklegri til að mæla með Íslandi sem áfangastað er að lækka verðlag almennt. 48,6 prósent sögðu það þurfa til og 26,7 prósent sögðu að lækka þyrfti verð á mat. Níu prósent sögðu svo að lækka þyrfti verð á gistingu. Meðalútgjöld vegna Íslandsferðar voru tæplega 209 þúsund krónur á mann. Þar af voru stærstu útgjaldaliðirnir fyrirframgreidd pakkaferð eða 26 prósent af heildarútgjöldum, alþjóðlegt flug (19 prósent), gisting (17 prósent), matsölustaðir eða kaffihús (11 prósent) og bílaleigubílar (8 prósent).Náttúran það helsta sem heillar Langflestir þeirra sem tóku könnunina, eða alls 91,8 prósent, sögðust hafa fengið hugmyndina að Íslandsferð vegna náttúru landsins. Þá nefndi meira en helmingur ferðamannanna náttúruna og landslagið sem helstu ástæðu þess að þeir væru líklegir til að mæla með Íslandi sem áfangastað. 61,5 prósent sögðu náttúruna og landslagið það minnisstæðasta úr Íslandsferðinni. Af einstökum stöðum nefndu 20,7 prósent Gullna hringinn og 19,8 prósent Bláa lónið. „Könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna er unnin í samvinnu við Hagstofu Íslands en markmiðið með henni er að afla tölfræðilegra upplýsinga til að geta gefið skýra mynd af atferli og viðhorfum ferðamanna á Íslandi. Könnunin hefur verið í gangi frá því í júlí 2017 en í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður fyrir árið 2018. Könnunin er tvískipt: 1. Flugvallakönnun við brottför framkvæmd á Keflavíkurflugvelli sem beinist að erlendum ferðamönnum á Íslandi. Áhersla er lögð ánokkrar lykilspurningar s.s. tilgang ferðar,dvalarlengd, tegund gistingar, útgjöld og eyðsluhætti auk þess sem spurt er um bakgrunn svarenda þ.e. þjóðerni, búsetu, kyn og aldur. 2. Netkönnun send eftir á þar sem svarendur í flugvallakönnun eru spurðir nánar um Íslandsferðina; aðdragandann að ferð, atferli, viðhorf og upplifun. Alls tók 22.481 svarandi þátt í flugvallahluta könnunarinnar árið 2018 og 5.470 í nethlutanum. Könnunin er á tíu tungumálum; ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku, pólsku, rússnesku, kínversku og japönsku. Þýðingar taka mið af enska spurningalistanum,“ segir um könnunina í skýrslu sem unnin var úr niðurstöðum hennar en nánar má kynna sér könnunina hér.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira