Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2019 19:45 Allar fallegustu flugvélar landsins eru nú staðsettar á Hellu þar sem flughátíðin „Allt sem flýgur“ fer fram. Á hátíðinni koma saman áhugamenn úr öllum greinum flugsins þar sem fjölbreytt flugatriði eru í boði eins og flugatriði í lofti, fallhlífarstökk, karamellurigning fyrir börnin, grillveisla og sveitaball í flugskýlinu. Það er gaman að koma á Hellu þessa dagana á flughátíðina sem hóst formlega í gær og mun standa fram á sunnudag. Mikið er af fallegum einkaflugvélum eru á svæðinu, stórar og smáar. Hátíðin er fjölskylduhátíð og er einkar vegleg í ár í tilefni af 100 ára afmæli flugsins. Í gærkvöldi fór fram lendingarkeppni á vellinum þar sem ýmis flott tilþrif sáust. „Menn fagna öllu flugi og allt sem getur komist á loft verður á flugi hérna um helgina. Það er mikið af áhugamönnum, sem hafa sett stefnuna hingað og ætla að tjalda hérna og vera með okkur núna um helgina og fylgjast með Íslandsmeistaramótinu núna í vikunni,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands og bætir við: „Hér er rjóminn af íslenska flugflotanum, lang flottustu vélarnar, nýjustu og elstu vélarnar til jafns. Þetta er staðurinn til að koma á ef menn vilja sjá fallegar flugvélar.“Gírókopter flugvélin vekur sérstaka athygli á Hellu, sem líkist þyrlu en er þó ekki þyrla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ein vél vekur sérstaka athygli á Hellu, lítil þyrla, sem er þó ekki þyrla. „Þetta er gírókopter, hún tekur á loft eins og flugvél en flýgur eins og þyrla og lendir eins og þyrla og lending á þessari vél er eins og nauðlending á þyrlu, þannig að hver einasta lending er eins og nauðlending á þyrlu, þetta er mjög skemmtilegt leikfang,“ segir Óli Öder, annar eigandi vélarinnar. „Þegar það er vont veður þá dúar hún eins og maður sé í vatnsrúmi. Það er langt síðan að ég varð skíthræddur í þessu, þetta er svo skemmtilegt,“ bætir Óli við. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Allar fallegustu flugvélar landsins eru nú staðsettar á Hellu þar sem flughátíðin „Allt sem flýgur“ fer fram. Á hátíðinni koma saman áhugamenn úr öllum greinum flugsins þar sem fjölbreytt flugatriði eru í boði eins og flugatriði í lofti, fallhlífarstökk, karamellurigning fyrir börnin, grillveisla og sveitaball í flugskýlinu. Það er gaman að koma á Hellu þessa dagana á flughátíðina sem hóst formlega í gær og mun standa fram á sunnudag. Mikið er af fallegum einkaflugvélum eru á svæðinu, stórar og smáar. Hátíðin er fjölskylduhátíð og er einkar vegleg í ár í tilefni af 100 ára afmæli flugsins. Í gærkvöldi fór fram lendingarkeppni á vellinum þar sem ýmis flott tilþrif sáust. „Menn fagna öllu flugi og allt sem getur komist á loft verður á flugi hérna um helgina. Það er mikið af áhugamönnum, sem hafa sett stefnuna hingað og ætla að tjalda hérna og vera með okkur núna um helgina og fylgjast með Íslandsmeistaramótinu núna í vikunni,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands og bætir við: „Hér er rjóminn af íslenska flugflotanum, lang flottustu vélarnar, nýjustu og elstu vélarnar til jafns. Þetta er staðurinn til að koma á ef menn vilja sjá fallegar flugvélar.“Gírókopter flugvélin vekur sérstaka athygli á Hellu, sem líkist þyrlu en er þó ekki þyrla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ein vél vekur sérstaka athygli á Hellu, lítil þyrla, sem er þó ekki þyrla. „Þetta er gírókopter, hún tekur á loft eins og flugvél en flýgur eins og þyrla og lendir eins og þyrla og lending á þessari vél er eins og nauðlending á þyrlu, þannig að hver einasta lending er eins og nauðlending á þyrlu, þetta er mjög skemmtilegt leikfang,“ segir Óli Öder, annar eigandi vélarinnar. „Þegar það er vont veður þá dúar hún eins og maður sé í vatnsrúmi. Það er langt síðan að ég varð skíthræddur í þessu, þetta er svo skemmtilegt,“ bætir Óli við.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira