Almenningsrými við Miðbakka opnað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2019 18:45 Fyrirtækið Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, sem er skreytt sjávartengdum myndum. Mynd/Reykjavíkurborg Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnaði með hátíðarhöldum í dag. Svæðið hefur á undanförnum árum verið notað undir bílastæði en nú hefur orðið breyting þar á. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafnar en svæðið sem um ræðir var áður bílastæði. Miðbakki verður nú svæði þar sem áhersla er á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa. „Hugmyndin kemur í tengslum við það að það er að opna mjög stórt bílastæði hér neðanjarðar í tengslum við hafnartorgið þannig að bílastæðum er að fjölga mjög mikið hér neðanjarðar og þess vegna erum við að taka bílastæði af yfirborði og færa þau svæði aftur til almennings,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Á svæðinu eru ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu og er markmiðið að svæðið sé fjölskylduvænt. Þar má finna hjólabrettavöll, körfuboltavöll og að sjálfsögðu matartorg með fjölbreyttu úrvali matarvagna. „Það er hellingur um að vera. Það eru matarvagnar hér. Hér er körfuboltavöllur ásamt því að hér verður sérstakt hjólabrettasvæði sem er sérstaklega hannað fyrir hjólabrettaiðkendur og það skiptir mjög miklu máli að þessar íþróttir fái aðstöðu hér. Það sem við höfum verið að reka okkur á er að það hefur verið erfitt að koma þeim fyrir inni í borginni,“ sagði Sigurborg. Þá er ekki von á að á svæðinu verði aftur bílastæði í bráð. „Framtíðarplönin eru að skoða Miðbakkann í heild sinni og skoða hann sem almenningsrými í heild sinni og þá í tengslum við þau skip sem leggja hérna upp við höfnina og mögulega bætta aðstöðu fyrir þá farþega sem koma hér að,“ sagði Sigurborg.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnaði með hátíðarhöldum í dag. Svæðið hefur á undanförnum árum verið notað undir bílastæði en nú hefur orðið breyting þar á. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafnar en svæðið sem um ræðir var áður bílastæði. Miðbakki verður nú svæði þar sem áhersla er á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa. „Hugmyndin kemur í tengslum við það að það er að opna mjög stórt bílastæði hér neðanjarðar í tengslum við hafnartorgið þannig að bílastæðum er að fjölga mjög mikið hér neðanjarðar og þess vegna erum við að taka bílastæði af yfirborði og færa þau svæði aftur til almennings,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Á svæðinu eru ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu og er markmiðið að svæðið sé fjölskylduvænt. Þar má finna hjólabrettavöll, körfuboltavöll og að sjálfsögðu matartorg með fjölbreyttu úrvali matarvagna. „Það er hellingur um að vera. Það eru matarvagnar hér. Hér er körfuboltavöllur ásamt því að hér verður sérstakt hjólabrettasvæði sem er sérstaklega hannað fyrir hjólabrettaiðkendur og það skiptir mjög miklu máli að þessar íþróttir fái aðstöðu hér. Það sem við höfum verið að reka okkur á er að það hefur verið erfitt að koma þeim fyrir inni í borginni,“ sagði Sigurborg. Þá er ekki von á að á svæðinu verði aftur bílastæði í bráð. „Framtíðarplönin eru að skoða Miðbakkann í heild sinni og skoða hann sem almenningsrými í heild sinni og þá í tengslum við þau skip sem leggja hérna upp við höfnina og mögulega bætta aðstöðu fyrir þá farþega sem koma hér að,“ sagði Sigurborg.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30