Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júlí 2019 07:30 Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Fréttablaðið/Eyþór. Eins og greint var frá fyrr í sumar leigði Icelandair fimm þotur af gerðinni Airbus 319 með áhöfn erlendis frá. Var það gert eftir að Boeing 737 MAX þotur voru kyrrsettar eftir tvö slys. Nýlega gaf Icelandair það út að leigan yrði framlengd til októberloka. Lea Gestsdóttir Gayet, hjá samskiptasviði félagsins, segir að það verði gert í góðri samvinnu við stéttarfélög. Samkvæmt formönnum þeirra er hins vegar óvíst hvort frekari undanþágur frá kjarasamningum verði veittar. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að félagið hafi veitt tímabundna undanþágu á forgangsréttarákvæði kjarasamnings. Þessi undanþága var veitt út ágústmánuð og aðeins fyrir eina vél. „Þær aðstæður sem uppi eru í flugheiminum í dag eru fordæmalausar og þegar stjórnin samþykkti þetta var verið að bjarga þeim hagsmunum sem hægt var að bjarga,“ segir Berglind. „Við óskuðum eftir því að þeir myndu taka inn starfsmenn sem væru nú þegar með réttindi á Airbus. Þeir sögðu að það væri ekki hægt þar sem þetta væri mjög skammur leigusamningur.“Boeing 737 MAX þotur Icelandair hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan marsmánuð. Fréttablaðið/Anton BrinkBerglind segist ekki geta svarað því á þessari stundu hvort félagið muni veita frekari undanþágur frá kjarasamningum verði þess óskað. Það sé ákvörðun sem yrði að vera tekin af stjórn þegar svo bæri undir og í samráði við félagsmenn. Í Flugfreyjufélagi Íslands eru rúmlega 1.700 félagsmenn. Um 35 prósent þeirra voru starfsmenn WOW air sem gera tæplega 600 manns. Berglind hefur ekki upplýsingar um hversu margir flugþjónar séu nú án atvinnu eða hafi horfið til annarra starfa. Hvað varðar FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, segir Örnólfur Jónsson formaður að undanþágur hafi verið veittar í vor. Ekki hafi verið hægt að leigja án áhafna með svo stuttum fyrirvara. Örnólfur segir að Icelandair hafi beðið um frekari undanþágur á sumum vélum. En sú umræða eigi eftir að fara fram innan félagsins. „Það á eftir að koma í ljós hvernig við bregðumst við. Við erum með fólk sem er að lenda í uppsögnum á þessum tíma. Það er alltaf erfiðara að verða við slíkum beiðnum þegar komið er fram á haustið,“ segir hann. „Það yrði þá ekki gert til langs tíma, sérstaklega þegar við erum með okkar fólk í uppsögn.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í sumar leigði Icelandair fimm þotur af gerðinni Airbus 319 með áhöfn erlendis frá. Var það gert eftir að Boeing 737 MAX þotur voru kyrrsettar eftir tvö slys. Nýlega gaf Icelandair það út að leigan yrði framlengd til októberloka. Lea Gestsdóttir Gayet, hjá samskiptasviði félagsins, segir að það verði gert í góðri samvinnu við stéttarfélög. Samkvæmt formönnum þeirra er hins vegar óvíst hvort frekari undanþágur frá kjarasamningum verði veittar. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að félagið hafi veitt tímabundna undanþágu á forgangsréttarákvæði kjarasamnings. Þessi undanþága var veitt út ágústmánuð og aðeins fyrir eina vél. „Þær aðstæður sem uppi eru í flugheiminum í dag eru fordæmalausar og þegar stjórnin samþykkti þetta var verið að bjarga þeim hagsmunum sem hægt var að bjarga,“ segir Berglind. „Við óskuðum eftir því að þeir myndu taka inn starfsmenn sem væru nú þegar með réttindi á Airbus. Þeir sögðu að það væri ekki hægt þar sem þetta væri mjög skammur leigusamningur.“Boeing 737 MAX þotur Icelandair hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan marsmánuð. Fréttablaðið/Anton BrinkBerglind segist ekki geta svarað því á þessari stundu hvort félagið muni veita frekari undanþágur frá kjarasamningum verði þess óskað. Það sé ákvörðun sem yrði að vera tekin af stjórn þegar svo bæri undir og í samráði við félagsmenn. Í Flugfreyjufélagi Íslands eru rúmlega 1.700 félagsmenn. Um 35 prósent þeirra voru starfsmenn WOW air sem gera tæplega 600 manns. Berglind hefur ekki upplýsingar um hversu margir flugþjónar séu nú án atvinnu eða hafi horfið til annarra starfa. Hvað varðar FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, segir Örnólfur Jónsson formaður að undanþágur hafi verið veittar í vor. Ekki hafi verið hægt að leigja án áhafna með svo stuttum fyrirvara. Örnólfur segir að Icelandair hafi beðið um frekari undanþágur á sumum vélum. En sú umræða eigi eftir að fara fram innan félagsins. „Það á eftir að koma í ljós hvernig við bregðumst við. Við erum með fólk sem er að lenda í uppsögnum á þessum tíma. Það er alltaf erfiðara að verða við slíkum beiðnum þegar komið er fram á haustið,“ segir hann. „Það yrði þá ekki gert til langs tíma, sérstaklega þegar við erum með okkar fólk í uppsögn.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31
Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41