Varaforsetinn ver aðstæður barna og fjölskyldna á landamærastöðvum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 23:49 Í bakgrunni þessarar myndar má sjá dýnurnar sem fólk í innflytjendabúðum sefur á. Twitter Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, birti í gær tíst þar sem hann varði þær aðstæður sem börn og fjölskyldur í landamærastöðvum víðs vegar um Bandaríkin búa við. Segir hann „berskjaldaðar fjölskyldur“ sem dvelji í slíkum búðum fá „alúðlega meðferð“ frá bandarísku þjóðinni. Í einu tísti sem varaforsetinn birti eru tvær myndir þar sem hann virðist eiga einhver samskipti við börn sem dvelja á einni slíkri stöð.Rather than broadcast the full story, showing the compassionate care the American people are providing to vulnerable families, tonight CNN only played video of men in the temporary facility and didn’t play any footage of the family facility at all... — Vice President Mike Pence (@VP) July 13, 2019 Lengi hefur verið deilt um aðstæðurnar sem fólki á landamærstöðvunum er boðið upp á, en fréttir af því að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun færri hafa farið hátt á síðustu misserum. Eins hafa birst myndir sem sýna að bersýnilega eru aðstæður í mörgum stöðvanna, sem gerðar eru til þess að halda fólki sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin inn til Bandaríkjanna, ekki fullnægjandi samkvæmt stöðlum tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, sem sjálft fer með rekstur stöðvanna.ignoring the excellent care being provided to families and children. Our great @CBP agents deserve better and the American people deserve the whole story from CNN! pic.twitter.com/hsKsU6umhW — Vice President Mike Pence (@VP) July 13, 2019 Í tístum sínum sakar Pence miðilinn CNN um að segja ekki satt og rétt frá þegar kemur að aðstæðum fólks á stöðvunum og segir hann CNN hundsa algjörlega þá „frábæru meðferð sem börnum og fjölskyldum er veitt“ í búðunum. CNN og æðsti yfirmaður varaforsetans, Donald Trump Bandaríkjaforseti, hafa lengi eldað grátt silfur saman en forsetinn hefur ítrekað sakað CNN um falsfréttaflutning og kallað fréttamiðilinn, ásamt öðrum miðlum „óvin fólksins.“Á annarri myndinni sem varaforsetinn birti má sjá þunnar dýnur sem liggja á gólfinu, en þar er fólkinu í stöðvunum gert að sofa. Starfsmenn landamærastöðva þar sem karlmenn eru í haldi hafa sjálfir lýst aðstæðum þar sem skelfilegum. Segja þeir að sumir mannanna þar hafi verið í haldi í allt að 32 daga, en samkvæmt reglum toll- og landamæraeftirlitsins má ekki halda fólki þar lengur en í 72 tíma. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Aðstæðurnar eru sagðar brjóta í bága við þá staðla sem toll- og landamæragæsla Bandaríkjanna hefur sett sér. 2. júlí 2019 23:12 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, birti í gær tíst þar sem hann varði þær aðstæður sem börn og fjölskyldur í landamærastöðvum víðs vegar um Bandaríkin búa við. Segir hann „berskjaldaðar fjölskyldur“ sem dvelji í slíkum búðum fá „alúðlega meðferð“ frá bandarísku þjóðinni. Í einu tísti sem varaforsetinn birti eru tvær myndir þar sem hann virðist eiga einhver samskipti við börn sem dvelja á einni slíkri stöð.Rather than broadcast the full story, showing the compassionate care the American people are providing to vulnerable families, tonight CNN only played video of men in the temporary facility and didn’t play any footage of the family facility at all... — Vice President Mike Pence (@VP) July 13, 2019 Lengi hefur verið deilt um aðstæðurnar sem fólki á landamærstöðvunum er boðið upp á, en fréttir af því að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun færri hafa farið hátt á síðustu misserum. Eins hafa birst myndir sem sýna að bersýnilega eru aðstæður í mörgum stöðvanna, sem gerðar eru til þess að halda fólki sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin inn til Bandaríkjanna, ekki fullnægjandi samkvæmt stöðlum tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, sem sjálft fer með rekstur stöðvanna.ignoring the excellent care being provided to families and children. Our great @CBP agents deserve better and the American people deserve the whole story from CNN! pic.twitter.com/hsKsU6umhW — Vice President Mike Pence (@VP) July 13, 2019 Í tístum sínum sakar Pence miðilinn CNN um að segja ekki satt og rétt frá þegar kemur að aðstæðum fólks á stöðvunum og segir hann CNN hundsa algjörlega þá „frábæru meðferð sem börnum og fjölskyldum er veitt“ í búðunum. CNN og æðsti yfirmaður varaforsetans, Donald Trump Bandaríkjaforseti, hafa lengi eldað grátt silfur saman en forsetinn hefur ítrekað sakað CNN um falsfréttaflutning og kallað fréttamiðilinn, ásamt öðrum miðlum „óvin fólksins.“Á annarri myndinni sem varaforsetinn birti má sjá þunnar dýnur sem liggja á gólfinu, en þar er fólkinu í stöðvunum gert að sofa. Starfsmenn landamærastöðva þar sem karlmenn eru í haldi hafa sjálfir lýst aðstæðum þar sem skelfilegum. Segja þeir að sumir mannanna þar hafi verið í haldi í allt að 32 daga, en samkvæmt reglum toll- og landamæraeftirlitsins má ekki halda fólki þar lengur en í 72 tíma.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Aðstæðurnar eru sagðar brjóta í bága við þá staðla sem toll- og landamæragæsla Bandaríkjanna hefur sett sér. 2. júlí 2019 23:12 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Aðstæðurnar eru sagðar brjóta í bága við þá staðla sem toll- og landamæragæsla Bandaríkjanna hefur sett sér. 2. júlí 2019 23:12