Segir að svæsnustu brotin á vinnumarkaði séu í ferðaþjónustunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2019 12:30 Forseti ASÍ segir að svæsnustu brot sem verkalýðshreyfingar sjá á vinnumarkaði sé að finna í ferðaþjónustunni. Hún gagnrýnir hve litla aðkomu verkalýðshreyfingarnar hafi að stefnumótun í ferðaþjónustu í ljósi fjölda brota. Í þættinum Sprengisandi í morgun gagnrýndi forseti ASÍ að verkalýðshreyfingin og fulltrúar vinnandi fólks hafi ekki komið að borðinu við myndun stefnumótunar í ferðaþjónustunni. „Það að fara í stefnumótun í ferðaþjónustu án þess að taka tillit til vinnandi fólks er ekki hægt,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir mikinn tíma fara í að verja réttindi vinnandi fólks í ferðaþjónustunni. „Og i rauninni öll þau svæsnustu brot sem við sjáum á vinnumarkaði kristallast í ferðaþjónustunni,“ sagði Drífa. Hún segir að dæmi um brot séu sjálfboðavinna og misreiknuð laun. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir með Drífu að slík brot eigi ekki að líðast en veltir fyrir sér hvort það sé rétt að brotin séu flest í ferðaþjónustunni. „Ferðaþjónustunni hefur verið stillt upp þannig að það sé þar sem að veigamestu brotin eiga sér stað. Ég veit ekkert hvort að sé rétt í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Við vitum að það eru brot á alls konar vinnulöggjöf á samningum í öllum atvinnugreinum, en er það endilega mest í ferðaþjónustu? Getur þú staðfest það?“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Já, ég get staðfest það,“ sagði Drífa. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þá tölfræði, samanburð á milli atvinnugreina,“ sagði Bjarnheiður. Þá segir Drifa að ekki hafi verið hlustað á fulltrúa vinnandi fólks. „Við höfum ekki fengið þá áheyrn sem okkur finnst við eigum að fá, þegar við erum að lýsa yfir áhyggjum af starfsfólki í ferðaþjónustu,“ sagði Drífa. „Við höfum vissulega veitt ykkur áheyrn og erum alltaf tilbúin til samstarfs og samvinnu eins og ég hef þegar sagt og við höfum þegar tekið upp samstarf og samvinnu við stéttarfélögin þannig að það stendur ekki á okkur og þetta eru algjörlega okkar hagsmunir líka að uppræta brot og ólöglega starfsemi í ferðaþjónustu,“ sagði Bjarnheiður.Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. 24. júlí 2019 14:42 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Forseti ASÍ segir að svæsnustu brot sem verkalýðshreyfingar sjá á vinnumarkaði sé að finna í ferðaþjónustunni. Hún gagnrýnir hve litla aðkomu verkalýðshreyfingarnar hafi að stefnumótun í ferðaþjónustu í ljósi fjölda brota. Í þættinum Sprengisandi í morgun gagnrýndi forseti ASÍ að verkalýðshreyfingin og fulltrúar vinnandi fólks hafi ekki komið að borðinu við myndun stefnumótunar í ferðaþjónustunni. „Það að fara í stefnumótun í ferðaþjónustu án þess að taka tillit til vinnandi fólks er ekki hægt,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir mikinn tíma fara í að verja réttindi vinnandi fólks í ferðaþjónustunni. „Og i rauninni öll þau svæsnustu brot sem við sjáum á vinnumarkaði kristallast í ferðaþjónustunni,“ sagði Drífa. Hún segir að dæmi um brot séu sjálfboðavinna og misreiknuð laun. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir með Drífu að slík brot eigi ekki að líðast en veltir fyrir sér hvort það sé rétt að brotin séu flest í ferðaþjónustunni. „Ferðaþjónustunni hefur verið stillt upp þannig að það sé þar sem að veigamestu brotin eiga sér stað. Ég veit ekkert hvort að sé rétt í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Við vitum að það eru brot á alls konar vinnulöggjöf á samningum í öllum atvinnugreinum, en er það endilega mest í ferðaþjónustu? Getur þú staðfest það?“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Já, ég get staðfest það,“ sagði Drífa. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þá tölfræði, samanburð á milli atvinnugreina,“ sagði Bjarnheiður. Þá segir Drifa að ekki hafi verið hlustað á fulltrúa vinnandi fólks. „Við höfum ekki fengið þá áheyrn sem okkur finnst við eigum að fá, þegar við erum að lýsa yfir áhyggjum af starfsfólki í ferðaþjónustu,“ sagði Drífa. „Við höfum vissulega veitt ykkur áheyrn og erum alltaf tilbúin til samstarfs og samvinnu eins og ég hef þegar sagt og við höfum þegar tekið upp samstarf og samvinnu við stéttarfélögin þannig að það stendur ekki á okkur og þetta eru algjörlega okkar hagsmunir líka að uppræta brot og ólöglega starfsemi í ferðaþjónustu,“ sagði Bjarnheiður.Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. 24. júlí 2019 14:42 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
„Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. 24. júlí 2019 14:42