Ed Sheeran opnar sig og segist haldinn miklum félagskvíða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 18:38 Þrátt fyrir að vinna við að skemmta gríðarstórum hópum fólks er Sheeran lítið gefinn fyrir margmenni. Vísir/Getty Breski söngvarinn Ed Sheeran segist fá kvíðaköst á hverjum degi og að honum líði eins og „hann sé ekki mennskur“ þegar fólk starir á hann á almannafæri. Sheeran var í heljarlöngu viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God á dögunum, til þess að ræða nýju plötuna sína No. 6 Collaborations Project. Þar ræddi hann um heima og geima og greindi meðal annars frá því að hann er kvæntur. Í viðtalinu greinir hinn 28 ára gamli Sheeran meðal annars frá því að hann hafi þurft að skera vinahópinn sinn niður í aðeins fjóra vini og eiginkonu hans. Þá hafi hann þurft að sleppa takinu af snjallsímanum, allt til þess að berjast gegn kvíðanum. „Ég fæ kvíðaköst daglega. Þau laumast aftan að manni. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í átta ár og ég missti sónar á raunveruleikanum.“ Sheeran segist reyna að eiga fáa en trausta vini. „Ég á lágmarksfjölda vina svo ég viti að ég get treyst þeim öllum,“ segir Sheeran. Hann viðurkennir að félagskvíðinn sem plagar hann sé nokkuð kaldhæðnislegur, í ljósi þess að Sheeran hefur atvinnu af því að spila tónlist sína fyrir framan gríðarlegan fjölda fólks, hverju sinni. „Ég er ekki gefinn fyrir mikinn mannfjölda, sem er kaldhæðnislegt þar sem ég spila á tónleikum fyrir þúsundir manna. Ég er haldinn innilokunarkennd og mér finnst ekki gott að vera í kring um marga í einu,“ segir söngvarinn rauðbirkni. Þá segir hann myndatökur og undarleg augnaráð frá fólki valda honum óþægindum. „Mér finnst ekkert mál að tala við fólk. En þegar fólk tekur myndir af mér og starir á mig, þá líður mér skringilega. Það lætur mér líða eins og ég sé ekki mennskur. Ef þú vilt koma og spjalla við, jafnvel þí við höfum ekki hist, þá er það ekkert mál.“ Hann segir það slökkva áhuga hans á samskiptum við aðra þegar fólk endar samtöl á að biðja um myndir með honum. „Það kippir manni niður á jörðina. Ég er bara einhver 15 „læk“ á Instagram. Ekkert meira. Ég var einu sinni á Marilyn Manson tónleikum og einhver maður kom, tók í höndina á mér og sagðist kunna að meta tónlistina mína, það var allt og sumt.“ Sheeran segist kunna að meta þannig samskipti. „Það var svo þægilegt. Núna, ef ég fer á veitingastað, þá finnst mér best að borða í einrúmi. Ef ég borða í almennum sal þá er fólk að taka myndir af mér á meðan ég borða. Manni fer að líða eins og dýrir í dýragarði. Ég vil alls ekki kvarta, ég veit að ég er með frábæra vinnu og æðislegt líf. En þetta eru hlutirnir sem ég vil forðast.“ Bretland Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Sjá meira
Breski söngvarinn Ed Sheeran segist fá kvíðaköst á hverjum degi og að honum líði eins og „hann sé ekki mennskur“ þegar fólk starir á hann á almannafæri. Sheeran var í heljarlöngu viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God á dögunum, til þess að ræða nýju plötuna sína No. 6 Collaborations Project. Þar ræddi hann um heima og geima og greindi meðal annars frá því að hann er kvæntur. Í viðtalinu greinir hinn 28 ára gamli Sheeran meðal annars frá því að hann hafi þurft að skera vinahópinn sinn niður í aðeins fjóra vini og eiginkonu hans. Þá hafi hann þurft að sleppa takinu af snjallsímanum, allt til þess að berjast gegn kvíðanum. „Ég fæ kvíðaköst daglega. Þau laumast aftan að manni. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í átta ár og ég missti sónar á raunveruleikanum.“ Sheeran segist reyna að eiga fáa en trausta vini. „Ég á lágmarksfjölda vina svo ég viti að ég get treyst þeim öllum,“ segir Sheeran. Hann viðurkennir að félagskvíðinn sem plagar hann sé nokkuð kaldhæðnislegur, í ljósi þess að Sheeran hefur atvinnu af því að spila tónlist sína fyrir framan gríðarlegan fjölda fólks, hverju sinni. „Ég er ekki gefinn fyrir mikinn mannfjölda, sem er kaldhæðnislegt þar sem ég spila á tónleikum fyrir þúsundir manna. Ég er haldinn innilokunarkennd og mér finnst ekki gott að vera í kring um marga í einu,“ segir söngvarinn rauðbirkni. Þá segir hann myndatökur og undarleg augnaráð frá fólki valda honum óþægindum. „Mér finnst ekkert mál að tala við fólk. En þegar fólk tekur myndir af mér og starir á mig, þá líður mér skringilega. Það lætur mér líða eins og ég sé ekki mennskur. Ef þú vilt koma og spjalla við, jafnvel þí við höfum ekki hist, þá er það ekkert mál.“ Hann segir það slökkva áhuga hans á samskiptum við aðra þegar fólk endar samtöl á að biðja um myndir með honum. „Það kippir manni niður á jörðina. Ég er bara einhver 15 „læk“ á Instagram. Ekkert meira. Ég var einu sinni á Marilyn Manson tónleikum og einhver maður kom, tók í höndina á mér og sagðist kunna að meta tónlistina mína, það var allt og sumt.“ Sheeran segist kunna að meta þannig samskipti. „Það var svo þægilegt. Núna, ef ég fer á veitingastað, þá finnst mér best að borða í einrúmi. Ef ég borða í almennum sal þá er fólk að taka myndir af mér á meðan ég borða. Manni fer að líða eins og dýrir í dýragarði. Ég vil alls ekki kvarta, ég veit að ég er með frábæra vinnu og æðislegt líf. En þetta eru hlutirnir sem ég vil forðast.“
Bretland Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Sjá meira