Meira að segja ungu strákarnir frá Sviss eru taldir vera betri en Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2019 11:30 Það er erfitt að vera stuðningsmaður Manchester United í dag. Getty/Robbie Jay Barratt Það eru 33 félög betri en Manchester United í dag ef marka má nýjan lista virtu bandarísku tölfræðigreiningarsíðunnar FiveThirtyEight. Stuðningsmenn Manchester United horfðu upp á nágranna sína og erkifjendur sína frá Liverpool stinga sig af í töflunni og vinna síðan titla í vor. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, 32 stigum á eftir Englandsmeisturunum hinum megin í Manchester-borg og 31 stigi á eftir Evrópumeisturum Liverpool. Það verður engin Meistaradeild á Old Trafford á næstu leiktíð og sumarið hefur hingað til farið í það að styrkja liðið með framtíðarmönnum. Miðvörðurinn Harry Maguire verða líklega fyrstu stjörnukaupin. Það er síðan mikil óvissa með framtíð þeirra Paul Pogba og Romelu Lukaku. En aftur af styrkleikaröðun FiveThirtyEight.636 International Club Soccer Teams, Ranked: https://t.co/npFXj4YokI — FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) July 13, 2019FiveThirtyEight setur Manchester City í toppsætið og Liverpool er tveimur sætum neðar. Á milli þeirra er síðan þýska félagið Bayern München. Barcelona er síðan á undan Chelsea og Paris Saint Germain og Real Madrid er í sjöunda sætinu á undan Atlético Madrid, Olympiacos og Ajax. Athygli vekur að Atalanta, Bayer Leverkusen og Internazionale eru öll á undan Juventus sem er bara í 15. sætinu. Það þarf síðan að fara langt niður til að finna Manchester United á listanum. Sex ensk félög eru á undan United þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru átta sætum ofar. Man City have been ranked as the best team in the world - Man Utd are ranked 34th... 3. Liverpool 15. Juventus 28. Arsenal Even Swiss side Young Boys are ranked higher than United right now https://t.co/gr8cmd7wv4 — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 14, 2019Soccer Power Index heitir mælikvarði FiveThirtyEight en í þeirra kerfi er reiknaður út sóknarþungi hvers liðs út frá því hvað er áætlað að þau skori mikið af mörkum á móti meðalliði á hlutlausum velli og á móti kemur síðan hversu mörg mörk er áætlað að þau fái á sig við sömu aðstæður. Við rekumst á félög eins og Eibar, RB Salzburg, Athletic Bilbao, Real Sociedad, Leganés og Hoffenheim áður en við finnum Manchester United í 35. sæti listans einu sæti á eftir svissneska félaginu Young Boys. Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins árið 2013. Knattspyrnustjórararnir hafa stoppað stutt og nú er liðið í höndum Norðmannsins Ole Gunnare Solskjær. Pressan er mikil á norska stjóranum á komandi tímabili. Það sættir sig enginn við það hjá Manchester United að vera í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni eða í 34. sæti yfir bestu knattspyrnufélög Evrópu. Enski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Það eru 33 félög betri en Manchester United í dag ef marka má nýjan lista virtu bandarísku tölfræðigreiningarsíðunnar FiveThirtyEight. Stuðningsmenn Manchester United horfðu upp á nágranna sína og erkifjendur sína frá Liverpool stinga sig af í töflunni og vinna síðan titla í vor. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, 32 stigum á eftir Englandsmeisturunum hinum megin í Manchester-borg og 31 stigi á eftir Evrópumeisturum Liverpool. Það verður engin Meistaradeild á Old Trafford á næstu leiktíð og sumarið hefur hingað til farið í það að styrkja liðið með framtíðarmönnum. Miðvörðurinn Harry Maguire verða líklega fyrstu stjörnukaupin. Það er síðan mikil óvissa með framtíð þeirra Paul Pogba og Romelu Lukaku. En aftur af styrkleikaröðun FiveThirtyEight.636 International Club Soccer Teams, Ranked: https://t.co/npFXj4YokI — FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) July 13, 2019FiveThirtyEight setur Manchester City í toppsætið og Liverpool er tveimur sætum neðar. Á milli þeirra er síðan þýska félagið Bayern München. Barcelona er síðan á undan Chelsea og Paris Saint Germain og Real Madrid er í sjöunda sætinu á undan Atlético Madrid, Olympiacos og Ajax. Athygli vekur að Atalanta, Bayer Leverkusen og Internazionale eru öll á undan Juventus sem er bara í 15. sætinu. Það þarf síðan að fara langt niður til að finna Manchester United á listanum. Sex ensk félög eru á undan United þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru átta sætum ofar. Man City have been ranked as the best team in the world - Man Utd are ranked 34th... 3. Liverpool 15. Juventus 28. Arsenal Even Swiss side Young Boys are ranked higher than United right now https://t.co/gr8cmd7wv4 — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 14, 2019Soccer Power Index heitir mælikvarði FiveThirtyEight en í þeirra kerfi er reiknaður út sóknarþungi hvers liðs út frá því hvað er áætlað að þau skori mikið af mörkum á móti meðalliði á hlutlausum velli og á móti kemur síðan hversu mörg mörk er áætlað að þau fái á sig við sömu aðstæður. Við rekumst á félög eins og Eibar, RB Salzburg, Athletic Bilbao, Real Sociedad, Leganés og Hoffenheim áður en við finnum Manchester United í 35. sæti listans einu sæti á eftir svissneska félaginu Young Boys. Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins árið 2013. Knattspyrnustjórararnir hafa stoppað stutt og nú er liðið í höndum Norðmannsins Ole Gunnare Solskjær. Pressan er mikil á norska stjóranum á komandi tímabili. Það sættir sig enginn við það hjá Manchester United að vera í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni eða í 34. sæti yfir bestu knattspyrnufélög Evrópu.
Enski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira