Flóki hefur verið reglulega orðaður við uppeldisfélagið FH og KR á síðustu vikum en í síðustu viku sagði Fótbolti.net frá því að hann hafi samið við KR.
Vi spiller med følgende lag:
Deumeland - Wichne, Berger, Jørgensen, Robstad - Segberg, Aremu - Skaanes, Christensen, Sigurdarson - Finnbogason.#ikstart
— IK Start (@ikstart) July 13, 2019
Það er þó ekki komið lengra en það að Flóki er í byrjunarliðinu hjá Start í dag er liðið mætir B-deildarliðinu Jerv í æfingarleik.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort að góð frammistaða í æfingaleiknum í dag geri það að verkum að Start vilji ekki sleppa Kristjáni Flóka.
Aron Sigurðarson er einnig í byrjunarliði Start í dag en hann hefur farið á kostum á leiktíðinni.