Upphitun: Heimsmeistarinn Hamilton á heimavelli um helgina Bragi Þórðarson skrifar 11. júlí 2019 06:30 Lewis Hamilton getur orðið sigursælasti ökuþór í sögu breska kappakstursins um helgina. Getty Tíunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Silverstone brautinni um helgina. Brautin er ein sú þekktasta í Formúlunni þar sem fyrsta keppni heimsmeistaramótsins fór þar fram árið 1950. Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, leiðir mótið í ár með 31 stiga forskot á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas. Hamilton hefur unnið breska kappaksturinn alls fimm sinnum, engin hefur unnið oftar en bæði Alain Prost og Jim Clark unnu einnig fimm sinnum í Bretlandi. Með sigri um helgina getur Lewis því slegið metið. Mercedes liðið lenti í vandræðum í síðustu keppni er vélarnar í báðum bílum liðsins ofhitnuðu. Því vonast Toto Wolff, stjóri Mercedes, eftir köldu veðri um helgina. Silverstone brautin hefur reynst mikill dekkjabani í gegnum tíðina. Sebastian Vettel sprengdi vinstra framdekk í keppninni árið 2017.GettyHröðu beygjurnar ótrúlega krefjandiÞað sem einkennir Silverstone brautina eru allar hröðu beygjurnar. Þetta þýðir að kappaksturinn er mjög krefjandi á dekkin eins og hefur sýnt sig í gegnum árin. Árið 2013 lentu fimm ökumenn í því að dekk sprakk á bílum þeirra og fyrir tveimur árum sprakk á báðum Ferrari bílunum á lokahringjum keppninnar. Síðasta æfingin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 09:50 á laugardaginn og þremur tímum seinna hefjast tímatökur. Útsending frá kappakstrinum byrjar svo klukkan 12:50 á sunnudaginn. Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Tíunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Silverstone brautinni um helgina. Brautin er ein sú þekktasta í Formúlunni þar sem fyrsta keppni heimsmeistaramótsins fór þar fram árið 1950. Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, leiðir mótið í ár með 31 stiga forskot á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas. Hamilton hefur unnið breska kappaksturinn alls fimm sinnum, engin hefur unnið oftar en bæði Alain Prost og Jim Clark unnu einnig fimm sinnum í Bretlandi. Með sigri um helgina getur Lewis því slegið metið. Mercedes liðið lenti í vandræðum í síðustu keppni er vélarnar í báðum bílum liðsins ofhitnuðu. Því vonast Toto Wolff, stjóri Mercedes, eftir köldu veðri um helgina. Silverstone brautin hefur reynst mikill dekkjabani í gegnum tíðina. Sebastian Vettel sprengdi vinstra framdekk í keppninni árið 2017.GettyHröðu beygjurnar ótrúlega krefjandiÞað sem einkennir Silverstone brautina eru allar hröðu beygjurnar. Þetta þýðir að kappaksturinn er mjög krefjandi á dekkin eins og hefur sýnt sig í gegnum árin. Árið 2013 lentu fimm ökumenn í því að dekk sprakk á bílum þeirra og fyrir tveimur árum sprakk á báðum Ferrari bílunum á lokahringjum keppninnar. Síðasta æfingin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 09:50 á laugardaginn og þremur tímum seinna hefjast tímatökur. Útsending frá kappakstrinum byrjar svo klukkan 12:50 á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira