Gera líkamann að yfirlýsingu Sólrún Freyja Sen skrifar 25. júlí 2019 09:00 Tilgangurinn með varningnum er að styðja við málstað Druslugöngunnar og veita styrk til þolenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nýir bolir og töskur frá skipuleggjendum Druslugöngunnar í ár voru sett í sölu á þriðjudaginn var. Í ár er varningurinn einfaldlega með druslulógóinu og skýrum skilaboðum um málstað göngunnar. Það stendur líka enn til boða að kaupa varning frá því í fyrra. Tilgangurinn með varningnum er að styðja málstað Druslugöngunnar og veita þolendum kynferðisofbeldis og aðstandendum þeirra styrk. Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir að varningurinn snúist um að geta gert líkama sinn að yfirlýsingu. „Manni getur kannski fundist það vera skrýtin nálgun á málstaðinn að selja einhverja boli með lógói eða setningu. En það að klæðast orðunum sem mann langar til að segja, sama hvort maður er þolandi eða aðstandandi, gerir það auðveldara að segja eitthvað. Það er auðveldara að fara í bol með áletruninni „ég er ekki lygari“ heldur en að standa upp á hverjum einasta degi og segja „ég er ekki lygari“.Sækja styrk í fötin Helga tekur eftir að margir þolendur kynferðisofbeldis sækja styrk í að klæðast fötum Druslugöngunnar og að sjá aðra í fötunum. Með því að gera klæðnaðinn vinsælan getur það líka hjálpað til við að setja ákveðin mál á dagskrá. Helga segir að varningurinn geti stuðlað að því að umræðan haldi áfram á milli Druslugangna þar sem fólk getur auðvitað klæðst bolunum og notað töskurnar allan ársins hring. Varningurinn hefur alltaf selst vel að sögn Helgu, sem segir jafnframt að hún sjái kaupendur úr öllum samfélagshópum. „Samt hefur mér oft fundist að ákveðnir hópar leggi of mikla áherslu á klæðnaðinn.“ Miðað við spenninginn sem myndast fyrir varningi Druslugöngunnar mætti halda að tískumerki væri að gefa út nýja línu að sögn Helgu. „Druslugangan á ekki að vera tískumerki. Varningurinn á ekki að taka pláss frá málstaðnum heldur að styðja við hann.“Fólk úr öllum samfélagshópum hefur tileinkað sér varning Druslugöngunnar.Það að klæðast bolunum eða nota töskurnar kallar Helga míní-aktívisma. Það getur gert gott fyrir einstakling, sem burðast með óæskilega skömm vegna kynferðisofbeldis, að sjá einhvern klæðast flík sem sýnir að viðkomandi er með honum í liði. „Það er mjög fallegur míní-aktívismi.“Hannyrðapönk í krosssaumi Í dag verður haldin hannyrðavinnustofa með Sigrúnu Bragadóttur sem er þekkt á Twitter fyrir myllumerkið #bataferlisigrúnar. Undir því merki hefur Sigrún deilt saumuðum yfirlýsingum sem fjalla um eigin bata eftir kynferðisofbeldi. Meðal annars notar Sigrún krosssaum í því ferli. Eftir Klaustursmálið saumaði Sigrún út „húrrandi klikkuð kunta“, orð sem Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, lét falla um Ingu Sæland og gaf Ingu að gjöf. „Hún er svona hannyrðapönkari,“ segir Helga. „Hún er með aktívisma í gegnum hannyrðir og er mikill töffari.“ Tilgangurinn með hannyrðavinnustofunni er að kenna fólki að sauma út yfirlýsingar á boli eða annan fatnað. Í ár leggja skipuleggjendur Druslugöngunnar áherslu á endurnotkun og hvetja fólk til að sauma út eða skrifa á gamla boli orð sem það vill koma á framfæri. „Við höfum alltaf verið með lykilsetningar eins og „ég er ekki drusla“ og „ég er ekki lygari“, en við viljum hvetja fólk til að koma með sína eigin boli og skrifa á þá sjálft. Við erum líka öll með mismunandi hluti sem við viljum segja. En ef fólk finnur það ekki hjá sér og veit ekki hvað það vill segja, þá verðum við með helling af bolum með druslulógóinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Nýir bolir og töskur frá skipuleggjendum Druslugöngunnar í ár voru sett í sölu á þriðjudaginn var. Í ár er varningurinn einfaldlega með druslulógóinu og skýrum skilaboðum um málstað göngunnar. Það stendur líka enn til boða að kaupa varning frá því í fyrra. Tilgangurinn með varningnum er að styðja málstað Druslugöngunnar og veita þolendum kynferðisofbeldis og aðstandendum þeirra styrk. Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir að varningurinn snúist um að geta gert líkama sinn að yfirlýsingu. „Manni getur kannski fundist það vera skrýtin nálgun á málstaðinn að selja einhverja boli með lógói eða setningu. En það að klæðast orðunum sem mann langar til að segja, sama hvort maður er þolandi eða aðstandandi, gerir það auðveldara að segja eitthvað. Það er auðveldara að fara í bol með áletruninni „ég er ekki lygari“ heldur en að standa upp á hverjum einasta degi og segja „ég er ekki lygari“.Sækja styrk í fötin Helga tekur eftir að margir þolendur kynferðisofbeldis sækja styrk í að klæðast fötum Druslugöngunnar og að sjá aðra í fötunum. Með því að gera klæðnaðinn vinsælan getur það líka hjálpað til við að setja ákveðin mál á dagskrá. Helga segir að varningurinn geti stuðlað að því að umræðan haldi áfram á milli Druslugangna þar sem fólk getur auðvitað klæðst bolunum og notað töskurnar allan ársins hring. Varningurinn hefur alltaf selst vel að sögn Helgu, sem segir jafnframt að hún sjái kaupendur úr öllum samfélagshópum. „Samt hefur mér oft fundist að ákveðnir hópar leggi of mikla áherslu á klæðnaðinn.“ Miðað við spenninginn sem myndast fyrir varningi Druslugöngunnar mætti halda að tískumerki væri að gefa út nýja línu að sögn Helgu. „Druslugangan á ekki að vera tískumerki. Varningurinn á ekki að taka pláss frá málstaðnum heldur að styðja við hann.“Fólk úr öllum samfélagshópum hefur tileinkað sér varning Druslugöngunnar.Það að klæðast bolunum eða nota töskurnar kallar Helga míní-aktívisma. Það getur gert gott fyrir einstakling, sem burðast með óæskilega skömm vegna kynferðisofbeldis, að sjá einhvern klæðast flík sem sýnir að viðkomandi er með honum í liði. „Það er mjög fallegur míní-aktívismi.“Hannyrðapönk í krosssaumi Í dag verður haldin hannyrðavinnustofa með Sigrúnu Bragadóttur sem er þekkt á Twitter fyrir myllumerkið #bataferlisigrúnar. Undir því merki hefur Sigrún deilt saumuðum yfirlýsingum sem fjalla um eigin bata eftir kynferðisofbeldi. Meðal annars notar Sigrún krosssaum í því ferli. Eftir Klaustursmálið saumaði Sigrún út „húrrandi klikkuð kunta“, orð sem Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, lét falla um Ingu Sæland og gaf Ingu að gjöf. „Hún er svona hannyrðapönkari,“ segir Helga. „Hún er með aktívisma í gegnum hannyrðir og er mikill töffari.“ Tilgangurinn með hannyrðavinnustofunni er að kenna fólki að sauma út yfirlýsingar á boli eða annan fatnað. Í ár leggja skipuleggjendur Druslugöngunnar áherslu á endurnotkun og hvetja fólk til að sauma út eða skrifa á gamla boli orð sem það vill koma á framfæri. „Við höfum alltaf verið með lykilsetningar eins og „ég er ekki drusla“ og „ég er ekki lygari“, en við viljum hvetja fólk til að koma með sína eigin boli og skrifa á þá sjálft. Við erum líka öll með mismunandi hluti sem við viljum segja. En ef fólk finnur það ekki hjá sér og veit ekki hvað það vill segja, þá verðum við með helling af bolum með druslulógóinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira