Körfubolti

Fyrsta konan til að troða oftar en einu sinni í Stjörnuleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brittney Griner.
Brittney Griner. Getty/Ethan Miller
Stjörnuleikur WNBA-deildarinnar í körfubolta fór fram um helgina og ólíkt Stjörnuleik karla þá er mikið um troðslur hjá konunum. Ein kona ákvað að breyta því í ár.

Brittney Griner hjá Phoenix Mercury hefur troðið áður í leik í WNBA-deildinni en hún bauð upp á smá troðslusýningu í Stjörnuleiknum í ár.

Griner varð nefnilega fyrsta konan í sögu Stjörnuleiksins sem nær að troða boltanum oftar en einu sinni í sama leiknum. Hún tróð boltanum á endanum þrisvar sinnum í leiknum.





Brittney Griner var komið í mikið stuð eftir fyrstu tvær troðslurnar og síðasta troðsla hennar var tveggja handa auk þess að hún hékk í hringnum á eftir. Það er eitthvað sem menn sjá ekki á hverjum degi í kvennakörfuboltanum.





Brittney Griner var með 16 stig, 9 fráköst og 3 troðslur í þessum leik. Griner er orðin 28 ára gömul en hún er 206 sentímetrar á hæð og 93 kíló. Hún kom inn í WNBA-deildina árið 2013 og hefur alltaf spilað með Phoenix Mercury.

Besti leikmaður Stjörnuleiksins var hins vegar valin Erica Wheeler sem skoraði 25 stig í leiknum þar af setti hún niður sjö þriggja stiga körfur.

Það var mikið um dýrðir í Las Vegas þar sem leikurinn fór fram. Mikla athygli vakti að Kobe Bryant mætti á leikinn ásamt dóttur sinni sem ætlar sér einnig mikið í körfuboltanum.











NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×