Blanda saman tveimur ólíkum heimum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. júlí 2019 10:00 Mikael og Lilja eru að undirbúa tónleikaferð um landið þar sem þau flytja eigið efni. Fréttablaðið/Stefán Systkinin Mikael Máni og Lilja María Ásmundsbörn halda í tónleikaferðalag um landið í lok júlí og byrjun ágúst. Tónleikaröðin hefst í Ólafsfjarðarkirkju 27. júlí, síðan spila þau í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, í Akureyrarkirkju, Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit og enda í Mengi, Reykjavík, föstudaginn 9. ágúst. Á efnisskrá er verk sem þau sömdu í sameiningu sérstaklega fyrir þessa tónleikaferð. Mikael er nýfluttur heim frá Svíþjóð en Lilja býr í Hollandi en flytur til London í haust þar sem hún hefur doktorsnám í tónsmíðum. Þau voru hvort í sínu landinu þegar þau sömdu verkið sem þau flytja í tónleikaferðalaginu. „Við búum á sitt hvorum staðnum og sömdum sjö lög hvort. Það skipti okkur miklu máli að hafa heildarsvip á verkinu og við sömdum því sögu í þjóðsagnastíl og byggðum verkið á framvindu sögunnar. Þannig gátum við unnið sitt í hvoru lagi að sama efniviði. Lilja vinnur aðallega í samtímaklassík og ég er með djassbakgrunn og tónlistin okkar blandar þessum tveimur ólíku heimum saman,“ segir Mikael.Ákveðin heild Spurð hvort lög þeirra séu lík eða gjörólík segir Lilja: „Þau eru ólík en mér finnst þau um leið mynda ákveðna heild. Stundum tók ég stef úr lögum Mikaels og vann þau á nýjan hátt þannig að það má greina laglínur hans en lögin eru samt allt öðruvísi en lög hans.“ Mikael spilar á gítar og spiladós og syngur. Lilja spilar á píanó og fiðlu og syngur og stýrir rafparti tónlistarinnar sem er byggður á umhverfishljóðum og hljóðum úr hljóðfærum, þar á meðal heimagerðum spiladósum. „Þessi rafheimur blandast saman við hljóðheim hljóðfæranna,“ segir hún. Spurð hvort þau hafi áður unnið saman segir Lilja: „Í fyrra þegar ég var að gera meistaraverkefnið mitt þá samdi ég verk fyrir Mikael. Þar vorum við að vinna náið saman og skoða samband tónskáldsins og flytjandans. Þetta nýja verk kviknaði út frá því að okkur langaði til að gera meira og skoða enn frekar línurnar á milli tónskáldsins og flytjandans. Vegna þess að við höfum fylgst með sköpunarferli hvort annars frá byrjun og þekkjum tónlist hvort annars mjög vel þá fær flytjandinn mjög frjálsar hendur í þessu verki og það myndast ákveðnir spunakaflar út frá því.“Engar hindranir „Það er mjög sérstakt fyrir mig að spila tónlistina hennar Lilju,“ segir Mikael. „Þegar ég spila djasstónlist og sönglög þá eru alls konar hindranir í harmóníu og laglínu sem ég þarf að veita athygli. Tónlist Lilju er mjög tær og abstrakt og þegar maður spilar hana þarf maður að setja alla athyglina í tilfinninguna. Það er það sem maður vill gera í allri tónlist en það er mjög auðvelt í tónlist Lilju því þar eru engar hindranir.“ „Ég finn mjög sterka tengingu við verkin hans Mikaels. Ég hef fengið að fylgjast með sköpunarferlinu og tengi vel við hugmyndir hans,“ segir Lilja. „Hann hefur einstakt lag á að finna fallegar laglínur og harmóníur og byggir upp mörg lög af ryþmum og áferðum sem mynda fallega heild í samspili. Hann veit svo vel hvað hann vill gera og það er afskaplega gaman að vinna með honum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Systkinin Mikael Máni og Lilja María Ásmundsbörn halda í tónleikaferðalag um landið í lok júlí og byrjun ágúst. Tónleikaröðin hefst í Ólafsfjarðarkirkju 27. júlí, síðan spila þau í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, í Akureyrarkirkju, Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit og enda í Mengi, Reykjavík, föstudaginn 9. ágúst. Á efnisskrá er verk sem þau sömdu í sameiningu sérstaklega fyrir þessa tónleikaferð. Mikael er nýfluttur heim frá Svíþjóð en Lilja býr í Hollandi en flytur til London í haust þar sem hún hefur doktorsnám í tónsmíðum. Þau voru hvort í sínu landinu þegar þau sömdu verkið sem þau flytja í tónleikaferðalaginu. „Við búum á sitt hvorum staðnum og sömdum sjö lög hvort. Það skipti okkur miklu máli að hafa heildarsvip á verkinu og við sömdum því sögu í þjóðsagnastíl og byggðum verkið á framvindu sögunnar. Þannig gátum við unnið sitt í hvoru lagi að sama efniviði. Lilja vinnur aðallega í samtímaklassík og ég er með djassbakgrunn og tónlistin okkar blandar þessum tveimur ólíku heimum saman,“ segir Mikael.Ákveðin heild Spurð hvort lög þeirra séu lík eða gjörólík segir Lilja: „Þau eru ólík en mér finnst þau um leið mynda ákveðna heild. Stundum tók ég stef úr lögum Mikaels og vann þau á nýjan hátt þannig að það má greina laglínur hans en lögin eru samt allt öðruvísi en lög hans.“ Mikael spilar á gítar og spiladós og syngur. Lilja spilar á píanó og fiðlu og syngur og stýrir rafparti tónlistarinnar sem er byggður á umhverfishljóðum og hljóðum úr hljóðfærum, þar á meðal heimagerðum spiladósum. „Þessi rafheimur blandast saman við hljóðheim hljóðfæranna,“ segir hún. Spurð hvort þau hafi áður unnið saman segir Lilja: „Í fyrra þegar ég var að gera meistaraverkefnið mitt þá samdi ég verk fyrir Mikael. Þar vorum við að vinna náið saman og skoða samband tónskáldsins og flytjandans. Þetta nýja verk kviknaði út frá því að okkur langaði til að gera meira og skoða enn frekar línurnar á milli tónskáldsins og flytjandans. Vegna þess að við höfum fylgst með sköpunarferli hvort annars frá byrjun og þekkjum tónlist hvort annars mjög vel þá fær flytjandinn mjög frjálsar hendur í þessu verki og það myndast ákveðnir spunakaflar út frá því.“Engar hindranir „Það er mjög sérstakt fyrir mig að spila tónlistina hennar Lilju,“ segir Mikael. „Þegar ég spila djasstónlist og sönglög þá eru alls konar hindranir í harmóníu og laglínu sem ég þarf að veita athygli. Tónlist Lilju er mjög tær og abstrakt og þegar maður spilar hana þarf maður að setja alla athyglina í tilfinninguna. Það er það sem maður vill gera í allri tónlist en það er mjög auðvelt í tónlist Lilju því þar eru engar hindranir.“ „Ég finn mjög sterka tengingu við verkin hans Mikaels. Ég hef fengið að fylgjast með sköpunarferlinu og tengi vel við hugmyndir hans,“ segir Lilja. „Hann hefur einstakt lag á að finna fallegar laglínur og harmóníur og byggir upp mörg lög af ryþmum og áferðum sem mynda fallega heild í samspili. Hann veit svo vel hvað hann vill gera og það er afskaplega gaman að vinna með honum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp