Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 6. júní 2019 07:00 Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. Eftir gosið í Eyjafjallajökli óttuðust flestir hrun. En gosið reyndist landkynning. Það, ásamt lágu verðlagi í kjölfar bankahrunsins og stórauknu flugframboði, lagði grunninn að margra ára samfelldum ofurvexti greinarinnar. Í dag stöndum við aftur á móti frammi fyrir samdrætti eftir að einn stærsti drifkraftur vaxtarins hvarf af sviðinu. Þegar horft er á þessa þróun í samhengi koma tvö hugtök upp í hugann: Sjálfbærni og jafnvægi. En hugtökin eru innantómir frasar ef ekki eru lagðar skýrar línur um hvað þau merkja. Ég leyfi mér að fullyrða að við séum um þessar mundir að taka tvö stór skref í þá veru. Hið fyrra eru leiðarljós ferðaþjónustunnar til 2030, sem unnin hafa verið í nánu samráði stjórnvalda og greinarinnar. Þau voru kynnt á opnum fundum í vikunni og verða – eins og heitið gefur til kynna – leiðarljós nýrrar heildstæðrar ferðamálastefnu. Hitt skrefið, sem líka var kynnt á þessum opnu fundum, er annar áfanginn í mjög viðamiklu verkefni sem Stjórnstöð ferðamála réðst í að minni tillögu haustið 2017. Þetta er verkefnið „Jafnvægisás“ sem gengur út á að meta þolmörk og afkastagetu okkar hvað varðar umfang ferðamennsku. Þetta verkefni er einstakt á heimsvísu. Skilgreindir voru hátt í 70 mælikvarðar, fundin á þá gildi og það sem meira er: skilgreint hefur verið hvort við séum á grænu, gulu eða rauðu fyrir hvern mælikvarða. Hátt í tvö hundruð manns hafa komið að þessu verkefni undanfarin misseri. Skýrsludrögin um það verða sett í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum til umsagnar. Sumar niðurstöðurnar koma á óvart en allar fela í sér dýrmætar upplýsingar og leiðbeiningu. Með þessum tveimur tímamótaverkefnum er lagður bæði djúpur og breiður grunnur að stefnumótun og ákvarðanatöku ferðaþjónustunnar til næsta áratugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. Eftir gosið í Eyjafjallajökli óttuðust flestir hrun. En gosið reyndist landkynning. Það, ásamt lágu verðlagi í kjölfar bankahrunsins og stórauknu flugframboði, lagði grunninn að margra ára samfelldum ofurvexti greinarinnar. Í dag stöndum við aftur á móti frammi fyrir samdrætti eftir að einn stærsti drifkraftur vaxtarins hvarf af sviðinu. Þegar horft er á þessa þróun í samhengi koma tvö hugtök upp í hugann: Sjálfbærni og jafnvægi. En hugtökin eru innantómir frasar ef ekki eru lagðar skýrar línur um hvað þau merkja. Ég leyfi mér að fullyrða að við séum um þessar mundir að taka tvö stór skref í þá veru. Hið fyrra eru leiðarljós ferðaþjónustunnar til 2030, sem unnin hafa verið í nánu samráði stjórnvalda og greinarinnar. Þau voru kynnt á opnum fundum í vikunni og verða – eins og heitið gefur til kynna – leiðarljós nýrrar heildstæðrar ferðamálastefnu. Hitt skrefið, sem líka var kynnt á þessum opnu fundum, er annar áfanginn í mjög viðamiklu verkefni sem Stjórnstöð ferðamála réðst í að minni tillögu haustið 2017. Þetta er verkefnið „Jafnvægisás“ sem gengur út á að meta þolmörk og afkastagetu okkar hvað varðar umfang ferðamennsku. Þetta verkefni er einstakt á heimsvísu. Skilgreindir voru hátt í 70 mælikvarðar, fundin á þá gildi og það sem meira er: skilgreint hefur verið hvort við séum á grænu, gulu eða rauðu fyrir hvern mælikvarða. Hátt í tvö hundruð manns hafa komið að þessu verkefni undanfarin misseri. Skýrsludrögin um það verða sett í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum til umsagnar. Sumar niðurstöðurnar koma á óvart en allar fela í sér dýrmætar upplýsingar og leiðbeiningu. Með þessum tveimur tímamótaverkefnum er lagður bæði djúpur og breiður grunnur að stefnumótun og ákvarðanatöku ferðaþjónustunnar til næsta áratugar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar