Tim Duncan verður aðstoðarþjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 16:00 Tim Duncan og Gregg Popovich. Getty/Tom Pennington Tim Duncan er mættur á ný í körfuboltann eftir nokkra ára fjarveru og hefur nú ráðið sig í tvö störf. Í báðum tilfellum mun hann aðstoða sinn gamla lærimeistara Gregg Popovich. Fyrst fréttist að Tim Duncan yrði aðstoðarþjálfari Gregg Popovich hjá bandaríska körfuboltalandsliðinu á heimsmeistaramótinu í haust en svo var það einnig tilkynnt að Duncan ætli að aðstoða Popovich hjá San Antonio Spurs á komandi NBA-tímabili. Gregg Popovich kom að sjálfsögðu með einn klassískan vinkil á þessa ráðningu. „Það er vel við hæfi eftir að ég starfaði í nítján ár sem aðstoðarmaður Tim Duncan að hann launi mér nú greiðann,“ sagði Gregg Popovich eins og sjá má hér fyrir neðan.The Spurs have hired Tim Duncan as an assistant coach, the team announced. “It is only fitting, that after I served loyally for 19 years as Tim Duncan’s assistant, that he returns the favor,” said Gregg Popovich. pic.twitter.com/DEVhxZyVn6 — SportsCenter (@SportsCenter) July 22, 2019Duncan verður aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs ásamt þeim Will Hardy, Chip Engelland og Becky Hammon. Will Hardy er einnig nýr í þessu starfi en hann hefur unnið sig upp hjá félaginu frá því að byrja sem lærlingur árið 2010. Tim Duncan er 43 ára gamall og lagði körfuboltaskóna á hilluna árið 2016. Hann spilaði allan sinn feril með San Antonio Spurs og alltaf undir stjórn Gregg Popovich. Saman unnu þeir meðal annars fimm NBA-meistaratitla. Duncan var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í tvígang eða 2002 og 2002. Hann var tíu sinnum valinn í fyrsta úrvalslið tímabilsins og komst fimm sinnum að auki í annað og þriðja úrvalsliðið. Hann var einig átta sinnum valinn í fyrsta varnarlið ársins og sjö sinum að auki í annað varnarlið ársins. Tim Duncan spilaði alls 1392 deildarleiki með San Antonio Spurs og var með 19,0 stig, 10,8 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,0 varin skot að meðaltali í þeim. Í 251 leik í úrslitakeppninni var hann með 20,6 stig, 11,4 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,3 varin skot að meðaltali í leik eða hærri tölur en í deildarleikjunum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessum frábæra leikmanni takist upp sem þjálfari.Spurs announce Will Hardy and Tim Duncan as Assistant Coaches. MORE: https://t.co/96fi9sPg84pic.twitter.com/40oHXy0hDV — San Antonio Spurs (@spurs) July 22, 2019 NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Tim Duncan er mættur á ný í körfuboltann eftir nokkra ára fjarveru og hefur nú ráðið sig í tvö störf. Í báðum tilfellum mun hann aðstoða sinn gamla lærimeistara Gregg Popovich. Fyrst fréttist að Tim Duncan yrði aðstoðarþjálfari Gregg Popovich hjá bandaríska körfuboltalandsliðinu á heimsmeistaramótinu í haust en svo var það einnig tilkynnt að Duncan ætli að aðstoða Popovich hjá San Antonio Spurs á komandi NBA-tímabili. Gregg Popovich kom að sjálfsögðu með einn klassískan vinkil á þessa ráðningu. „Það er vel við hæfi eftir að ég starfaði í nítján ár sem aðstoðarmaður Tim Duncan að hann launi mér nú greiðann,“ sagði Gregg Popovich eins og sjá má hér fyrir neðan.The Spurs have hired Tim Duncan as an assistant coach, the team announced. “It is only fitting, that after I served loyally for 19 years as Tim Duncan’s assistant, that he returns the favor,” said Gregg Popovich. pic.twitter.com/DEVhxZyVn6 — SportsCenter (@SportsCenter) July 22, 2019Duncan verður aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs ásamt þeim Will Hardy, Chip Engelland og Becky Hammon. Will Hardy er einnig nýr í þessu starfi en hann hefur unnið sig upp hjá félaginu frá því að byrja sem lærlingur árið 2010. Tim Duncan er 43 ára gamall og lagði körfuboltaskóna á hilluna árið 2016. Hann spilaði allan sinn feril með San Antonio Spurs og alltaf undir stjórn Gregg Popovich. Saman unnu þeir meðal annars fimm NBA-meistaratitla. Duncan var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í tvígang eða 2002 og 2002. Hann var tíu sinnum valinn í fyrsta úrvalslið tímabilsins og komst fimm sinnum að auki í annað og þriðja úrvalsliðið. Hann var einig átta sinnum valinn í fyrsta varnarlið ársins og sjö sinum að auki í annað varnarlið ársins. Tim Duncan spilaði alls 1392 deildarleiki með San Antonio Spurs og var með 19,0 stig, 10,8 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,0 varin skot að meðaltali í þeim. Í 251 leik í úrslitakeppninni var hann með 20,6 stig, 11,4 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,3 varin skot að meðaltali í leik eða hærri tölur en í deildarleikjunum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessum frábæra leikmanni takist upp sem þjálfari.Spurs announce Will Hardy and Tim Duncan as Assistant Coaches. MORE: https://t.co/96fi9sPg84pic.twitter.com/40oHXy0hDV — San Antonio Spurs (@spurs) July 22, 2019
NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti