Boxari sem kyssti fréttakonu látinn sitja námskeið um kynferðislega áreitni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2019 23:24 Jenny Ravolo ásamt Kubrat Pulev í viðtalinu sem um ræðir. skjáskot/Youtube Boxari sem kyssti íþróttafréttakonu í lok viðtals eftir bardaga í mars á þessu ári án samþykkis hennar hefur nú setið námskeið um kynferðislega áreitni og mun fá að hefja keppnir á ný. Kubrat Pulev, sem er 37 ára gamall, var settur í bann eftir að hann tók utan um andlitið á íþróttafréttakonunni Jenny Ravalo og kyssti hana á munninn. Hann er einnig sagður hafa gripið um rass hennar í partýi. Íþróttanefnd Kaliforníu fylkis kaus um það hvort Pulev fengi að sækja aftur um keppnisréttindi, sem var samþykkt einróma. Pulev bað Ravolo afsökunar áður en kosið var um málið og sagði kossinn hafa verið tilfinningaþrungin viðbrögð við sigri hans á Bogdan Dinu, frekar en kynferðislegar umleitanir. Ravolo svaraði þeirri staðhæfingu hins vegar þannig að hún hafi orðið fyrir miklu einelti á netinu eftir að hafa ákveðið að tjá sig um málið og hafi einnig verið rægð af umboðsmanni Pulev, Bob Arum.Bað um að kossinn yrði klipptur úr viðtalinu Hún hélt því fram að Arum „kæri sig lítið um kynferðisáreiti“ og benti á að hann hafi nýlega sagt að hann tryði ekki að „ það að 193 cm hár og 113 kg. þungur boxari gripi um andlitið á 157 cm hás fréttamanns og kyssti hana án samþykkis með blóðugum munni væri kynferðisleg áreitni.“ „Ég væri til í að vita hvort honum þætti það kynferðisleg áreitni ef stór, blóðugur maður gerði það sama við hann án samþykkis,“ sagði Ravolo. Hún sagði einnig við að búlgarski boxarinn hafi gripið um rass hennar og „kreist með báðum höndum“ í eftir partýi seinna um kvöldið. Hún segir Pulev hafa látið eins og ekkert hafi gerst og hafi meira að segja beðið hana um að klippa kossinn úr viðtalinu. „Ég fjarlægði hann ekki og birti hann í staðin vegna þess að ég vildi að fólk sæi hvað hann hafi gert við mig,“ bætti hún við. Ravolo, sem vinnur fyrir Vegas Sports Daily, kærði atvikið og hefur lögmaður hennar kallað eftir því að Pulev og Arum verði refsað. Íþróttanefndin svaraði því og sagði að Arum hafi einnig farið á námskeiðið og virtist hafa lært eitt og annað. Pulev hefur samþykkt að taka þátt í auglýsingaherferð á myndbandsformi gegn kynferðislegri áreitni sem nefndin er nú að íhuga. Hann sagði það mikilvægt að fólk væri meðvitað um að svona hegðun væri ekki í lagi „vegna þess að margir, eins og ég, vita það ekki.“ Boxarinn mun einnig greiða 312 þúsund krónur í skaðabætur. Bandaríkin Box Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“ Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas. 26. mars 2019 09:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Boxari sem kyssti íþróttafréttakonu í lok viðtals eftir bardaga í mars á þessu ári án samþykkis hennar hefur nú setið námskeið um kynferðislega áreitni og mun fá að hefja keppnir á ný. Kubrat Pulev, sem er 37 ára gamall, var settur í bann eftir að hann tók utan um andlitið á íþróttafréttakonunni Jenny Ravalo og kyssti hana á munninn. Hann er einnig sagður hafa gripið um rass hennar í partýi. Íþróttanefnd Kaliforníu fylkis kaus um það hvort Pulev fengi að sækja aftur um keppnisréttindi, sem var samþykkt einróma. Pulev bað Ravolo afsökunar áður en kosið var um málið og sagði kossinn hafa verið tilfinningaþrungin viðbrögð við sigri hans á Bogdan Dinu, frekar en kynferðislegar umleitanir. Ravolo svaraði þeirri staðhæfingu hins vegar þannig að hún hafi orðið fyrir miklu einelti á netinu eftir að hafa ákveðið að tjá sig um málið og hafi einnig verið rægð af umboðsmanni Pulev, Bob Arum.Bað um að kossinn yrði klipptur úr viðtalinu Hún hélt því fram að Arum „kæri sig lítið um kynferðisáreiti“ og benti á að hann hafi nýlega sagt að hann tryði ekki að „ það að 193 cm hár og 113 kg. þungur boxari gripi um andlitið á 157 cm hás fréttamanns og kyssti hana án samþykkis með blóðugum munni væri kynferðisleg áreitni.“ „Ég væri til í að vita hvort honum þætti það kynferðisleg áreitni ef stór, blóðugur maður gerði það sama við hann án samþykkis,“ sagði Ravolo. Hún sagði einnig við að búlgarski boxarinn hafi gripið um rass hennar og „kreist með báðum höndum“ í eftir partýi seinna um kvöldið. Hún segir Pulev hafa látið eins og ekkert hafi gerst og hafi meira að segja beðið hana um að klippa kossinn úr viðtalinu. „Ég fjarlægði hann ekki og birti hann í staðin vegna þess að ég vildi að fólk sæi hvað hann hafi gert við mig,“ bætti hún við. Ravolo, sem vinnur fyrir Vegas Sports Daily, kærði atvikið og hefur lögmaður hennar kallað eftir því að Pulev og Arum verði refsað. Íþróttanefndin svaraði því og sagði að Arum hafi einnig farið á námskeiðið og virtist hafa lært eitt og annað. Pulev hefur samþykkt að taka þátt í auglýsingaherferð á myndbandsformi gegn kynferðislegri áreitni sem nefndin er nú að íhuga. Hann sagði það mikilvægt að fólk væri meðvitað um að svona hegðun væri ekki í lagi „vegna þess að margir, eins og ég, vita það ekki.“ Boxarinn mun einnig greiða 312 þúsund krónur í skaðabætur.
Bandaríkin Box Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“ Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas. 26. mars 2019 09:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“ Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas. 26. mars 2019 09:30