Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð rúmir fjórir mánuðir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. júlí 2019 15:00 Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans. Skjáskot/Stöð 2 Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. Lengst er biðin í liðskipta- og offituaðgerðir eða sex til átta mánuðir. Í vikunni hefur verið fjallað um alvarlegt ástand sem skapast hefur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en það sem af er ári hefur hjartaskurðaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum. Ástæðan er skortur á gjörgæslurýmum og stafar sá skortur aðallega af vöntun á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Sjúklingar hafa þurft að bíða í hátt í fjörutíu daga eftir aðgerð en það er talsvert lengri tími en öruggt er talið. Ástandið á hjarta- og lungnadeild fer batnandi að sögn Vigdísar Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs spítalans. Hjúkrunarfræðingar hafa tekið á sig mikla aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Í samræmi við tilmæli Landlæknis eiga sjúklingar ekki að bíða lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð en langir biðlistar eiga við um fleiri aðgerðir á spítalanum. Meðtalbiðtíminn er lengri en viðmið Landlæknis segja til um, eða 4,3 mánuðir. Vigdís segir að flestar sérgreinar nái þó að veita þjónustu innan viðmiðanna. „En í ákveðnum aðgerðaflokkum hefur það ekki alveg tekist. Þar eru til dæmis liðskiptaaðgerðirnar dæmi, okkur hefur ekki gengið alveg nógu vel þar, og líka offituaðgerðir. Þar bíða sjúklingar kannski upp undir hálft ár eftir því að komast í aðgerð.“ Bið eftir liðskiptaaðgerð eftir að sjúklingur er komin á biðlista sé um 6 til 8 mánuðir. Þá sé biðtími eftir augnsteinaaðgerð vel innan við þrjá mánuðir. Vigdís segir að krabbameinsaðgerðir séu í forgangi. „Biðtíminn þar er svona tvær til fjórar vikur. Þá er oft verið að nýta glugga í meðferð sjúklinga til að taka þá í aðgerð og það hefur gengið vel.“ Vigdís segir að stöðugt sé unnið að því að stytta biðtímann eftir aðgerð. Það þurfi að fjölga hjúkrunarfræðingum, bæði á gjörgæslu og á legudeildunum. „Við höfum þurft að loka plássum á legudeildunum okkar líka og það gerir það að verkum að þessi samhangandi keðja sem skurðaðgerðarferlið er gengur ekki alltaf upp.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. Lengst er biðin í liðskipta- og offituaðgerðir eða sex til átta mánuðir. Í vikunni hefur verið fjallað um alvarlegt ástand sem skapast hefur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en það sem af er ári hefur hjartaskurðaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum. Ástæðan er skortur á gjörgæslurýmum og stafar sá skortur aðallega af vöntun á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Sjúklingar hafa þurft að bíða í hátt í fjörutíu daga eftir aðgerð en það er talsvert lengri tími en öruggt er talið. Ástandið á hjarta- og lungnadeild fer batnandi að sögn Vigdísar Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs spítalans. Hjúkrunarfræðingar hafa tekið á sig mikla aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Í samræmi við tilmæli Landlæknis eiga sjúklingar ekki að bíða lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð en langir biðlistar eiga við um fleiri aðgerðir á spítalanum. Meðtalbiðtíminn er lengri en viðmið Landlæknis segja til um, eða 4,3 mánuðir. Vigdís segir að flestar sérgreinar nái þó að veita þjónustu innan viðmiðanna. „En í ákveðnum aðgerðaflokkum hefur það ekki alveg tekist. Þar eru til dæmis liðskiptaaðgerðirnar dæmi, okkur hefur ekki gengið alveg nógu vel þar, og líka offituaðgerðir. Þar bíða sjúklingar kannski upp undir hálft ár eftir því að komast í aðgerð.“ Bið eftir liðskiptaaðgerð eftir að sjúklingur er komin á biðlista sé um 6 til 8 mánuðir. Þá sé biðtími eftir augnsteinaaðgerð vel innan við þrjá mánuðir. Vigdís segir að krabbameinsaðgerðir séu í forgangi. „Biðtíminn þar er svona tvær til fjórar vikur. Þá er oft verið að nýta glugga í meðferð sjúklinga til að taka þá í aðgerð og það hefur gengið vel.“ Vigdís segir að stöðugt sé unnið að því að stytta biðtímann eftir aðgerð. Það þurfi að fjölga hjúkrunarfræðingum, bæði á gjörgæslu og á legudeildunum. „Við höfum þurft að loka plássum á legudeildunum okkar líka og það gerir það að verkum að þessi samhangandi keðja sem skurðaðgerðarferlið er gengur ekki alltaf upp.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira