Veitingaskáli á Myrká heima hjá frægasta draugi Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júlí 2019 21:11 Oddgeir Sigurjónsson er bóndi á Myrká en einnig heilbrigðisfulltrúi og ostagerðarmeistari. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hverjum gæti dottið í hug að byggja upp ferðaþjónustu á grunni draugasögu? Jú, bændunum á Myrká í Hörgárdal þar sem frægasti draugur Íslands, djákninn á Myrká, ásótti Guðrúnu forðum og kallaði Garúnu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Bærinn Myrká er í framanverðum Hörgárdal, handan við Hraundranga. Þar voru áður kirkja og prestssetur og kirkjugarðurinn er enn notaður.Frá Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þegar menn heyra um Myrká kemur þó eflaust fyrst upp í hugann draugurinn magnaði og núna áforma bændur að gera út á frægð hans. Oddgeir Sigurjónsson bóndi og ostagerðarmeistari byrjar á því að sýna okkur stein allmikinn, sem stendur utan kirkjugarðs, en undir honum er sagt að djákninn hvíli.Djákninn er sagður hvíla undir þessum steini, utan kirkjugarðs.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í þjóðsögunni, sko. Já, drengur minn, hér var hann settur. Það var ekki hægt að setja hann innan garðs því að hann gekk aftur.“ Oddgeir og kona hans, Áslaug Stefánsdóttir, keyptu Myrká fyrir sex árum. Þau reka þar sauðfjárbú en Oddgeir starfar jafnframt sem heilbrigðisfulltrúi. En er fólk að koma að Myrká vegna draugasögunnar?Skyldu ferðamenn þora heim að Myrká?Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, mikið. Það er þó nokkuð mikil traffík út af því. Fólk kemur og spyr um raunveruleikann og vill gjarnan forvitnast meira,“ segir Oddgeir. Djákninn á Myrká átti að hafa drukknað í Hörgá litlu fyrir jól á heimleið frá ástkonu sinni, Guðrúnu, vinnukonu prestsins á Bægisá, en hún vissi ekki af slysinu þegar hann vildi næst ná fundum hennar á aðfangadag. Hann var þá genginn aftur og gat ekki sagt kristilegt nafn hennar. Því mælti hann „Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. Hér er sagan um djáknann á Myrká.Áslaug Stefánsdóttir í veitingasalnum á Myrká.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En núna er búið að innrétta veitingasal á Myrká og Áslaug húsfreyja segist hafa byrjað á að fá hópa hestamanna. „Ég er að stefna bara að því að hafa svona litla hópa sem gætu komið og þegið einhverjar smáveitingar, - bara þannig að ég stjórni því samt sjálf.“ -Er Myrká góður staður til að gera út á ferðamenn og kannski hestamenn? „Það á eftir að koma í ljós,“ svarar Áslaug og brosir.Veitingasalurinn er í útihúsunum til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þjóðsögunni bjargaði Guðrún sér frá draugnum með því að hringja kirkjuklukkunni. Myrkárbændur óttast hann þó ekki. „Þetta er mjög vingjarnlegur draugur í okkar huga, þó að hann hafi ekki verið það á þeim tíma, miðað við lýsingar. En hann kemur óskaplega vel fram við okkur,“ segir Oddgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Einu sinni var... Ferðamennska á Íslandi Hörgársveit Landbúnaður Næturgestir Tengdar fréttir Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. 23. febrúar 2014 20:00 Svala skíthrædd í fyrsta þættinum Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson fara af stað með nýjan þátt á mánudagskvöldið á Stöð 2 og nefnist þátturinn Næturgestir. 3. maí 2019 13:30 Reimleikinn í Hvítárnesi: Sparkað úr rúminu og greinilegt kvenmannsandlit í eldhúsglugganum Ekkert lát er á reimleikanum í Hvítárnesskála. 20. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Hverjum gæti dottið í hug að byggja upp ferðaþjónustu á grunni draugasögu? Jú, bændunum á Myrká í Hörgárdal þar sem frægasti draugur Íslands, djákninn á Myrká, ásótti Guðrúnu forðum og kallaði Garúnu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Bærinn Myrká er í framanverðum Hörgárdal, handan við Hraundranga. Þar voru áður kirkja og prestssetur og kirkjugarðurinn er enn notaður.Frá Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þegar menn heyra um Myrká kemur þó eflaust fyrst upp í hugann draugurinn magnaði og núna áforma bændur að gera út á frægð hans. Oddgeir Sigurjónsson bóndi og ostagerðarmeistari byrjar á því að sýna okkur stein allmikinn, sem stendur utan kirkjugarðs, en undir honum er sagt að djákninn hvíli.Djákninn er sagður hvíla undir þessum steini, utan kirkjugarðs.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í þjóðsögunni, sko. Já, drengur minn, hér var hann settur. Það var ekki hægt að setja hann innan garðs því að hann gekk aftur.“ Oddgeir og kona hans, Áslaug Stefánsdóttir, keyptu Myrká fyrir sex árum. Þau reka þar sauðfjárbú en Oddgeir starfar jafnframt sem heilbrigðisfulltrúi. En er fólk að koma að Myrká vegna draugasögunnar?Skyldu ferðamenn þora heim að Myrká?Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, mikið. Það er þó nokkuð mikil traffík út af því. Fólk kemur og spyr um raunveruleikann og vill gjarnan forvitnast meira,“ segir Oddgeir. Djákninn á Myrká átti að hafa drukknað í Hörgá litlu fyrir jól á heimleið frá ástkonu sinni, Guðrúnu, vinnukonu prestsins á Bægisá, en hún vissi ekki af slysinu þegar hann vildi næst ná fundum hennar á aðfangadag. Hann var þá genginn aftur og gat ekki sagt kristilegt nafn hennar. Því mælti hann „Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. Hér er sagan um djáknann á Myrká.Áslaug Stefánsdóttir í veitingasalnum á Myrká.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En núna er búið að innrétta veitingasal á Myrká og Áslaug húsfreyja segist hafa byrjað á að fá hópa hestamanna. „Ég er að stefna bara að því að hafa svona litla hópa sem gætu komið og þegið einhverjar smáveitingar, - bara þannig að ég stjórni því samt sjálf.“ -Er Myrká góður staður til að gera út á ferðamenn og kannski hestamenn? „Það á eftir að koma í ljós,“ svarar Áslaug og brosir.Veitingasalurinn er í útihúsunum til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þjóðsögunni bjargaði Guðrún sér frá draugnum með því að hringja kirkjuklukkunni. Myrkárbændur óttast hann þó ekki. „Þetta er mjög vingjarnlegur draugur í okkar huga, þó að hann hafi ekki verið það á þeim tíma, miðað við lýsingar. En hann kemur óskaplega vel fram við okkur,“ segir Oddgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Einu sinni var... Ferðamennska á Íslandi Hörgársveit Landbúnaður Næturgestir Tengdar fréttir Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. 23. febrúar 2014 20:00 Svala skíthrædd í fyrsta þættinum Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson fara af stað með nýjan þátt á mánudagskvöldið á Stöð 2 og nefnist þátturinn Næturgestir. 3. maí 2019 13:30 Reimleikinn í Hvítárnesi: Sparkað úr rúminu og greinilegt kvenmannsandlit í eldhúsglugganum Ekkert lát er á reimleikanum í Hvítárnesskála. 20. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. 23. febrúar 2014 20:00
Svala skíthrædd í fyrsta þættinum Þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Eyþórsson fara af stað með nýjan þátt á mánudagskvöldið á Stöð 2 og nefnist þátturinn Næturgestir. 3. maí 2019 13:30
Reimleikinn í Hvítárnesi: Sparkað úr rúminu og greinilegt kvenmannsandlit í eldhúsglugganum Ekkert lát er á reimleikanum í Hvítárnesskála. 20. febrúar 2015 15:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda