Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júlí 2019 07:30 Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Fréttablaðið/Eyþór. Eins og greint var frá fyrr í sumar leigði Icelandair fimm þotur af gerðinni Airbus 319 með áhöfn erlendis frá. Var það gert eftir að Boeing 737 MAX þotur voru kyrrsettar eftir tvö slys. Nýlega gaf Icelandair það út að leigan yrði framlengd til októberloka. Lea Gestsdóttir Gayet, hjá samskiptasviði félagsins, segir að það verði gert í góðri samvinnu við stéttarfélög. Samkvæmt formönnum þeirra er hins vegar óvíst hvort frekari undanþágur frá kjarasamningum verði veittar. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að félagið hafi veitt tímabundna undanþágu á forgangsréttarákvæði kjarasamnings. Þessi undanþága var veitt út ágústmánuð og aðeins fyrir eina vél. „Þær aðstæður sem uppi eru í flugheiminum í dag eru fordæmalausar og þegar stjórnin samþykkti þetta var verið að bjarga þeim hagsmunum sem hægt var að bjarga,“ segir Berglind. „Við óskuðum eftir því að þeir myndu taka inn starfsmenn sem væru nú þegar með réttindi á Airbus. Þeir sögðu að það væri ekki hægt þar sem þetta væri mjög skammur leigusamningur.“Boeing 737 MAX þotur Icelandair hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan marsmánuð. Fréttablaðið/Anton BrinkBerglind segist ekki geta svarað því á þessari stundu hvort félagið muni veita frekari undanþágur frá kjarasamningum verði þess óskað. Það sé ákvörðun sem yrði að vera tekin af stjórn þegar svo bæri undir og í samráði við félagsmenn. Í Flugfreyjufélagi Íslands eru rúmlega 1.700 félagsmenn. Um 35 prósent þeirra voru starfsmenn WOW air sem gera tæplega 600 manns. Berglind hefur ekki upplýsingar um hversu margir flugþjónar séu nú án atvinnu eða hafi horfið til annarra starfa. Hvað varðar FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, segir Örnólfur Jónsson formaður að undanþágur hafi verið veittar í vor. Ekki hafi verið hægt að leigja án áhafna með svo stuttum fyrirvara. Örnólfur segir að Icelandair hafi beðið um frekari undanþágur á sumum vélum. En sú umræða eigi eftir að fara fram innan félagsins. „Það á eftir að koma í ljós hvernig við bregðumst við. Við erum með fólk sem er að lenda í uppsögnum á þessum tíma. Það er alltaf erfiðara að verða við slíkum beiðnum þegar komið er fram á haustið,“ segir hann. „Það yrði þá ekki gert til langs tíma, sérstaklega þegar við erum með okkar fólk í uppsögn.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í sumar leigði Icelandair fimm þotur af gerðinni Airbus 319 með áhöfn erlendis frá. Var það gert eftir að Boeing 737 MAX þotur voru kyrrsettar eftir tvö slys. Nýlega gaf Icelandair það út að leigan yrði framlengd til októberloka. Lea Gestsdóttir Gayet, hjá samskiptasviði félagsins, segir að það verði gert í góðri samvinnu við stéttarfélög. Samkvæmt formönnum þeirra er hins vegar óvíst hvort frekari undanþágur frá kjarasamningum verði veittar. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að félagið hafi veitt tímabundna undanþágu á forgangsréttarákvæði kjarasamnings. Þessi undanþága var veitt út ágústmánuð og aðeins fyrir eina vél. „Þær aðstæður sem uppi eru í flugheiminum í dag eru fordæmalausar og þegar stjórnin samþykkti þetta var verið að bjarga þeim hagsmunum sem hægt var að bjarga,“ segir Berglind. „Við óskuðum eftir því að þeir myndu taka inn starfsmenn sem væru nú þegar með réttindi á Airbus. Þeir sögðu að það væri ekki hægt þar sem þetta væri mjög skammur leigusamningur.“Boeing 737 MAX þotur Icelandair hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan marsmánuð. Fréttablaðið/Anton BrinkBerglind segist ekki geta svarað því á þessari stundu hvort félagið muni veita frekari undanþágur frá kjarasamningum verði þess óskað. Það sé ákvörðun sem yrði að vera tekin af stjórn þegar svo bæri undir og í samráði við félagsmenn. Í Flugfreyjufélagi Íslands eru rúmlega 1.700 félagsmenn. Um 35 prósent þeirra voru starfsmenn WOW air sem gera tæplega 600 manns. Berglind hefur ekki upplýsingar um hversu margir flugþjónar séu nú án atvinnu eða hafi horfið til annarra starfa. Hvað varðar FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, segir Örnólfur Jónsson formaður að undanþágur hafi verið veittar í vor. Ekki hafi verið hægt að leigja án áhafna með svo stuttum fyrirvara. Örnólfur segir að Icelandair hafi beðið um frekari undanþágur á sumum vélum. En sú umræða eigi eftir að fara fram innan félagsins. „Það á eftir að koma í ljós hvernig við bregðumst við. Við erum með fólk sem er að lenda í uppsögnum á þessum tíma. Það er alltaf erfiðara að verða við slíkum beiðnum þegar komið er fram á haustið,“ segir hann. „Það yrði þá ekki gert til langs tíma, sérstaklega þegar við erum með okkar fólk í uppsögn.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31
Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41