Innlent

Úr­skurðaður í fjögurra vikna gæslu­varð­hald

Sylvía Hall skrifar
Frá Neskaupstað þar sem hátíðin Eistnaflug fer fram um helgina. Yfirlögregluþjónn segir hnífstunguna ekki tengjast hátíðinni.
Frá Neskaupstað þar sem hátíðin Eistnaflug fer fram um helgina. Yfirlögregluþjónn segir hnífstunguna ekki tengjast hátíðinni. vísir/vilhelm
Saksóknarar fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. Beðið er nú úrskurðar dómara.

Farið er fram á gæsluvarðhaldið á grundvelli almannahagsmuna en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps.  

Jónas Vilhelmsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að málið væri í rannsókn en sá sem varð fyrir árásinni var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Maðurinn gekkst undir aðgerð og er líðan hans sögð stöðug.

Enn er lítið vitað um málsatvik en tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsóknina.

Uppfært klukkan 17:54: Fallist var á gæsluvarðhaldsbeiðni og var maðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna málsins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×