Litlu munaði að rússneskur verksmiðjutogari sykki með fjóra unglinga um borð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 22. júlí 2019 20:00 Verksmiðjutogarinn Orlik við Njarðvíkurhöfn. Stöð 2 Illa hefði getað farið þegar rússneskur verksmiðjutogari byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í gær en fjórir unglingar voru um borð. Það tókst að halda togaranum á floti og verður hann rifinn á næstunni. Togarinn hefur legið við bryggjuna í fimm ár og tugmilljóna króna hafnargjöld verið greidd af honum. Um níu leitið í gærkvöldi tóku eftirlitsmenn eftir því að togarinn var byrjaður að sökkva hratt í Njarðvíkurhöfn. Eftirlitsmaður var þegar sendur um borð og í ljós kom að þar voru fyrir fjórir unglingar sem voru færðir á bryggjuna. Hafnarvörður Reykjaneshafna segir að það hefði getað farið afar illa og brýnir fyrir fólki að bannað sé að fara um borð. Tveimur tímum síðar hófust aðgerðir. „Það var um ellefu leitið sem dæling hófst úr skipinu og svo voru kafarar sendir niður og þeir fundu gat sem var þrír sinnum þrír sentimetrar,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarvörður Reykjaneshafna. Um tvö leitið í nótt tókst svo að koma skipinu í jafnvægi á ný. Rússneski togarinn Orlik hefur legið við haustið 2014 en vegna breytinga á regluverki hafa verið tafir á niðurrifi hans. Ætla má að hafnargjöld á þessu tímabili nemi um þrjátíu milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Hringrás eigandi skipsins. Halldór segir að ástand þess hafi verið metið það slæmt fyrir ári að það var ekki hægt draga það í niðurrif það flokkist í raun sem úrgangur. „Við könnuðum ástand skipsins fyrir ári og það var slæmt þá þannig að það hlýtur að vera enn verra núna.“ Hann segir að illa hafi gengið að koma skipinu í niðurrif en á föstudaginn hafi loks komið leyfi frá Umhverfisráðuneytinu um að það megi rífa það í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. „Þetta er um tvö hundruð metra leið og við ættum að geta fleytt því þá vegalengd. „Það hefði verið grátlegt eftir alla þessa baráttu ef það hefði endað á botninum en það tókst að koma í veg fyrir það,“ segir Halldór. Reykjanesbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Illa hefði getað farið þegar rússneskur verksmiðjutogari byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í gær en fjórir unglingar voru um borð. Það tókst að halda togaranum á floti og verður hann rifinn á næstunni. Togarinn hefur legið við bryggjuna í fimm ár og tugmilljóna króna hafnargjöld verið greidd af honum. Um níu leitið í gærkvöldi tóku eftirlitsmenn eftir því að togarinn var byrjaður að sökkva hratt í Njarðvíkurhöfn. Eftirlitsmaður var þegar sendur um borð og í ljós kom að þar voru fyrir fjórir unglingar sem voru færðir á bryggjuna. Hafnarvörður Reykjaneshafna segir að það hefði getað farið afar illa og brýnir fyrir fólki að bannað sé að fara um borð. Tveimur tímum síðar hófust aðgerðir. „Það var um ellefu leitið sem dæling hófst úr skipinu og svo voru kafarar sendir niður og þeir fundu gat sem var þrír sinnum þrír sentimetrar,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarvörður Reykjaneshafna. Um tvö leitið í nótt tókst svo að koma skipinu í jafnvægi á ný. Rússneski togarinn Orlik hefur legið við haustið 2014 en vegna breytinga á regluverki hafa verið tafir á niðurrifi hans. Ætla má að hafnargjöld á þessu tímabili nemi um þrjátíu milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Hringrás eigandi skipsins. Halldór segir að ástand þess hafi verið metið það slæmt fyrir ári að það var ekki hægt draga það í niðurrif það flokkist í raun sem úrgangur. „Við könnuðum ástand skipsins fyrir ári og það var slæmt þá þannig að það hlýtur að vera enn verra núna.“ Hann segir að illa hafi gengið að koma skipinu í niðurrif en á föstudaginn hafi loks komið leyfi frá Umhverfisráðuneytinu um að það megi rífa það í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. „Þetta er um tvö hundruð metra leið og við ættum að geta fleytt því þá vegalengd. „Það hefði verið grátlegt eftir alla þessa baráttu ef það hefði endað á botninum en það tókst að koma í veg fyrir það,“ segir Halldór.
Reykjanesbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira