ESPN og fleiri bandarískir fjölmiðlar segja frá því að Shaun Livingston hafi verið látinn fara frá Golden State og geti nú leitað sér að nýju liði. Livingston er 33 ára gamall bakvörður eða lítill framherji.
Livingston bætist því í hóp leikmanna sem hafa verið í fararbroddi hjá meistaraliði Warriors undanfarin ár en fá ekki tækifæri til að spila með liðinu í nýju höllinni í San Francisco.
Warriors are waiving Shaun Livingston, per @wojespn.
It’s been one long journey, but he's determined to continue playing. pic.twitter.com/sMrjO8Kn49
— ESPN (@espn) July 10, 2019
Shaun Livingston var lykilmaður í þremur NBA-titlum Golden State Warriors. Liðið hefur nú misst þrjá öfluga leikmenn í þeim Kevin Durant, Andre Iguodala og nú Livingston. Durant hafnaði hámarkssamning en Iguodala var skipti til Memphis Grizzlies.
Golden State mun með þessu spara sér pening. Shaun Livingston átti að fá sjö milljón dollara fyrir þetta tímabil en var aðeins öruggur með tvær milljónir. Golden State mun síðan dreifa þessum tveimur milljónum á næstu þrjú tímabil til að búa til meira pláss undir launaþakinu.
ESPN story on Warriors waiving Shaun Livingston, who joins a pool of free agents in marketplace of contenders searching for championship experience. https://t.co/gHY3C48cQz
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 10, 2019
Saga Shaun Livingston er líka stórmerkileg því hann kom til baka eftir skelfileg hnémeiðsli sem hann varð fyrir 22 ára gamall. Hann þurfti þriggja mánaða endurhæfingu aðeins til að geta gengið á ný.
Shaun Livingston komst hins vegar aftur í NBA deildina og flakkaði á milli liða á næstu árum þar til að hann samdi við Golden State Warriors sjö árum eftir meiðslin.
Shaun Livingston er nú að leita sér að nýju félagi því hann ætlar ekki að hætta að spila í NBA-deildinni.