Námslán hjá Framtíðinni heyra fortíðinni til Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2019 09:15 Valgerður Halldórsdóttir. Framtíðin Fjártæknifyrirtækið Framtíðin hefur ákveðið að hætta að veita námslán. Vala Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Framtíðarinnar, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hún segir um að ræða áherslubreytingar eftir kaup Kviku banka á GAMMA en þrátt fyrir það hafi reksturinn í kringum námslánin gengið mjög vel. Framtíðin er í eigu sjóða sem eru í rekstri fjármálafyrirtækisins GAMMA sem Kvika keypti á síðasta ári. Framtíðin var kynnt til leiks sem námslánasjóður árið 2015 og veitti námsmönnum hvort sem er framfærslu- eða skólagjaldalán. Sjóðurinn áætlaði að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári, bæði til háskólanáms á Íslandi og erlendri grundu. Starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu var einnig lánshæft.Gjöld og vextir á heimasíðu Framtíðarinnar.Plön um lán fyrir meistaranámi með vinnu úr sögunni Kona nokkur hafði samband við Vísi þar sem hún hugðist fara í meistaranám með vinnu á næsta ári. Möguleikar á námsláni hjá LÍN með fullri vinnu eru litlir svo hún hugðist leita til Framtíðarinnar. Þegar hringt er í símanúmerið sem gefið er upp á vefsíðu Framtíðarinnar er ekki gefinn kostur á að ræða við nokkurn heldur aðeins að senda fyrirspurn á netfang Framtíðarinnar. Eftirfarandi svar barst: „Góðan dag, síðustu vikur og mánuði hafa verið miklar breytingar í farvatninu hjá Framtíðinni. Hluti af þessum breytingum eru breyttar áherslur þar sem ákveðið hefur verið að þrengja lánaúrval fyrirtækisins og lána eingöngu lán til fasteignakaupa. Þar af leiðandi þurfum við því miður að tilkynna þér að hætt hefur verið að veita námslán.“ Heimasíða Framtíðarinnar hefur þó ekki tekið tillit til þessara breytinga. Þar má enn sjá verðskrá fyrir námslán, hvort sem er með verðtryggðum eða óverðtryggðum vöxtum, og tilheyrandi gjöld.Marinó Örn Tryggvason er forstjóri Kviku.KvikaNý stjórn hjá Framtíðinni Vala Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Framtíðarinnar, segir í samtali við Vísi að horfið hafi verið frá námslánum þegar kaup Kviku á GAMMA voru samþykkt. Hún taldi að þær upplýsingar lægju fyrir á heimasíðunni en blaðamanni reyndist ómögulegt að finna þær. Vala upplýsir að skipt hafi verið um stjórn í Framtíðinni í síðustu viku. Máni Atlason, héraðsdómslögmaður sem starfar á lögfræðisviði Kviku, er orðinn stjórnarformaður og situr í nýskipaðri stjórn ásamt Völu og Leifi Þorbergssyni, sérfræðingi á fyrirtækjasviði bankans. Hlíf Sturludóttir, fráfarandi stjórnarformaður, hafði engan áhuga á að ræða við blaðamann í dag um stöðu mála. Vísaði hún öllum spurningum á Kviku. Hlíf kynnti námslánin í viðtali í Fréttablaðinu í febrúar 2015 og vöktu þau mikla athygli. Hlíf sagði á sínum tíma að til stæði að fjármagna Framtíðina í gegnum skuldabréfaútgáfur í kauphöll. „Við trúum því að það sé mikil eftirspurn eftir þjónustu á borð við þá sem Framtíðin veitir,“ segir Hlíf varðandi það hvort námslánasjóður eins og Framtíðin geti spjarað sig í samkeppni við LÍN.Hlíf Sturludóttir, fyrrverandi stjórnarformaður Framtíðarinnar, kynnti Framtíðina til leiks á sínum tíma.Fréttablaðið/GVAÁherslubreytingar við flutning til Kviku Framkvæmdastjórinn Vala segir áherslubreytingarnar hafa orðið á starfsemi Framtíðarinnar við flutninginn yfir til Kviku. „Við erum að fara að leggja ríkari áherslu á húsnæðislán og brúarlán, sem hafa gengið afar vel,“ segir Vala. Aðspurð hvort námslánastarfsemin hafi ekki gengið nógu vel er Vala snögg til svars. „Þvert á móti, þetta gekk mjög vel. Við höfum lánað fleiri hundruð námsmönnum,“ segir Vala og minnir á að fjöldi fólks sé með námslán hjá Framtíðinni þótt fleiri verði ekki veitt. Aðspurð hvort það sé ekki skrýtið að hætta að veita námslán fyrst sá bransi gangi svo vel ítrekar hún áherslubreytingar með flutningnum til Kviku. „Húsnæðislán eru náttúrulega lán með veði og allt annars eðlis en námslán. Ólíkar vörur skulum við segja. Við erum að einfalda vöruframboðið.“ Framtíðin hækkað hlutafé sitt um 12,5 milljónir að nafnvirði á síðasta ári, úr 70 í 82,5 milljónir króna. Við það tilefni sagði Vala í viðtali við Viðskiptablaðið að hlutafjárhækkunin hefði verið gerð til að styrkja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. „Við erum búin að bæta nýjum vörum við vöruúrval okkar á árinu og auk þess eru fleiri vörur í farvatninu. Það hefur verið gífurlegur vöxtur hjá okkur og því var ákveðið að hækka hlutaféð," sagði Vala í júlí 2018.Uppfært klukkan 12:37:Framtíðin vill koma á framfæri þessari tilkynningu á vef félagsins um breytt lánaframboð en blaðamanni tókst ekki að finna tilkynninguna þrátt fyrir ítarlega leit. GAMMA Námslán Neytendur Skóla - og menntamál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Fjártæknifyrirtækið Framtíðin hefur ákveðið að hætta að veita námslán. Vala Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Framtíðarinnar, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hún segir um að ræða áherslubreytingar eftir kaup Kviku banka á GAMMA en þrátt fyrir það hafi reksturinn í kringum námslánin gengið mjög vel. Framtíðin er í eigu sjóða sem eru í rekstri fjármálafyrirtækisins GAMMA sem Kvika keypti á síðasta ári. Framtíðin var kynnt til leiks sem námslánasjóður árið 2015 og veitti námsmönnum hvort sem er framfærslu- eða skólagjaldalán. Sjóðurinn áætlaði að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári, bæði til háskólanáms á Íslandi og erlendri grundu. Starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu var einnig lánshæft.Gjöld og vextir á heimasíðu Framtíðarinnar.Plön um lán fyrir meistaranámi með vinnu úr sögunni Kona nokkur hafði samband við Vísi þar sem hún hugðist fara í meistaranám með vinnu á næsta ári. Möguleikar á námsláni hjá LÍN með fullri vinnu eru litlir svo hún hugðist leita til Framtíðarinnar. Þegar hringt er í símanúmerið sem gefið er upp á vefsíðu Framtíðarinnar er ekki gefinn kostur á að ræða við nokkurn heldur aðeins að senda fyrirspurn á netfang Framtíðarinnar. Eftirfarandi svar barst: „Góðan dag, síðustu vikur og mánuði hafa verið miklar breytingar í farvatninu hjá Framtíðinni. Hluti af þessum breytingum eru breyttar áherslur þar sem ákveðið hefur verið að þrengja lánaúrval fyrirtækisins og lána eingöngu lán til fasteignakaupa. Þar af leiðandi þurfum við því miður að tilkynna þér að hætt hefur verið að veita námslán.“ Heimasíða Framtíðarinnar hefur þó ekki tekið tillit til þessara breytinga. Þar má enn sjá verðskrá fyrir námslán, hvort sem er með verðtryggðum eða óverðtryggðum vöxtum, og tilheyrandi gjöld.Marinó Örn Tryggvason er forstjóri Kviku.KvikaNý stjórn hjá Framtíðinni Vala Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Framtíðarinnar, segir í samtali við Vísi að horfið hafi verið frá námslánum þegar kaup Kviku á GAMMA voru samþykkt. Hún taldi að þær upplýsingar lægju fyrir á heimasíðunni en blaðamanni reyndist ómögulegt að finna þær. Vala upplýsir að skipt hafi verið um stjórn í Framtíðinni í síðustu viku. Máni Atlason, héraðsdómslögmaður sem starfar á lögfræðisviði Kviku, er orðinn stjórnarformaður og situr í nýskipaðri stjórn ásamt Völu og Leifi Þorbergssyni, sérfræðingi á fyrirtækjasviði bankans. Hlíf Sturludóttir, fráfarandi stjórnarformaður, hafði engan áhuga á að ræða við blaðamann í dag um stöðu mála. Vísaði hún öllum spurningum á Kviku. Hlíf kynnti námslánin í viðtali í Fréttablaðinu í febrúar 2015 og vöktu þau mikla athygli. Hlíf sagði á sínum tíma að til stæði að fjármagna Framtíðina í gegnum skuldabréfaútgáfur í kauphöll. „Við trúum því að það sé mikil eftirspurn eftir þjónustu á borð við þá sem Framtíðin veitir,“ segir Hlíf varðandi það hvort námslánasjóður eins og Framtíðin geti spjarað sig í samkeppni við LÍN.Hlíf Sturludóttir, fyrrverandi stjórnarformaður Framtíðarinnar, kynnti Framtíðina til leiks á sínum tíma.Fréttablaðið/GVAÁherslubreytingar við flutning til Kviku Framkvæmdastjórinn Vala segir áherslubreytingarnar hafa orðið á starfsemi Framtíðarinnar við flutninginn yfir til Kviku. „Við erum að fara að leggja ríkari áherslu á húsnæðislán og brúarlán, sem hafa gengið afar vel,“ segir Vala. Aðspurð hvort námslánastarfsemin hafi ekki gengið nógu vel er Vala snögg til svars. „Þvert á móti, þetta gekk mjög vel. Við höfum lánað fleiri hundruð námsmönnum,“ segir Vala og minnir á að fjöldi fólks sé með námslán hjá Framtíðinni þótt fleiri verði ekki veitt. Aðspurð hvort það sé ekki skrýtið að hætta að veita námslán fyrst sá bransi gangi svo vel ítrekar hún áherslubreytingar með flutningnum til Kviku. „Húsnæðislán eru náttúrulega lán með veði og allt annars eðlis en námslán. Ólíkar vörur skulum við segja. Við erum að einfalda vöruframboðið.“ Framtíðin hækkað hlutafé sitt um 12,5 milljónir að nafnvirði á síðasta ári, úr 70 í 82,5 milljónir króna. Við það tilefni sagði Vala í viðtali við Viðskiptablaðið að hlutafjárhækkunin hefði verið gerð til að styrkja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. „Við erum búin að bæta nýjum vörum við vöruúrval okkar á árinu og auk þess eru fleiri vörur í farvatninu. Það hefur verið gífurlegur vöxtur hjá okkur og því var ákveðið að hækka hlutaféð," sagði Vala í júlí 2018.Uppfært klukkan 12:37:Framtíðin vill koma á framfæri þessari tilkynningu á vef félagsins um breytt lánaframboð en blaðamanni tókst ekki að finna tilkynninguna þrátt fyrir ítarlega leit.
GAMMA Námslán Neytendur Skóla - og menntamál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira