Segir Hegningarhúsið frátekið fyrir lögmenn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. júlí 2019 06:30 Margir hafa augastað á Níunni enda á frábærum stað. Fréttablaðið/Stefán „Við myndum auðvitað vilja vera með okkar aðstöðu í þessu húsi og teljum okkur eiga meira tilkall til þess en lögmenn enda húsið byggt yfir okkur, svona þannig lagað,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, um Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Unnið er að viðhaldi hússins eins og Fréttablaðið greindi frá í vor en ekki liggur fyrir hvaða starfsemi verður í því til framtíðar. „Þegar ég lýsti áhuga félagsins á að fá aðstöðu fyrir fanga og fyrrverandi fanga í húsinu, var mér tjáð að húsið væri frátekið fyrir Lögmannafélagið,“ segir Guðmundur og segir málið hafa komið til umræðu í kerfinu fyrir stuttu þar sem var verið að ræða fangelsismál. Afstaða hefur leigt húsnæði fyrir starfsemina í Ártúnshöfða en þar er fyrirhugað að vera með skrifstofuaðstöðu félagsins, móttökumiðstöð fyrir aðstandendur og neyðargistiúrræði fyrir þá sem lokið hafa afplánun en þurfa tíma til að aðlagast samfélaginu og fóta sig á eigin spýtur. „Það væri frábært fyrir okkar félag að vera meira miðsvæðis og geta boðið skjólstæðingum okkar þjónustu þar sem þeir eru. Og við byggðum þetta hús yfir okkur sjálfir, í sögulegu ljósi allavega og því eigum við auðvitað meira tilkall til þess en nokkur annar þjóðfélagshópur,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann að félagið myndi alls ekki þurfa allt húsið. „Ég efast ég ekki um að samskipti okkar við lögmenn yrðu góð á níunni hér eftir sem hingað til,“ segir Guðmundur og vísar til sambands verjenda við fanga um árabil í húsinu. „Draumurinn væri sá að þarna yrði ákveðin „regnhlíf“ þar sem margir aðilar sem tengjast fangelsismálum myndu mynda hóp þar sem unnið væri að betrunarstefnu og úrræðum í fangelsismálum. Ég sé fyrir mér aðkomu Afstöðu, Fangelsismálastofnunar, Sambands sveitarfélaga, Rauða krossins, Hjálpræðishersins, lögreglunnar, Lögmannafélagsins, Geðhjálpar, Stígamóta og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þetta held ég að myndi aðstoða okkur við að komast inn í nútímann í fangelsismálum, sáttamiðlunum og skaðaminnkunum, þar sem unnið væri með dómþola, aðstandendur og brotaþola,“ segir Guðmundur og leggur áherslu gildi fræðslu og samvinnu. Óvissa hefur ríkt um framtíð hússins síðan starfseminni var hætt þar sumarið 2016. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að það kosti 300 milljónir að gera húsið upp að utan. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er áætlað að kostnaður við að innrétta húsið fyrir nýja starfsemi sé ekki undir einum milljarði króna. Ráðuneytið hefur ekki enn viljað svara því hvers kyns starfsemi það yrði og því óljóst hver muni bera kostnaðinn. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, ekki kannast við neitt vilyrði eða nein skilaboð frá stjórnvöldum varðandi húsið. Hún segir félagið hafa sýnt áhuga í tíð fyrri formanns, Reimars Péturssonar. „Það hefur ekkert verið rætt um þetta síðastliðið ár, ekki síðan ég kom þarna inn.“ segir Berglind en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
„Við myndum auðvitað vilja vera með okkar aðstöðu í þessu húsi og teljum okkur eiga meira tilkall til þess en lögmenn enda húsið byggt yfir okkur, svona þannig lagað,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, um Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Unnið er að viðhaldi hússins eins og Fréttablaðið greindi frá í vor en ekki liggur fyrir hvaða starfsemi verður í því til framtíðar. „Þegar ég lýsti áhuga félagsins á að fá aðstöðu fyrir fanga og fyrrverandi fanga í húsinu, var mér tjáð að húsið væri frátekið fyrir Lögmannafélagið,“ segir Guðmundur og segir málið hafa komið til umræðu í kerfinu fyrir stuttu þar sem var verið að ræða fangelsismál. Afstaða hefur leigt húsnæði fyrir starfsemina í Ártúnshöfða en þar er fyrirhugað að vera með skrifstofuaðstöðu félagsins, móttökumiðstöð fyrir aðstandendur og neyðargistiúrræði fyrir þá sem lokið hafa afplánun en þurfa tíma til að aðlagast samfélaginu og fóta sig á eigin spýtur. „Það væri frábært fyrir okkar félag að vera meira miðsvæðis og geta boðið skjólstæðingum okkar þjónustu þar sem þeir eru. Og við byggðum þetta hús yfir okkur sjálfir, í sögulegu ljósi allavega og því eigum við auðvitað meira tilkall til þess en nokkur annar þjóðfélagshópur,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann að félagið myndi alls ekki þurfa allt húsið. „Ég efast ég ekki um að samskipti okkar við lögmenn yrðu góð á níunni hér eftir sem hingað til,“ segir Guðmundur og vísar til sambands verjenda við fanga um árabil í húsinu. „Draumurinn væri sá að þarna yrði ákveðin „regnhlíf“ þar sem margir aðilar sem tengjast fangelsismálum myndu mynda hóp þar sem unnið væri að betrunarstefnu og úrræðum í fangelsismálum. Ég sé fyrir mér aðkomu Afstöðu, Fangelsismálastofnunar, Sambands sveitarfélaga, Rauða krossins, Hjálpræðishersins, lögreglunnar, Lögmannafélagsins, Geðhjálpar, Stígamóta og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þetta held ég að myndi aðstoða okkur við að komast inn í nútímann í fangelsismálum, sáttamiðlunum og skaðaminnkunum, þar sem unnið væri með dómþola, aðstandendur og brotaþola,“ segir Guðmundur og leggur áherslu gildi fræðslu og samvinnu. Óvissa hefur ríkt um framtíð hússins síðan starfseminni var hætt þar sumarið 2016. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að það kosti 300 milljónir að gera húsið upp að utan. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er áætlað að kostnaður við að innrétta húsið fyrir nýja starfsemi sé ekki undir einum milljarði króna. Ráðuneytið hefur ekki enn viljað svara því hvers kyns starfsemi það yrði og því óljóst hver muni bera kostnaðinn. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, ekki kannast við neitt vilyrði eða nein skilaboð frá stjórnvöldum varðandi húsið. Hún segir félagið hafa sýnt áhuga í tíð fyrri formanns, Reimars Péturssonar. „Það hefur ekkert verið rætt um þetta síðastliðið ár, ekki síðan ég kom þarna inn.“ segir Berglind en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent