Krakkarnir keppa í kökuskreytingakeppni á Unglingalandsmótinu í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2019 17:45 Einbeiting skín úr andliti þessarar stelpu sem keppti á Unglingalandsmótinu í fyrra. Mynd/UMFÍ Unglingalandsmóti UMFÍ í ár fer fram á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Þar er alltaf boðið upp á skemmtilegar og öðruvísi íþróttagreinar og það er engin breyting á því í ár. „Margir þátttakendur í kökuskreytingakeppninni leggja sig alla fram, koma með eigin matarlit og hafa skorið út úr sykurmassa. Það má koma með ýmislegt í keppnina, eigið skraut og fleira,“ segir Þórdís Þórsdóttir, sérgreinastjóri í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ, í fréttatilkynningu frá UMFÍ. Keppni í kökuskreytingum var ein af nýju greinunum sem boðið var upp á í fyrsta sinn á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum árið 2017. Greinin sló í gegn og fjölmenntu metnaðarfullir þátttakendur á aldrinum 11-18 ára í keppnina. Aftur var keppt í kökuskreytingum í Þorlákshöfn í fyrra og nú um verslunarmannahelgina á Höfn. Þátttakendur leggja margir ekki aðeins metnað í kökuskreytingarnar heldur mæta líka margir í flottum búningum. Þemað í kökuskreytingakeppninni í ár er í samræmi við Hornafjörð en keppendur eiga að vinna með jökla.Þórdís Þórsdóttir, sérgreinastjóri í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ.Mynd/UMFÍ„Það verður allt lagt í flotta skreytingu,“ segir Þórdís sérgreinastjóri. „Þátttakendur fá tvo kökubotna hjá okkur en hafa verið að kanna hvort þau megi koma með aukabotn til að hækka kökurnar. Ég er að skoða það því ég tek undir með þeim að sumar kökur líta betur út þegar þær eru hærri.“ Þórdís er sjálf reynslubolti í kökuskreytingum og kenndi heimilisfræði í grunnskólanum á Höfn. „Ég baka mínar kökur sjálf og hef ástríðu fyrir því að skreyta kökur. Ég hef gerð þær margar og eru ánægðust með Barbie-kökur, sem eru líka erfiðustu kökurnar sem ég hef gert,“ segir hún.Mynd/UMFÍÞátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ þurfa hvorki að vera skráðir í ungmenna- né íþróttafélag. Ef viðkomandi vill taka þátt í hópíþrótt, knattspyrnu, körfubolta eða annarri grein en er ekki í liði þá er hann eða hún sett í lið með jafnöldum sínum víða að frá landinu. Með þessu móti er mótið vettvangur nýrra kynna og gleði þar sem allir hafa kost á að njóta þess að taka þátt í íþróttum og hreyfingu. Á mótinu er boðið upp á keppni í fjölmörgum greinum. Þær eru biathlon, sem margir þekkja sem hlaupaskotfimi, bogfimi, fimleikalíf og fimleikar, frisbígolf, frjálsar íþróttir, íþróttir fatlaðra, glíma, golf, götuhjólreiðar, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, motocross, pílukast, skák, stafsetning, strandblak, strandhandbolti, sund og upplestur. Heilmikið verður í boði á Höfn alla mótsdagana. Öll kvöld verða svo tónleikar í samkomutjaldi við sundlaugina á Höfn. Þar koma fram DJ Sura, Úlfur Úlfur, Salka Sól, Briét, Daði Freyr, GDRN og Una Stef & The SP 74. Íþróttir Krakkar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Unglingalandsmóti UMFÍ í ár fer fram á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Þar er alltaf boðið upp á skemmtilegar og öðruvísi íþróttagreinar og það er engin breyting á því í ár. „Margir þátttakendur í kökuskreytingakeppninni leggja sig alla fram, koma með eigin matarlit og hafa skorið út úr sykurmassa. Það má koma með ýmislegt í keppnina, eigið skraut og fleira,“ segir Þórdís Þórsdóttir, sérgreinastjóri í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ, í fréttatilkynningu frá UMFÍ. Keppni í kökuskreytingum var ein af nýju greinunum sem boðið var upp á í fyrsta sinn á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum árið 2017. Greinin sló í gegn og fjölmenntu metnaðarfullir þátttakendur á aldrinum 11-18 ára í keppnina. Aftur var keppt í kökuskreytingum í Þorlákshöfn í fyrra og nú um verslunarmannahelgina á Höfn. Þátttakendur leggja margir ekki aðeins metnað í kökuskreytingarnar heldur mæta líka margir í flottum búningum. Þemað í kökuskreytingakeppninni í ár er í samræmi við Hornafjörð en keppendur eiga að vinna með jökla.Þórdís Þórsdóttir, sérgreinastjóri í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ.Mynd/UMFÍ„Það verður allt lagt í flotta skreytingu,“ segir Þórdís sérgreinastjóri. „Þátttakendur fá tvo kökubotna hjá okkur en hafa verið að kanna hvort þau megi koma með aukabotn til að hækka kökurnar. Ég er að skoða það því ég tek undir með þeim að sumar kökur líta betur út þegar þær eru hærri.“ Þórdís er sjálf reynslubolti í kökuskreytingum og kenndi heimilisfræði í grunnskólanum á Höfn. „Ég baka mínar kökur sjálf og hef ástríðu fyrir því að skreyta kökur. Ég hef gerð þær margar og eru ánægðust með Barbie-kökur, sem eru líka erfiðustu kökurnar sem ég hef gert,“ segir hún.Mynd/UMFÍÞátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ þurfa hvorki að vera skráðir í ungmenna- né íþróttafélag. Ef viðkomandi vill taka þátt í hópíþrótt, knattspyrnu, körfubolta eða annarri grein en er ekki í liði þá er hann eða hún sett í lið með jafnöldum sínum víða að frá landinu. Með þessu móti er mótið vettvangur nýrra kynna og gleði þar sem allir hafa kost á að njóta þess að taka þátt í íþróttum og hreyfingu. Á mótinu er boðið upp á keppni í fjölmörgum greinum. Þær eru biathlon, sem margir þekkja sem hlaupaskotfimi, bogfimi, fimleikalíf og fimleikar, frisbígolf, frjálsar íþróttir, íþróttir fatlaðra, glíma, golf, götuhjólreiðar, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, motocross, pílukast, skák, stafsetning, strandblak, strandhandbolti, sund og upplestur. Heilmikið verður í boði á Höfn alla mótsdagana. Öll kvöld verða svo tónleikar í samkomutjaldi við sundlaugina á Höfn. Þar koma fram DJ Sura, Úlfur Úlfur, Salka Sól, Briét, Daði Freyr, GDRN og Una Stef & The SP 74.
Íþróttir Krakkar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira