„Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 14:42 Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. Vísir/vilhelm Ferðaþjónustuiðnaðurinn er frekur á starfsfólk, launakostnaði er haldið niðri og mikið er um réttindabrot gagnvart starfsfólki í greininni. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, sem segir að stéttarfélögin áætli að um 70% tíma þeirra sé varið í að berjast fyrir réttindum starfsfólks í ferðaþjónustu. Það skjóti því skökku við að stjórnvöld séu að móta stefnu í ferðaþjónustu til ársins 2030 án samráðs við vinnandi fólk í greininni. „Að móta stefnu í greininni án þess að eyða einni setningu í aðbúnað, menntun og stöðu þeirra sem vinna vinnuna er einhvers konar met í afneitun,“ segir Drífa.Sjá nánar: Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Hún segir stéttarfélög um allt land hamast við að verja réttindi fólks í ferðaþjónustunni og að þar sé ekki allt fallegt sem þau sjái. Drífa tekur mið af umræðu um afnám sérleyfa í leigubílaakstri. „Flestar borgir þar sem til dæmis Uber hefur fest sig í sessi eru í tómum vandræðum einmitt vegna félagslegra undirboða og yfirvöld reyna af fremsta mætti að vinda ofan af þessari þróun. Þau sem keyra bílana eru langt fyrir neðan lágmarkslaun og arðurinn fer til fyrirtækja sem skráð eru í öðrum löndum,“ segir Drífa. Það sé ekki í boði að ræða breytingar á leigubílaakstri án þess að taka tillit til vinnandi fólks í greininni.„Það ríður enginn feitum hesti frá leigubílaakstri í dag og lækkun verðs á leigubílum þýðir launalækkun fyrir þá sem aka. Þetta er eitt skýrasta dæmi um deilihagkerfi og hvernig það getur snúist gegn vinnandi fólki þar sem einstaklingar eru í samkeppni hver við aðra án þess að vera í föstu ráðningarsambandi með þeim réttindum sem fylgir.“ Betra sé að fara varlega í sakirnar og ávallt krefjast þess stefnumótun til framtíðar sé ekki síst unnin út frá hagsmunum vinnandi fólks. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. 6. júní 2019 07:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Ferðaþjónustuiðnaðurinn er frekur á starfsfólk, launakostnaði er haldið niðri og mikið er um réttindabrot gagnvart starfsfólki í greininni. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, sem segir að stéttarfélögin áætli að um 70% tíma þeirra sé varið í að berjast fyrir réttindum starfsfólks í ferðaþjónustu. Það skjóti því skökku við að stjórnvöld séu að móta stefnu í ferðaþjónustu til ársins 2030 án samráðs við vinnandi fólk í greininni. „Að móta stefnu í greininni án þess að eyða einni setningu í aðbúnað, menntun og stöðu þeirra sem vinna vinnuna er einhvers konar met í afneitun,“ segir Drífa.Sjá nánar: Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Hún segir stéttarfélög um allt land hamast við að verja réttindi fólks í ferðaþjónustunni og að þar sé ekki allt fallegt sem þau sjái. Drífa tekur mið af umræðu um afnám sérleyfa í leigubílaakstri. „Flestar borgir þar sem til dæmis Uber hefur fest sig í sessi eru í tómum vandræðum einmitt vegna félagslegra undirboða og yfirvöld reyna af fremsta mætti að vinda ofan af þessari þróun. Þau sem keyra bílana eru langt fyrir neðan lágmarkslaun og arðurinn fer til fyrirtækja sem skráð eru í öðrum löndum,“ segir Drífa. Það sé ekki í boði að ræða breytingar á leigubílaakstri án þess að taka tillit til vinnandi fólks í greininni.„Það ríður enginn feitum hesti frá leigubílaakstri í dag og lækkun verðs á leigubílum þýðir launalækkun fyrir þá sem aka. Þetta er eitt skýrasta dæmi um deilihagkerfi og hvernig það getur snúist gegn vinnandi fólki þar sem einstaklingar eru í samkeppni hver við aðra án þess að vera í föstu ráðningarsambandi með þeim réttindum sem fylgir.“ Betra sé að fara varlega í sakirnar og ávallt krefjast þess stefnumótun til framtíðar sé ekki síst unnin út frá hagsmunum vinnandi fólks.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. 6. júní 2019 07:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. 6. júní 2019 07:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent