Reglulega krotað og skotið á Douglas Dakota Kristinn Haukur skrifar 15. júlí 2019 06:00 Flak Douglas Dakota á Sólheimasandi. Nordicphotos/Getty. Á vef pólsku sjónvarpsstöðvarinnar WP var nýlega fjallað um skemmdir á Douglas Dakota en pólsk nöfn hafa verið krotuð á vélina. WP lýsti því sem skammarlegri og sorglegri eyðileggingu af hálfu samlanda sinna þar sem flakið væri eitt af vinsælustu ferðamannastöðum Íslands. Benedikt Bragason landeigandi var aftur á móti rólegri yfir krotinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Það er er búið að krota á þessa vél og skjóta á hana í tugi ára“ segir Benedikt. „Þetta er aðeins flak og ég held að það sé öllum sársaukalaust þó það sé eitthvað verið að eiga við þetta.“ Douglas Dakota vélin var vöruflutningavél í eigu bandaríska flughersins, notuð til að flytja vistir milli herstöðva í Keflavík og Hornafirði. Vélin varð bensínlaus og þurfti að nauðlenda á sandinum snemma á áttunda áratugnum. Herinn sjálfur tíndi síðan allt nýtilegt úr henni, svo sem hreyfla og vængi. Flakið öðlaðist töluverða frægð árið 2000 þegar pönkhljómsveitin Botnleðja nefndi plötu eftir henni. Aftur kom hún fyrir í heimildarmynd hljómsveitarinnar Sigur Rósar og varð heimsfræg eftir að hún sást í tónlistarmyndbandi Justin Bieber frá 2015. Staðurinn hefur gripið athygli ferðamanna sem sækja þangað í síauknum mæli. En deilt hefur verið um vegagerð á svæðinu og í vetur voru málaferli vegna aðkomu ferðaþjónustufyrirtækis að staðnum. Aðspurður hvort landeigendur fái greitt úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til viðhalds og uppbyggingar í tengslum við flakið segir Benedikt svo ekki vera. „Nei, nei. Við viljum það ekkert“Gerið þið eitthvað til að viðhalda vélinni? „Ekki til að viðhalda vélinni sjálfri. Við höldum slóðanum þarna niður eftir við og sjáum um að halda hreinu. Það er mikið af úrgangi sem fellur til þarna,“ segir Benedikt. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Á vef pólsku sjónvarpsstöðvarinnar WP var nýlega fjallað um skemmdir á Douglas Dakota en pólsk nöfn hafa verið krotuð á vélina. WP lýsti því sem skammarlegri og sorglegri eyðileggingu af hálfu samlanda sinna þar sem flakið væri eitt af vinsælustu ferðamannastöðum Íslands. Benedikt Bragason landeigandi var aftur á móti rólegri yfir krotinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Það er er búið að krota á þessa vél og skjóta á hana í tugi ára“ segir Benedikt. „Þetta er aðeins flak og ég held að það sé öllum sársaukalaust þó það sé eitthvað verið að eiga við þetta.“ Douglas Dakota vélin var vöruflutningavél í eigu bandaríska flughersins, notuð til að flytja vistir milli herstöðva í Keflavík og Hornafirði. Vélin varð bensínlaus og þurfti að nauðlenda á sandinum snemma á áttunda áratugnum. Herinn sjálfur tíndi síðan allt nýtilegt úr henni, svo sem hreyfla og vængi. Flakið öðlaðist töluverða frægð árið 2000 þegar pönkhljómsveitin Botnleðja nefndi plötu eftir henni. Aftur kom hún fyrir í heimildarmynd hljómsveitarinnar Sigur Rósar og varð heimsfræg eftir að hún sást í tónlistarmyndbandi Justin Bieber frá 2015. Staðurinn hefur gripið athygli ferðamanna sem sækja þangað í síauknum mæli. En deilt hefur verið um vegagerð á svæðinu og í vetur voru málaferli vegna aðkomu ferðaþjónustufyrirtækis að staðnum. Aðspurður hvort landeigendur fái greitt úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til viðhalds og uppbyggingar í tengslum við flakið segir Benedikt svo ekki vera. „Nei, nei. Við viljum það ekkert“Gerið þið eitthvað til að viðhalda vélinni? „Ekki til að viðhalda vélinni sjálfri. Við höldum slóðanum þarna niður eftir við og sjáum um að halda hreinu. Það er mikið af úrgangi sem fellur til þarna,“ segir Benedikt.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira