Krabbamein fer ekki í frí Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 12:12 Enn eitt sumarið er runnið upp þar sem fregnir berast af fólki sem er að bíða eftir aðgerðum, deildum sé lokað og að fólk bíði lengri tíma eftir svörum. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Hvernig má það vera að á hverju ári stöndum við frammi fyrir þessari sömu staðreynd og ekkert sé gert til að bæta ástandið? Hver er ástæðan á bakvið það að loka þurfi deildum, er það í sparnaðarskyni eða fæst ekki fólk til afleysinga yfir sumartímann? Ef við stöndum frammi fyrir sömu staðreyndinni ár eftir ár þá hljótum við að geta rýnt til gagns til að gera heilbrigðiskerfið okkar starfshæft allan ársins hring. Ég vona það, trúi og tel það vera vilja okkar allra að búa við bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á allan ársins hring, sama hvenær þú þarft á henni að halda. Í vikunni birtust fréttir af konu sem var að endurgreinast og er að bíða eftir aðgerð sem ekki var hægt að flýta vegna sumarleyfa. Það að sitja heima og bíða eftir að vita hver næstu skref eru þegar þú ert með lífsógnandi sjúkdóm er hreinlega ekki boðlegt. Það er bæði erfitt líkamlega og andlega. Maður situr ekkert rólegur með kaffibollann sinn að velta fyrir sér hvenær maður verði kallaður inn í aðgerð. Það eru alls kyns hugsanir sem fara í gang. Ég geri mér grein fyrir því að vandamálið er stórt og fyrir ríkir mannekla meðal heilbrigðisstarfsfólks og krabbameinslækna en ég neita að trúa að þetta sé bara staðreynd sem verði ekki hnikað. Ef við lítum fram á veginn hljótum við að geta búið þannig um að heilbrigðiskerfið okkar sé starfhæft og geti tekið á móti fólki og þjónustað sjúklinga allan ársins hring sama hvort það sé sumar eða vetur. Orð eru til alls fyrst þess vegna fórum við í Krafti af stað með vitundarvakningu nú í júlí undir slagorðunum - Krabbamein fer ekki í frí - til að sýna fram á þá þjónustu sem er í boði yfir sumartímann og hvert sé hægt að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Með umtali sem þessu erum við ekki að reyna vekja óhug hjá fólki og við vitum að það er fullt af góðu fólki á vaktinni. Við erum hins vegar að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið okkar sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er og hvernig sem viðrar. Við skorum á stjórnvöld, velferðarráðuneytið og spítalana að taka þessi mál alvarlega til skoðunar svo við stöndum ekki frammi fyrir því ár eftir ár að ekkert sé óbreytt. Við getum öll greinst með krabbamein. Krabbamein spyr ekki um stað né stund og krabbamein fer svo sannarlega ekki í frí.Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Enn eitt sumarið er runnið upp þar sem fregnir berast af fólki sem er að bíða eftir aðgerðum, deildum sé lokað og að fólk bíði lengri tíma eftir svörum. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Hvernig má það vera að á hverju ári stöndum við frammi fyrir þessari sömu staðreynd og ekkert sé gert til að bæta ástandið? Hver er ástæðan á bakvið það að loka þurfi deildum, er það í sparnaðarskyni eða fæst ekki fólk til afleysinga yfir sumartímann? Ef við stöndum frammi fyrir sömu staðreyndinni ár eftir ár þá hljótum við að geta rýnt til gagns til að gera heilbrigðiskerfið okkar starfshæft allan ársins hring. Ég vona það, trúi og tel það vera vilja okkar allra að búa við bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á allan ársins hring, sama hvenær þú þarft á henni að halda. Í vikunni birtust fréttir af konu sem var að endurgreinast og er að bíða eftir aðgerð sem ekki var hægt að flýta vegna sumarleyfa. Það að sitja heima og bíða eftir að vita hver næstu skref eru þegar þú ert með lífsógnandi sjúkdóm er hreinlega ekki boðlegt. Það er bæði erfitt líkamlega og andlega. Maður situr ekkert rólegur með kaffibollann sinn að velta fyrir sér hvenær maður verði kallaður inn í aðgerð. Það eru alls kyns hugsanir sem fara í gang. Ég geri mér grein fyrir því að vandamálið er stórt og fyrir ríkir mannekla meðal heilbrigðisstarfsfólks og krabbameinslækna en ég neita að trúa að þetta sé bara staðreynd sem verði ekki hnikað. Ef við lítum fram á veginn hljótum við að geta búið þannig um að heilbrigðiskerfið okkar sé starfhæft og geti tekið á móti fólki og þjónustað sjúklinga allan ársins hring sama hvort það sé sumar eða vetur. Orð eru til alls fyrst þess vegna fórum við í Krafti af stað með vitundarvakningu nú í júlí undir slagorðunum - Krabbamein fer ekki í frí - til að sýna fram á þá þjónustu sem er í boði yfir sumartímann og hvert sé hægt að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Með umtali sem þessu erum við ekki að reyna vekja óhug hjá fólki og við vitum að það er fullt af góðu fólki á vaktinni. Við erum hins vegar að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið okkar sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er og hvernig sem viðrar. Við skorum á stjórnvöld, velferðarráðuneytið og spítalana að taka þessi mál alvarlega til skoðunar svo við stöndum ekki frammi fyrir því ár eftir ár að ekkert sé óbreytt. Við getum öll greinst með krabbamein. Krabbamein spyr ekki um stað né stund og krabbamein fer svo sannarlega ekki í frí.Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun