Dæmdur í 55 ára fangelsi eftir að hafa gefið út lag um morðið á flótta undan réttvísinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2019 12:43 Skjáskot úr myndbandi Tay K við lagið The Race, þar sem hann fjallar um morðið og flóttann undan lögregla. Skjáskot/youtube Bandaríski rapparinn Tay-K, sem heitir réttu nafni Taymor McIntyre, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir morð. Saksóknari notaði gríðarvinsælt lag, sem rapparinn gaf út þegar hann var á flótta undan réttvísinni, sem sönnunargögn í málinu. McIntyre, sem nú er nítján ára, var aðeins sautján ára þegar hann framdi morðið ásamt sex mönnum, sem einnig voru dæmdir fyrir verknaðinn. Sjömenningarnir réðust inn á heimili Ethan Walker í borginni Mansfield í Texas í júlí árið 2016 og hugðust ræna hann. Það fór á endanum svo að Walker var skotinn til bana. Lögmenn McIntyre byggðu mál sitt m.a. á því að hann hefði ekki tekið í gikkinn og sjálfur sagðist rapparinn aðeins hafa verið á staðnum til þess að leita uppi eiturlyf á heimilinu og stela þeim. Hann var hins vegar fundinn sekur um morð og vopnað rán. Rappferill McIntyre blómstraði í takt við umfjöllun um morðákæruna og málaferlin sem fylgdu í kjölfarið. Hann var úrskurðaður í stofufangelsi en árið 2017 lagði hann á flótta, sem hann tilkynnti jafnframt um á Twitter-reikningi sínum með orðunum: „fuck dis house arrest shit … they gn hav 2 catch me“, sem á íslensku gæti útlagst sem: „Þetta stofufangelsi má fara til fjandans – þeir verða að ná mér.“McIntyre komst frá Texas til New Jersey og tók þar upp lagið The Race, sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan. Lagið fjallar m.a. um flótta hans undan réttvísinni og ákærurnar á hendur honum. Horft hefur verið á myndbandið við lagið yfir 170 milljón sinnum á YouTube. Saksóknarar spiluðu myndbandið við réttarhöldin í viðleitni til að sýna fram á sekt McIntyre en í því má m.a. sjá rapparann fyrir framan veggspjald, þar sem lýst er eftir honum, og þá var farið yfir texta lagsins með kviðdómnum. Lögregla hafði hendur í hári rapparans í júní árið 2017. Hann er sakaður um að hafa myrt annan mann, hinn 23 ára Mark Saldivar, og lamið og rænt annan, hinn 65 ára Owney Pepe, þegar hann var á flótta. Bandaríkin Tónlist Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Bandaríski rapparinn Tay-K, sem heitir réttu nafni Taymor McIntyre, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir morð. Saksóknari notaði gríðarvinsælt lag, sem rapparinn gaf út þegar hann var á flótta undan réttvísinni, sem sönnunargögn í málinu. McIntyre, sem nú er nítján ára, var aðeins sautján ára þegar hann framdi morðið ásamt sex mönnum, sem einnig voru dæmdir fyrir verknaðinn. Sjömenningarnir réðust inn á heimili Ethan Walker í borginni Mansfield í Texas í júlí árið 2016 og hugðust ræna hann. Það fór á endanum svo að Walker var skotinn til bana. Lögmenn McIntyre byggðu mál sitt m.a. á því að hann hefði ekki tekið í gikkinn og sjálfur sagðist rapparinn aðeins hafa verið á staðnum til þess að leita uppi eiturlyf á heimilinu og stela þeim. Hann var hins vegar fundinn sekur um morð og vopnað rán. Rappferill McIntyre blómstraði í takt við umfjöllun um morðákæruna og málaferlin sem fylgdu í kjölfarið. Hann var úrskurðaður í stofufangelsi en árið 2017 lagði hann á flótta, sem hann tilkynnti jafnframt um á Twitter-reikningi sínum með orðunum: „fuck dis house arrest shit … they gn hav 2 catch me“, sem á íslensku gæti útlagst sem: „Þetta stofufangelsi má fara til fjandans – þeir verða að ná mér.“McIntyre komst frá Texas til New Jersey og tók þar upp lagið The Race, sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan. Lagið fjallar m.a. um flótta hans undan réttvísinni og ákærurnar á hendur honum. Horft hefur verið á myndbandið við lagið yfir 170 milljón sinnum á YouTube. Saksóknarar spiluðu myndbandið við réttarhöldin í viðleitni til að sýna fram á sekt McIntyre en í því má m.a. sjá rapparann fyrir framan veggspjald, þar sem lýst er eftir honum, og þá var farið yfir texta lagsins með kviðdómnum. Lögregla hafði hendur í hári rapparans í júní árið 2017. Hann er sakaður um að hafa myrt annan mann, hinn 23 ára Mark Saldivar, og lamið og rænt annan, hinn 65 ára Owney Pepe, þegar hann var á flótta.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira