Fólk svangt en engar matarúthlutanir Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 27. júlí 2019 07:15 Opið er hjá Hjálparstofnun kirkjunnar í allt sumar. Fréttablaðið/GVA „Þetta er alveg hræðilegt ástand,“ segir Áslaug Guðný Jónsdóttir, stjórnandi hópsins Matarhjálp Neyðarkall á Facebook. Í hópnum eru rúmlega 3.600 manns sem ýmist vanhagar um mat og aðrar nauðsynjar eða vilja hjálpa þeim sem þangað leita. „Við tengjum saman fólk sem vantar hjálp og þá sem vilja hjálpa,“ segir Áslaug. Fólk getur óskað eftir hjálp á síðunni og þeir sem vilja hjálpa geta sett sig í samband við þann sem hjálpina vantar. „Svo getur fólk einnig haft samband við mig því það eru margir sem hreinlega hafa ekki kjark til að koma fram undir nafni og biðja um hjálp.“ „Það nær engri átt að hafa lokað í tvo mánuði,“ segir Áslaug, en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp hafa lokað fyrir matarúthlutanir hluta sumars. „Við erum nú þegar búin að hjálpa um 40 fjölskyldum um mat og nauðsynjar en ég er enn þá með átta fjölskyldur á skrá,“ bætir Áslaug við. Hún segir að flesta vanti mat en dæmi séu um fjölskyldur sem ekki geti leyst út lyf úr apótekum og eigi ekki föt á börnin. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, hefur starfað hjá samtökunum í sextán ár og er þetta í fyrsta sinn sem lokað er yfir sumartímann. „Við verðum að loka í átta vikur í júlí og ágúst,“ segir Ásgerður. Ástæðuna segir hún vera fjárhag samtakanna. „Við erum að borga hátt í 1.200 þúsund krónur í húsaleigu bæði hér í Reykjavík og á Reykjanesi. Nú er staðan bara þannig að við sáum okkur ekki fært að vera með opið í júlí og ágúst, bara því miður. Auðvitað finnst okkur þetta mjög leiðinlegt og mjög sárt,“ segir Ásgerður. Mæðrastyrksnefnd er lokuð frá 20. júní til 20. ágúst og hefur frá upphafi verið lokað þar yfir sumartímann. „Þetta er sumarfríið okkar,“ segir Aðalheiður Fransdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Bæði Ásgerður og Aðalheiður eru sammála um að mikið sé um að fólki vanhagi um mat og aðrar nauðsynjar og bendir Ásgerður á að opið sé á flóamarkaði Fjölskylduhjálpar þar sem hægt sé að kaupa föt og aðrar vörur á lágu verði. Aðalheiður segir að mikil þörf sé á hjálp fyrir ákveðinn hóp fólks og að þrátt fyrir lokanir sé reynt að sinna skjólstæðingum. „Við svörum öllum símtölum og ef það er eitthvað sem er áríðandi þá afgreiðum við það,“ segir Aðalheiður. Fólk í neyð getur leitað til Hjálparstofnunar kirkjunnar og fengið þar kort sem nota má í stórmörkuðum landsins. „Það er aldrei lokað á sumrin hjá okkur,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Forgangsröðunin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu eru barnafjölskyldur númer eitt en þar sem engin önnur hjálparsamtök eru þá færðu aðstoð hjá okkur ef þú uppfyllir öll skilyrði,“ segir Vilborg. „Við erum að horfa alltaf á tekjur og útgjöld, fólk getur ekki bara labbað inn til okkar og fengið aðstoð, það þarf að uppfylla ákveðnar forsendur.“ Opið er fyrir umsóknir um aðstoð alla miðvikudaga hjá Hjálparstarfi kirkjunnar á milli klukkan 12 og 16. Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Sjá meira
„Þetta er alveg hræðilegt ástand,“ segir Áslaug Guðný Jónsdóttir, stjórnandi hópsins Matarhjálp Neyðarkall á Facebook. Í hópnum eru rúmlega 3.600 manns sem ýmist vanhagar um mat og aðrar nauðsynjar eða vilja hjálpa þeim sem þangað leita. „Við tengjum saman fólk sem vantar hjálp og þá sem vilja hjálpa,“ segir Áslaug. Fólk getur óskað eftir hjálp á síðunni og þeir sem vilja hjálpa geta sett sig í samband við þann sem hjálpina vantar. „Svo getur fólk einnig haft samband við mig því það eru margir sem hreinlega hafa ekki kjark til að koma fram undir nafni og biðja um hjálp.“ „Það nær engri átt að hafa lokað í tvo mánuði,“ segir Áslaug, en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp hafa lokað fyrir matarúthlutanir hluta sumars. „Við erum nú þegar búin að hjálpa um 40 fjölskyldum um mat og nauðsynjar en ég er enn þá með átta fjölskyldur á skrá,“ bætir Áslaug við. Hún segir að flesta vanti mat en dæmi séu um fjölskyldur sem ekki geti leyst út lyf úr apótekum og eigi ekki föt á börnin. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, hefur starfað hjá samtökunum í sextán ár og er þetta í fyrsta sinn sem lokað er yfir sumartímann. „Við verðum að loka í átta vikur í júlí og ágúst,“ segir Ásgerður. Ástæðuna segir hún vera fjárhag samtakanna. „Við erum að borga hátt í 1.200 þúsund krónur í húsaleigu bæði hér í Reykjavík og á Reykjanesi. Nú er staðan bara þannig að við sáum okkur ekki fært að vera með opið í júlí og ágúst, bara því miður. Auðvitað finnst okkur þetta mjög leiðinlegt og mjög sárt,“ segir Ásgerður. Mæðrastyrksnefnd er lokuð frá 20. júní til 20. ágúst og hefur frá upphafi verið lokað þar yfir sumartímann. „Þetta er sumarfríið okkar,“ segir Aðalheiður Fransdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Bæði Ásgerður og Aðalheiður eru sammála um að mikið sé um að fólki vanhagi um mat og aðrar nauðsynjar og bendir Ásgerður á að opið sé á flóamarkaði Fjölskylduhjálpar þar sem hægt sé að kaupa föt og aðrar vörur á lágu verði. Aðalheiður segir að mikil þörf sé á hjálp fyrir ákveðinn hóp fólks og að þrátt fyrir lokanir sé reynt að sinna skjólstæðingum. „Við svörum öllum símtölum og ef það er eitthvað sem er áríðandi þá afgreiðum við það,“ segir Aðalheiður. Fólk í neyð getur leitað til Hjálparstofnunar kirkjunnar og fengið þar kort sem nota má í stórmörkuðum landsins. „Það er aldrei lokað á sumrin hjá okkur,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Forgangsröðunin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu eru barnafjölskyldur númer eitt en þar sem engin önnur hjálparsamtök eru þá færðu aðstoð hjá okkur ef þú uppfyllir öll skilyrði,“ segir Vilborg. „Við erum að horfa alltaf á tekjur og útgjöld, fólk getur ekki bara labbað inn til okkar og fengið aðstoð, það þarf að uppfylla ákveðnar forsendur.“ Opið er fyrir umsóknir um aðstoð alla miðvikudaga hjá Hjálparstarfi kirkjunnar á milli klukkan 12 og 16.
Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Sjá meira