Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Andri Eysteinsson skrifar 12. júlí 2019 14:35 Donald Trump tilkynnti afsögn Acosta áður en hann hélt í opinbera heimsókn til Wisconsin og Ohio. AP/Andrew Harnik Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. AP greinir frá. Epstein, sem sakaður er um að hafa beitt mikinn fjölda stúlkna undir lögaldri kynferðisofbeldi og greitt þeim fyrir að finna ný fórnarlömb, slapp frá lengri fangelsisvist vegna samskonar mála árið 2008 þegar hann samdi við yfirvöld árið 2008. Epstein samdi við saksóknarann í Miami í Flórída um að alríkisákærur yrði felldar niður en í stað þess skyldi Epstein gangast við ríkisákærum og verja 13 mánuðum í fangelsi. Saksóknarinn sem sá um samninginn var Alexander Acosta.Samdi án þess að láta fórnarlömb Epstein vita Bandaríkjaforseti, Donald Trump, greindi frá þessu fyrir utan Hvíta húsið í Washington í dag, með Acosta sér við hlið. Trump sagði eftirsjá af Acosta sem hafi verið afbragðs atvinnumálaráðherra. Þá tók Trump það fram að hann hafi ekki beðið Acosta um að stíga til hliðar. Acosta sagði að það væri ekki rétt að láta málaflokkinn líða fyrir þá gagnrýni sem hann hlyti. Frekar skyldi hann stíga til hliðar en ekki geta sinnt starfi sínu að fullu. Afsögnin fer formlega í gegn að sjö dögum liðnum. Frá því að umræðan um samning Acosta og Epstein árið 2008 blossaði upp að nýju hafa þingmenn úr röðum Demókrataflokksins sí og æ kallað eftir afsögn ráðherrans. Sögðu þingmenn samninginn hafa verið ólöglegan vegna formgalla en Acosta mun ekki hafa látið fórnarlömb Epstein vita af samningnum þegar hann var gerður.Trump og Acosta höfðu báðir á undanförnum dögum varið Atvinnumálaráðherrann og hvatti forsetinn Acosta til þess að útskýra gjörðir sínar á blaðamannafundi sem hann og gerði. Þar sagði Acosta að hann og starfsfólk hans hafi gert það rétta í stöðunni og hafi gert það sem þurfti til þess að koma Epstein á bak við lás og slá.Spurður hvort hann sæi eftir atburðunum 2008 sagði Acosta: „Það eru tólf ár liðin og margt búið að gerast, heimurinn í dag er gjörólíkur þeim árið 2008.“Ánægður með að Epstein fari aftur á bak við lás og slá Þegar ákærur á hendur Epstein voru birtar af saksóknurum í New York í vikunni sagðist Acosta vera ánægður með ákvörðun saksóknara. Á Twitter síðu sinni sagði Acosta að glæpir Epstein væru hræðilegir.The crimes committed by Epstein are horrific, and I am pleased that NY prosecutors are moving forward with a case based on new evidence. — Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 9, 2019 „Með þeim sönnunargögnum sem ákæruvaldið hafði undir höndum fyrir áratug síðan, kröfðust saksóknarar að Epstein yrði sendur bak við lás og slá, gert að skrá sig sem kynferðisbrotamann og heimurinn skyldi vita af því,“ skrifaði Acosta.With the evidence available more than a decade ago, federal prosecutors insisted that Epstein go to jail, register as a sex offender and put the world on notice that he was a sexual predator. — Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 9, 2019 „Nú þegar ný sönnunargögn og vitnisburðir hafa komið fram í málinu hefur ákæruvaldið í New York enn betra tækifæri til þess að láta réttlætið sigra,“ skrifaði Acosta einnig.Now that new evidence and additional testimony is available, the NY prosecution offers an important opportunity to more fully bring him to justice. — Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 9, 2019 Alexander Acosta tók við atvinnumálaráðherrastólnum snemma árs 2017, áður en að því kom hafði hann eins og áður sagði verði saksóknari í Miami og hafði verið deildarforseti lagadeildar Florida International háskólans.Thank you, @POTUS. pic.twitter.com/Q9bxwmzKQM— Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 12, 2019 Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55 Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. AP greinir frá. Epstein, sem sakaður er um að hafa beitt mikinn fjölda stúlkna undir lögaldri kynferðisofbeldi og greitt þeim fyrir að finna ný fórnarlömb, slapp frá lengri fangelsisvist vegna samskonar mála árið 2008 þegar hann samdi við yfirvöld árið 2008. Epstein samdi við saksóknarann í Miami í Flórída um að alríkisákærur yrði felldar niður en í stað þess skyldi Epstein gangast við ríkisákærum og verja 13 mánuðum í fangelsi. Saksóknarinn sem sá um samninginn var Alexander Acosta.Samdi án þess að láta fórnarlömb Epstein vita Bandaríkjaforseti, Donald Trump, greindi frá þessu fyrir utan Hvíta húsið í Washington í dag, með Acosta sér við hlið. Trump sagði eftirsjá af Acosta sem hafi verið afbragðs atvinnumálaráðherra. Þá tók Trump það fram að hann hafi ekki beðið Acosta um að stíga til hliðar. Acosta sagði að það væri ekki rétt að láta málaflokkinn líða fyrir þá gagnrýni sem hann hlyti. Frekar skyldi hann stíga til hliðar en ekki geta sinnt starfi sínu að fullu. Afsögnin fer formlega í gegn að sjö dögum liðnum. Frá því að umræðan um samning Acosta og Epstein árið 2008 blossaði upp að nýju hafa þingmenn úr röðum Demókrataflokksins sí og æ kallað eftir afsögn ráðherrans. Sögðu þingmenn samninginn hafa verið ólöglegan vegna formgalla en Acosta mun ekki hafa látið fórnarlömb Epstein vita af samningnum þegar hann var gerður.Trump og Acosta höfðu báðir á undanförnum dögum varið Atvinnumálaráðherrann og hvatti forsetinn Acosta til þess að útskýra gjörðir sínar á blaðamannafundi sem hann og gerði. Þar sagði Acosta að hann og starfsfólk hans hafi gert það rétta í stöðunni og hafi gert það sem þurfti til þess að koma Epstein á bak við lás og slá.Spurður hvort hann sæi eftir atburðunum 2008 sagði Acosta: „Það eru tólf ár liðin og margt búið að gerast, heimurinn í dag er gjörólíkur þeim árið 2008.“Ánægður með að Epstein fari aftur á bak við lás og slá Þegar ákærur á hendur Epstein voru birtar af saksóknurum í New York í vikunni sagðist Acosta vera ánægður með ákvörðun saksóknara. Á Twitter síðu sinni sagði Acosta að glæpir Epstein væru hræðilegir.The crimes committed by Epstein are horrific, and I am pleased that NY prosecutors are moving forward with a case based on new evidence. — Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 9, 2019 „Með þeim sönnunargögnum sem ákæruvaldið hafði undir höndum fyrir áratug síðan, kröfðust saksóknarar að Epstein yrði sendur bak við lás og slá, gert að skrá sig sem kynferðisbrotamann og heimurinn skyldi vita af því,“ skrifaði Acosta.With the evidence available more than a decade ago, federal prosecutors insisted that Epstein go to jail, register as a sex offender and put the world on notice that he was a sexual predator. — Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 9, 2019 „Nú þegar ný sönnunargögn og vitnisburðir hafa komið fram í málinu hefur ákæruvaldið í New York enn betra tækifæri til þess að láta réttlætið sigra,“ skrifaði Acosta einnig.Now that new evidence and additional testimony is available, the NY prosecution offers an important opportunity to more fully bring him to justice. — Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 9, 2019 Alexander Acosta tók við atvinnumálaráðherrastólnum snemma árs 2017, áður en að því kom hafði hann eins og áður sagði verði saksóknari í Miami og hafði verið deildarforseti lagadeildar Florida International háskólans.Thank you, @POTUS. pic.twitter.com/Q9bxwmzKQM— Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 12, 2019
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55 Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55
Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48
Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16