Ekkert enskt félag meðal fimm verðmætustu íþróttafélaga heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 07:30 Stuðningsmenn Dallas Cowboys fá hér gjöf frá stjörnuhlaupara liðsins Ezekiel Elliott. Getty/Jim Cowsert Forbes hefur gefið út árlegan lista sinn yfir verðmætustu íþróttafélög heims og í efsta sæti situr ameríska fótboltablaðið Dallas Cowboys. NFL-liðið Dallas Cowboys er á toppnum fjórða árið í röð og Forbes segir að það sé nú virði fimm milljarða Bandaríkjadala eða 625 milljarða íslenskra króna. Bandaríkjamenn eiga einnig liðið í öðru sæti sem er hafnarboltafélagið New York Yankees sem er metið á 4,6 milljarða dala. Í þriðja og fjórða sæti eru síðan spænsku knattspyrnufélögin Real Madrid og Barcelona. Efsta körfuboltafélagið er síðan NBA-liðið New York Knicks. New York Knicks á það sameiginlegt með Dallas Cowboys að vera metið svo verðmætt þrátt fyrir slakt gengi inn á vellinum sjálfum en Knicks hefur verið í hálfgerðum ruslflokki í NBA-deildinni undanfarin tímabil.The WORLD'S TOP 5 most valuable sports franchises. pic.twitter.com/NwSOOEVH93 — NBC Sports (@NBCSports) July 22, 2019Það þarf síðan að fara alla leið niður í sjötta sætið til að finna fyrsta enska knattspyrnufélagið en það er Manchester United sem er metið á 3.81 milljarða Bandaríkjadala. United er jafnframt eina enska félagið á topp tíu. Í sætum sjö til tíu eru NFL-liðin New England Patriots og New York Giants ásamt NBA-liðunum Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Jerry Jones eignaðist Dallas Cowboys árið 1989 og síðan hefur reksturinn blómstrað þótt að undanfarin ár hafi lítið gengið inn á vellinum sjálfum. Liðið varð síðast meistari árið 1995 en var þá að vinna í þriðja sinn á fjórum árum. Eitt af lykilatriðum í góðum rekstri Dallas Cowboys var bygging hins magnaða AT&T leikvangs sem er sá völlur sem skilar félagi meiri tekjum frá styrktaraðilum og sölu miða en nokkur annar leikvangur í bandarískum íþróttum. Næsta enska knattspyrnufélag á eftir Manchester United eru nágrannar þeirra í Manchester City sem eru í 25. sæti. Það eru þannig tíu NFL-félög á undan Manchester City á þessum lista eða Cowboys, Patriots, Giants, Los Angeles Rams, Washington Redskins, San Francisco 49ers, Chicago Bears, Houston Texans, New York Jets og Philadelphia Eagles. NFL-deildin á meira en helming félaganna á listanum en eigendur þeirra græða á tá og fingri þessa daganna vegna mikilla vinsælda og svo mjög hagstæðra sjónvarpssamninga. Tekjur NFL-deildarinnar af sjónvarpssamningum er í algjörum sérflokki hvað varðar íþróttafélög heimsins og líka í samanburði við ensku úrvalsdeildina sem fær þó miklar tekjur í gegnum sölu sjónvarpsréttar. Ensku knattspyrnufélögin meðal fimmtíu verðmætustu íþróttafélaga heims eru alls fimm. Manchester United (6. sæti) og Manchester City (25. sæti) eru þau einu meðal efstu 25 en hin á listanum eru Chelsea (32. sæti), Arsenal (42. sæti) og Liverpool (45. sæti). Það má sjá allan listann með því að smella hér. Enski boltinn NBA NFL Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira
Forbes hefur gefið út árlegan lista sinn yfir verðmætustu íþróttafélög heims og í efsta sæti situr ameríska fótboltablaðið Dallas Cowboys. NFL-liðið Dallas Cowboys er á toppnum fjórða árið í röð og Forbes segir að það sé nú virði fimm milljarða Bandaríkjadala eða 625 milljarða íslenskra króna. Bandaríkjamenn eiga einnig liðið í öðru sæti sem er hafnarboltafélagið New York Yankees sem er metið á 4,6 milljarða dala. Í þriðja og fjórða sæti eru síðan spænsku knattspyrnufélögin Real Madrid og Barcelona. Efsta körfuboltafélagið er síðan NBA-liðið New York Knicks. New York Knicks á það sameiginlegt með Dallas Cowboys að vera metið svo verðmætt þrátt fyrir slakt gengi inn á vellinum sjálfum en Knicks hefur verið í hálfgerðum ruslflokki í NBA-deildinni undanfarin tímabil.The WORLD'S TOP 5 most valuable sports franchises. pic.twitter.com/NwSOOEVH93 — NBC Sports (@NBCSports) July 22, 2019Það þarf síðan að fara alla leið niður í sjötta sætið til að finna fyrsta enska knattspyrnufélagið en það er Manchester United sem er metið á 3.81 milljarða Bandaríkjadala. United er jafnframt eina enska félagið á topp tíu. Í sætum sjö til tíu eru NFL-liðin New England Patriots og New York Giants ásamt NBA-liðunum Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Jerry Jones eignaðist Dallas Cowboys árið 1989 og síðan hefur reksturinn blómstrað þótt að undanfarin ár hafi lítið gengið inn á vellinum sjálfum. Liðið varð síðast meistari árið 1995 en var þá að vinna í þriðja sinn á fjórum árum. Eitt af lykilatriðum í góðum rekstri Dallas Cowboys var bygging hins magnaða AT&T leikvangs sem er sá völlur sem skilar félagi meiri tekjum frá styrktaraðilum og sölu miða en nokkur annar leikvangur í bandarískum íþróttum. Næsta enska knattspyrnufélag á eftir Manchester United eru nágrannar þeirra í Manchester City sem eru í 25. sæti. Það eru þannig tíu NFL-félög á undan Manchester City á þessum lista eða Cowboys, Patriots, Giants, Los Angeles Rams, Washington Redskins, San Francisco 49ers, Chicago Bears, Houston Texans, New York Jets og Philadelphia Eagles. NFL-deildin á meira en helming félaganna á listanum en eigendur þeirra græða á tá og fingri þessa daganna vegna mikilla vinsælda og svo mjög hagstæðra sjónvarpssamninga. Tekjur NFL-deildarinnar af sjónvarpssamningum er í algjörum sérflokki hvað varðar íþróttafélög heimsins og líka í samanburði við ensku úrvalsdeildina sem fær þó miklar tekjur í gegnum sölu sjónvarpsréttar. Ensku knattspyrnufélögin meðal fimmtíu verðmætustu íþróttafélaga heims eru alls fimm. Manchester United (6. sæti) og Manchester City (25. sæti) eru þau einu meðal efstu 25 en hin á listanum eru Chelsea (32. sæti), Arsenal (42. sæti) og Liverpool (45. sæti). Það má sjá allan listann með því að smella hér.
Enski boltinn NBA NFL Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira