Nýju fötin keisarans Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. júlí 2019 08:00 Siglum Brexit heim, sameinum landið og sigrum Jeremy Corbyn. Þetta hafa verið einkunnarorð Boris Johnson í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Ljóst er að nýs þjóðarleiðtoga bíða ærin verkefni ef loforðin á að efna enda þarf Johnson að starfa í hinu sama þingi og hefur hingað til fellt allar útfærslur útgöngunnar. Allar tölur sýna að Bretar eru enn klofnir í afstöðu sinni til útgöngu úr Evrópusambandinu. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, lýsti í gær yfir þungum áhyggjum af kjöri hins nýja leiðtoga Íhaldsflokksins. Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýlegri könnun. Í henni segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi og 51 prósent er andvígt sjálfstæði. Þrátt fyrir gífuryrði Boris á leið sinni að Downing-stræti bólar ekkert á nýjum hugmyndum um hvernig megi höggva á Brexit-hnútinn sem ekki bifast. Boris segist ekki hræddur við hart Brexit – hann leiði þjóðina út, hvað sem tautar og raular. Ekki er auðvelt að sjá hvernig sú óbilgjarna afstaða spilar með diplómatísku markmiði hans um að sameina þjóð sem er klofin í herðar niður í afstöðu sinni til málsins. Í Brussel var kosningu Johnsons mætt með yfirlýsingu um að kröfur hans inn í viðræður um útgöngu væru óraunhæfar. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins óskaði eftir uppbyggilegu samstarfi við forsætisráðherrann um fullgildingu útgöngusamnings fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, sem Boris hefur hingað til lýst sem dauðum samningi. Í baksýnisspeglinum er óhætt að halda því fram að May hafi sýnt ótrúlega seiglu í viðleitni sinni til að koma Bretum úr Evrópusambandinu í flokki þar sem allt logaði stafnanna á milli og samflokksmenn reyndust henni erfiðustu andstæðingarnir. Fyrir þeim hópi fór, líkt og frægt er orðið, hentistefnumaðurinn sem nú er orðinn forsætisráðherra. Svo felldi breska þingið einfaldlega allt sem boðið var upp á, þótt May hafi raunar í tvígang komist ansi nálægt samkomulagi. Tækifærissinninn hafði vinninginn að sinni sé miðað við úrslitin í Westminster í gær. Sigurinn var fyrirsjáanlegur. Þróunin víðar en í Bretlandi sýnir að popúlismi kemur mönnum langt. Meinið fyrir popúlistana er að með tímanum þarf að sýna fram á efndir. Þá stendur eftir þriðja kosningaloforð hentistefnumannsins. Ef ekki tekst að greiða úr Brexit-flækjunni með Boris í fararbroddi verður fróðlegt að sjá hvaða árangri flokkur hans nær í næstu þingkosningum. Nú er verkefni Boris einfaldlega að sanna að keisarinn sé í klæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Siglum Brexit heim, sameinum landið og sigrum Jeremy Corbyn. Þetta hafa verið einkunnarorð Boris Johnson í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Ljóst er að nýs þjóðarleiðtoga bíða ærin verkefni ef loforðin á að efna enda þarf Johnson að starfa í hinu sama þingi og hefur hingað til fellt allar útfærslur útgöngunnar. Allar tölur sýna að Bretar eru enn klofnir í afstöðu sinni til útgöngu úr Evrópusambandinu. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, lýsti í gær yfir þungum áhyggjum af kjöri hins nýja leiðtoga Íhaldsflokksins. Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýlegri könnun. Í henni segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi og 51 prósent er andvígt sjálfstæði. Þrátt fyrir gífuryrði Boris á leið sinni að Downing-stræti bólar ekkert á nýjum hugmyndum um hvernig megi höggva á Brexit-hnútinn sem ekki bifast. Boris segist ekki hræddur við hart Brexit – hann leiði þjóðina út, hvað sem tautar og raular. Ekki er auðvelt að sjá hvernig sú óbilgjarna afstaða spilar með diplómatísku markmiði hans um að sameina þjóð sem er klofin í herðar niður í afstöðu sinni til málsins. Í Brussel var kosningu Johnsons mætt með yfirlýsingu um að kröfur hans inn í viðræður um útgöngu væru óraunhæfar. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins óskaði eftir uppbyggilegu samstarfi við forsætisráðherrann um fullgildingu útgöngusamnings fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, sem Boris hefur hingað til lýst sem dauðum samningi. Í baksýnisspeglinum er óhætt að halda því fram að May hafi sýnt ótrúlega seiglu í viðleitni sinni til að koma Bretum úr Evrópusambandinu í flokki þar sem allt logaði stafnanna á milli og samflokksmenn reyndust henni erfiðustu andstæðingarnir. Fyrir þeim hópi fór, líkt og frægt er orðið, hentistefnumaðurinn sem nú er orðinn forsætisráðherra. Svo felldi breska þingið einfaldlega allt sem boðið var upp á, þótt May hafi raunar í tvígang komist ansi nálægt samkomulagi. Tækifærissinninn hafði vinninginn að sinni sé miðað við úrslitin í Westminster í gær. Sigurinn var fyrirsjáanlegur. Þróunin víðar en í Bretlandi sýnir að popúlismi kemur mönnum langt. Meinið fyrir popúlistana er að með tímanum þarf að sýna fram á efndir. Þá stendur eftir þriðja kosningaloforð hentistefnumannsins. Ef ekki tekst að greiða úr Brexit-flækjunni með Boris í fararbroddi verður fróðlegt að sjá hvaða árangri flokkur hans nær í næstu þingkosningum. Nú er verkefni Boris einfaldlega að sanna að keisarinn sé í klæðum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar