Hlaupaleið Reykjavíkurmaraþonsins breytt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2019 20:48 Hlaupið fer fram 24. ágúst næstkomandi. RMÍ Hlaupaleið maraþonsins í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hefur verið breytt umtalsvert frá hlaupi síðasta árs. Hlaupsstjóri maraþonsins segir breytingarnar hafa verið gerðar í því skyni að auka stemningu við hlaupið. Hin nýja leið er fjölbreyttari en sú gamla og verður hlaupinn hringur í stað þess að hlaupara þurfi að hlaupa sömu leiðina tvisvar í sömu átt. Breytingin felur einnig í sér að leiðin liggur nú í meira mæli í gegn um íbúagötur heldur en fyrri ár. Áfram verður hlaupið í gegn um hverfi í vesturbænum og á Seltjarnarnesi, en nú hafa hverfi á borð við Túnin, Teiga, Vogana og Laugardalinn bæst við leiðina. Þá verða síðustu kílómetrar hinnar rúmlega 42 kílómetra leiðar hlaupnir meðfram meðfram Öskjuhlíðinni, í gegnum Þingholtin, Skólavörðuholt, út á Sæbraut fram hjá Hörpu og aftur inn í Lækjargötu, en áður hafði verið hlaupið meðfram ströndinni við Seltjarnarnes.Kort af nýju hlaupaleiðinni.Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupsstjóri Reykjavíkurmaraþonsins, sagði í samtali við Vísi í kvöld að ástæða breytinganna væri ábendingar hlaupara um galla gömlu leiðarinnar. Hlauparar hafi kvartað yfir því að hafa verið einir hluta leiðarinnar. „Við ákváðum að færa brautina meira inn í íbúagötur,“ segir Jóna og bætir við að litið hafi verið til tíu kílómetra hlaupsins sem hlaupið er í gegn um fjölda íbúagatna. „Við höfum reynslu af því að þar er gríðarleg stemning. Jóna segir undirbúning við hlaup ársins hafa hafist um leið og búið hafi verið að ganga frá eftir hlaup síðasta árs. Vinnuhópur hafi verið settur saman, og samanstóð hann meðal annars af reyndum hlaupurum. Tillögum um breytingu á leiðinni hafi verið tekið vel. Með breytingunum segist Jóna vonast eftir aukinni stemningu í maraþoninu og að íbúar hinna nýju gatna fylgi eftir sið sem skapast hefur í kringum hlaupið, þar sem íbúar húsa sem hlaupið er fram hjá koma út og hvetja hlaupara til dáða. Að lokum segist Jóna gera ráð fyrir því að götulokanir í tengslum við hlaupið verði vel auglýstar, en loka þarf einhverjum götum vegna hlaupsins, sem fram fer laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Hlaup Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Hlaupaleið maraþonsins í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hefur verið breytt umtalsvert frá hlaupi síðasta árs. Hlaupsstjóri maraþonsins segir breytingarnar hafa verið gerðar í því skyni að auka stemningu við hlaupið. Hin nýja leið er fjölbreyttari en sú gamla og verður hlaupinn hringur í stað þess að hlaupara þurfi að hlaupa sömu leiðina tvisvar í sömu átt. Breytingin felur einnig í sér að leiðin liggur nú í meira mæli í gegn um íbúagötur heldur en fyrri ár. Áfram verður hlaupið í gegn um hverfi í vesturbænum og á Seltjarnarnesi, en nú hafa hverfi á borð við Túnin, Teiga, Vogana og Laugardalinn bæst við leiðina. Þá verða síðustu kílómetrar hinnar rúmlega 42 kílómetra leiðar hlaupnir meðfram meðfram Öskjuhlíðinni, í gegnum Þingholtin, Skólavörðuholt, út á Sæbraut fram hjá Hörpu og aftur inn í Lækjargötu, en áður hafði verið hlaupið meðfram ströndinni við Seltjarnarnes.Kort af nýju hlaupaleiðinni.Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupsstjóri Reykjavíkurmaraþonsins, sagði í samtali við Vísi í kvöld að ástæða breytinganna væri ábendingar hlaupara um galla gömlu leiðarinnar. Hlauparar hafi kvartað yfir því að hafa verið einir hluta leiðarinnar. „Við ákváðum að færa brautina meira inn í íbúagötur,“ segir Jóna og bætir við að litið hafi verið til tíu kílómetra hlaupsins sem hlaupið er í gegn um fjölda íbúagatna. „Við höfum reynslu af því að þar er gríðarleg stemning. Jóna segir undirbúning við hlaup ársins hafa hafist um leið og búið hafi verið að ganga frá eftir hlaup síðasta árs. Vinnuhópur hafi verið settur saman, og samanstóð hann meðal annars af reyndum hlaupurum. Tillögum um breytingu á leiðinni hafi verið tekið vel. Með breytingunum segist Jóna vonast eftir aukinni stemningu í maraþoninu og að íbúar hinna nýju gatna fylgi eftir sið sem skapast hefur í kringum hlaupið, þar sem íbúar húsa sem hlaupið er fram hjá koma út og hvetja hlaupara til dáða. Að lokum segist Jóna gera ráð fyrir því að götulokanir í tengslum við hlaupið verði vel auglýstar, en loka þarf einhverjum götum vegna hlaupsins, sem fram fer laugardaginn 24. ágúst næstkomandi.
Hlaup Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira