Dæmdur í 55 ára fangelsi eftir að hafa gefið út lag um morðið á flótta undan réttvísinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2019 12:43 Skjáskot úr myndbandi Tay K við lagið The Race, þar sem hann fjallar um morðið og flóttann undan lögregla. Skjáskot/youtube Bandaríski rapparinn Tay-K, sem heitir réttu nafni Taymor McIntyre, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir morð. Saksóknari notaði gríðarvinsælt lag, sem rapparinn gaf út þegar hann var á flótta undan réttvísinni, sem sönnunargögn í málinu. McIntyre, sem nú er nítján ára, var aðeins sautján ára þegar hann framdi morðið ásamt sex mönnum, sem einnig voru dæmdir fyrir verknaðinn. Sjömenningarnir réðust inn á heimili Ethan Walker í borginni Mansfield í Texas í júlí árið 2016 og hugðust ræna hann. Það fór á endanum svo að Walker var skotinn til bana. Lögmenn McIntyre byggðu mál sitt m.a. á því að hann hefði ekki tekið í gikkinn og sjálfur sagðist rapparinn aðeins hafa verið á staðnum til þess að leita uppi eiturlyf á heimilinu og stela þeim. Hann var hins vegar fundinn sekur um morð og vopnað rán. Rappferill McIntyre blómstraði í takt við umfjöllun um morðákæruna og málaferlin sem fylgdu í kjölfarið. Hann var úrskurðaður í stofufangelsi en árið 2017 lagði hann á flótta, sem hann tilkynnti jafnframt um á Twitter-reikningi sínum með orðunum: „fuck dis house arrest shit … they gn hav 2 catch me“, sem á íslensku gæti útlagst sem: „Þetta stofufangelsi má fara til fjandans – þeir verða að ná mér.“McIntyre komst frá Texas til New Jersey og tók þar upp lagið The Race, sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan. Lagið fjallar m.a. um flótta hans undan réttvísinni og ákærurnar á hendur honum. Horft hefur verið á myndbandið við lagið yfir 170 milljón sinnum á YouTube. Saksóknarar spiluðu myndbandið við réttarhöldin í viðleitni til að sýna fram á sekt McIntyre en í því má m.a. sjá rapparann fyrir framan veggspjald, þar sem lýst er eftir honum, og þá var farið yfir texta lagsins með kviðdómnum. Lögregla hafði hendur í hári rapparans í júní árið 2017. Hann er sakaður um að hafa myrt annan mann, hinn 23 ára Mark Saldivar, og lamið og rænt annan, hinn 65 ára Owney Pepe, þegar hann var á flótta. Bandaríkin Tónlist Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Bandaríski rapparinn Tay-K, sem heitir réttu nafni Taymor McIntyre, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir morð. Saksóknari notaði gríðarvinsælt lag, sem rapparinn gaf út þegar hann var á flótta undan réttvísinni, sem sönnunargögn í málinu. McIntyre, sem nú er nítján ára, var aðeins sautján ára þegar hann framdi morðið ásamt sex mönnum, sem einnig voru dæmdir fyrir verknaðinn. Sjömenningarnir réðust inn á heimili Ethan Walker í borginni Mansfield í Texas í júlí árið 2016 og hugðust ræna hann. Það fór á endanum svo að Walker var skotinn til bana. Lögmenn McIntyre byggðu mál sitt m.a. á því að hann hefði ekki tekið í gikkinn og sjálfur sagðist rapparinn aðeins hafa verið á staðnum til þess að leita uppi eiturlyf á heimilinu og stela þeim. Hann var hins vegar fundinn sekur um morð og vopnað rán. Rappferill McIntyre blómstraði í takt við umfjöllun um morðákæruna og málaferlin sem fylgdu í kjölfarið. Hann var úrskurðaður í stofufangelsi en árið 2017 lagði hann á flótta, sem hann tilkynnti jafnframt um á Twitter-reikningi sínum með orðunum: „fuck dis house arrest shit … they gn hav 2 catch me“, sem á íslensku gæti útlagst sem: „Þetta stofufangelsi má fara til fjandans – þeir verða að ná mér.“McIntyre komst frá Texas til New Jersey og tók þar upp lagið The Race, sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan. Lagið fjallar m.a. um flótta hans undan réttvísinni og ákærurnar á hendur honum. Horft hefur verið á myndbandið við lagið yfir 170 milljón sinnum á YouTube. Saksóknarar spiluðu myndbandið við réttarhöldin í viðleitni til að sýna fram á sekt McIntyre en í því má m.a. sjá rapparann fyrir framan veggspjald, þar sem lýst er eftir honum, og þá var farið yfir texta lagsins með kviðdómnum. Lögregla hafði hendur í hári rapparans í júní árið 2017. Hann er sakaður um að hafa myrt annan mann, hinn 23 ára Mark Saldivar, og lamið og rænt annan, hinn 65 ára Owney Pepe, þegar hann var á flótta.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira