Ísland missir Nígeríu en ekki nýju Afríkumeistarana upp fyrir sig á FIFA-listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 10:30 Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu eru búnir að missa Nígeríu upp fyrir sig á FIFA-listanum. Hér er mynd frá leik þjóðanna á HM 2018. EPA/SERGEI ILNITSKY Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun lækka um eitt sæti á næsta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem verður gefinn út formlega á fimmtudaginn. Íslenska landsliðið verður í 36. sæti nýja listans samkvæmt útreikningum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Íslenska landsliðið spilaði ekki neinn leik frá útgáfu síðasta lista en margar aðrar þjóðir hafa unnið sér inn FIFA-stig í úrslitakeppnum sumarsins eins og Þjóðadeildinni, Copa America, Gullbikarnum og nú síðast Afríkukeppninni. Mister Chip hefur reikna allt þetta út og birti topp áttatíu listann á samfélagsmiðlum sínum.Terminaron la UEFA Nations League, la Copa América, la Copa Oro y la Copa África y ya os puedo adelantar el TOP-80 del próximo Ranking FIFA que será publicado el 25-julio. Sé que en CONCACAF estarán muy pendientes, por motivos obvios. pic.twitter.com/pBtdgJuwJI — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 19, 2019Ísland lækkar um eitt sæti eftir að hoppað upp í 35. sæti á síðasta lista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Það er aðeins Nígería sem kemst upp fyrir Ísland á listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn kemur. Nígería endaði í þriðja sæti í Afríkukeppninni eftir sigur á Túnis í leiknum um þriðja sætið. Sá árangur nægði Nígeríumönnum til að hoppa úr 45. sæti upp í 35. sæti og þar með upp fyrir Ísland. Nígería tapaði fyrir Alsír í undanúrslitum Afríkukeppninnar og Alsír tryggði sér síðan Afríkumeistaratitilinn með því að vinna Senegal 1-0 í úrslitaleiknum. Sá árangur duði Alsír aftur á móti ekki til að komast upp fyrir Ísland á FIFA-listanum. Alsír verður í 39. sæti á nýja listanum eða þremur sætum neðar en Ísland. Senegal er hins vegar tuttugu sætum ofar í 19. sæti. Alsír var í 68. sæti á síðasta lista og er því að hoppa upp um 29 sæti. Senegal var í 22. sæti á júnílistanum. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Körfubolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun lækka um eitt sæti á næsta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem verður gefinn út formlega á fimmtudaginn. Íslenska landsliðið verður í 36. sæti nýja listans samkvæmt útreikningum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Íslenska landsliðið spilaði ekki neinn leik frá útgáfu síðasta lista en margar aðrar þjóðir hafa unnið sér inn FIFA-stig í úrslitakeppnum sumarsins eins og Þjóðadeildinni, Copa America, Gullbikarnum og nú síðast Afríkukeppninni. Mister Chip hefur reikna allt þetta út og birti topp áttatíu listann á samfélagsmiðlum sínum.Terminaron la UEFA Nations League, la Copa América, la Copa Oro y la Copa África y ya os puedo adelantar el TOP-80 del próximo Ranking FIFA que será publicado el 25-julio. Sé que en CONCACAF estarán muy pendientes, por motivos obvios. pic.twitter.com/pBtdgJuwJI — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 19, 2019Ísland lækkar um eitt sæti eftir að hoppað upp í 35. sæti á síðasta lista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Það er aðeins Nígería sem kemst upp fyrir Ísland á listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn kemur. Nígería endaði í þriðja sæti í Afríkukeppninni eftir sigur á Túnis í leiknum um þriðja sætið. Sá árangur nægði Nígeríumönnum til að hoppa úr 45. sæti upp í 35. sæti og þar með upp fyrir Ísland. Nígería tapaði fyrir Alsír í undanúrslitum Afríkukeppninnar og Alsír tryggði sér síðan Afríkumeistaratitilinn með því að vinna Senegal 1-0 í úrslitaleiknum. Sá árangur duði Alsír aftur á móti ekki til að komast upp fyrir Ísland á FIFA-listanum. Alsír verður í 39. sæti á nýja listanum eða þremur sætum neðar en Ísland. Senegal er hins vegar tuttugu sætum ofar í 19. sæti. Alsír var í 68. sæti á síðasta lista og er því að hoppa upp um 29 sæti. Senegal var í 22. sæti á júnílistanum.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Körfubolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira