Heimilislaust fólk í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu: „Stærsti hópurinn er ungt heimilislaust fólk“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2019 19:00 Heimilislaust fólk hefur komið sér fyrir í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hefur ekki fengið sértækt búsetuúrræði hjá borginni né öðrum sveitarfélögum. Verkefnastýra hjá Rauða krossinum segir þetta ungt fólk með erfiðan vímuefnavanda. Sumir hafi verið heimilislausir frá því þeir hættu að tilheyra barnaverndarkerfinu, 18 ára. Um ræðir tvo hópa að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnastýru hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefnis á vegum Rauða krossins. Annars vegar er um að ræða fólk hefur verið heimilislaust í mörg ár. „Og er þá búið að vera að nýta Konukot og gistiskýlið í mörg ár og eru þá að nýta sumartímann til að komast í ró og næði og fá að vera í friði. En stærsti hópurinn sem er núna búsettur í tjöldum á höfuðborgarsvæðinu er ungt heimilislaust fólk,“ segir Svala. Flestir séu á aldrinum nítján til tuttugu og sex ára og með mikinn vímuefnavanda. „Sumir eru með geðraskanir og geðsjúkdóma. Margir eru búnir að vera heimilislausir í nokkur ár og sumir allt frá því að þeir komu út úr barnaverndarkerfinu, 18 ára,“ segir Svala. Frá því í byrjun maí hefur frú Ragnheiður útvegað um tuttugu manns tjöldum og útdeilt um fjörutíu svefnpokum. Svala segir mikilvægt að þeir sem búi í tjöldunum séu í góðu sambandi við Frú Ragnheiði. „Við hringjum stundum í þau og bjóðum þeim að koma til okkar. Þau eru þá fyrst og fremst að sækja heilbrigðisþjónustuna og þau eru að fá mat og næringu hjá okkur. Þau eru að skila af sér notuðum búningi og fá nýjan. Þau eru líka að fá hlý föt og annan útilegubúnað,“ segir Svala. Hún segir að flestir séu með virka umsókn um sértækt búsetuúrræði hjá Reykjavíkurborg. „Það er í raun bara ekki til nógu mikið af félagslegu húsnæði og sértækri búsetu fyrir þennan unga hóp,“ segir Svala. Til standi að opna neyðarathvarf fyrir unga karlmenn á árinu sem sé mikilvæg viðbót í þjónustu við hópinn. Svala segir mikilvægt að öll sveitarfélögin hugi að málum heimilislausra. Það sé sorglegt að veikt fólk þurfi að búa í tjöldum. „Það er í raun það versta sem samfélag getur gert fólki er að gera það heimilislaust því allur vandi einstaklingsins eykst svo mikið,“ segir Svala. Félagsmál Fíkn Reykjavík Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Heimilislaust fólk hefur komið sér fyrir í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hefur ekki fengið sértækt búsetuúrræði hjá borginni né öðrum sveitarfélögum. Verkefnastýra hjá Rauða krossinum segir þetta ungt fólk með erfiðan vímuefnavanda. Sumir hafi verið heimilislausir frá því þeir hættu að tilheyra barnaverndarkerfinu, 18 ára. Um ræðir tvo hópa að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnastýru hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefnis á vegum Rauða krossins. Annars vegar er um að ræða fólk hefur verið heimilislaust í mörg ár. „Og er þá búið að vera að nýta Konukot og gistiskýlið í mörg ár og eru þá að nýta sumartímann til að komast í ró og næði og fá að vera í friði. En stærsti hópurinn sem er núna búsettur í tjöldum á höfuðborgarsvæðinu er ungt heimilislaust fólk,“ segir Svala. Flestir séu á aldrinum nítján til tuttugu og sex ára og með mikinn vímuefnavanda. „Sumir eru með geðraskanir og geðsjúkdóma. Margir eru búnir að vera heimilislausir í nokkur ár og sumir allt frá því að þeir komu út úr barnaverndarkerfinu, 18 ára,“ segir Svala. Frá því í byrjun maí hefur frú Ragnheiður útvegað um tuttugu manns tjöldum og útdeilt um fjörutíu svefnpokum. Svala segir mikilvægt að þeir sem búi í tjöldunum séu í góðu sambandi við Frú Ragnheiði. „Við hringjum stundum í þau og bjóðum þeim að koma til okkar. Þau eru þá fyrst og fremst að sækja heilbrigðisþjónustuna og þau eru að fá mat og næringu hjá okkur. Þau eru að skila af sér notuðum búningi og fá nýjan. Þau eru líka að fá hlý föt og annan útilegubúnað,“ segir Svala. Hún segir að flestir séu með virka umsókn um sértækt búsetuúrræði hjá Reykjavíkurborg. „Það er í raun bara ekki til nógu mikið af félagslegu húsnæði og sértækri búsetu fyrir þennan unga hóp,“ segir Svala. Til standi að opna neyðarathvarf fyrir unga karlmenn á árinu sem sé mikilvæg viðbót í þjónustu við hópinn. Svala segir mikilvægt að öll sveitarfélögin hugi að málum heimilislausra. Það sé sorglegt að veikt fólk þurfi að búa í tjöldum. „Það er í raun það versta sem samfélag getur gert fólki er að gera það heimilislaust því allur vandi einstaklingsins eykst svo mikið,“ segir Svala.
Félagsmál Fíkn Reykjavík Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira