„Tapaði“ meira en 86 milljónum króna á lokadegi Opna breska risamótsins í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 23:15 Það gekk ekkert upp hjá J. B. Holmes á lokadeginum. AP/Matt Dunham J. B. Holmes var búinn að koma mörgum á óvart með frammistöðu sinni á Opna breska meistaramótinu í golfi en átti skelfilegan lokadag á Royal Portrush í gær. Bandaríski kylfingurinn J. B. Holmes hrundi niður töfluna á lokadegi Opna breska risamótsins í golfi og tapaði í leiðinni gríðarlegum fjármunum. J. B. Holmes var einn í efsta sæti eftir fyrsta hringinn á fimmtudaginn og deildi síðan efsta sætinu með Shane Lowry eftir föstudaginn. Þá skildu leiðir. Shane Lowry spilaði stórkostlega á þriðja deginum en Holmes gaf aðeins eftir og var í þriðja sæti fyrir lokadaginn. J. B. Holmes var þá búinn að spila fyrstu 52 holurnar á 203 höggum eða tíu höggum undir pari. Hann spilaði hringina á 66, 68 og 69. Hefði J. B. Holmes haldið þriðja sætinu á lokahringnum þá hefði hann unnið sér inn 718 þúsund dollara í verðlaunafé. Það gekk hins vegar ekkert upp hjá honum á síðustu átján holum mótsins sem Holmes lék á 87 höggum eða sextán höggum yfir pari. Holmes endaði í 67. sæti, 22 höggum á eftir sigurvegaranum Shane Lowry sem hafði verið jafn honum eftir 36 holur. Lowry endaði mótið á 16 höggum undir pari en Holmes kláraði á sex höggum yfir pari. Í stað þess að fá 718 þúsund dollara þá fékk Holmes „bara“ 25.650 dollara í verðlaunafé. Hann „tapaði“ því í raun rúmlega 86 milljónum íslenskra króna á þessum skelfilega lokadegi sínum og það eru miklir peningar á örfáum klukkutímum. Golf Opna breska Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
J. B. Holmes var búinn að koma mörgum á óvart með frammistöðu sinni á Opna breska meistaramótinu í golfi en átti skelfilegan lokadag á Royal Portrush í gær. Bandaríski kylfingurinn J. B. Holmes hrundi niður töfluna á lokadegi Opna breska risamótsins í golfi og tapaði í leiðinni gríðarlegum fjármunum. J. B. Holmes var einn í efsta sæti eftir fyrsta hringinn á fimmtudaginn og deildi síðan efsta sætinu með Shane Lowry eftir föstudaginn. Þá skildu leiðir. Shane Lowry spilaði stórkostlega á þriðja deginum en Holmes gaf aðeins eftir og var í þriðja sæti fyrir lokadaginn. J. B. Holmes var þá búinn að spila fyrstu 52 holurnar á 203 höggum eða tíu höggum undir pari. Hann spilaði hringina á 66, 68 og 69. Hefði J. B. Holmes haldið þriðja sætinu á lokahringnum þá hefði hann unnið sér inn 718 þúsund dollara í verðlaunafé. Það gekk hins vegar ekkert upp hjá honum á síðustu átján holum mótsins sem Holmes lék á 87 höggum eða sextán höggum yfir pari. Holmes endaði í 67. sæti, 22 höggum á eftir sigurvegaranum Shane Lowry sem hafði verið jafn honum eftir 36 holur. Lowry endaði mótið á 16 höggum undir pari en Holmes kláraði á sex höggum yfir pari. Í stað þess að fá 718 þúsund dollara þá fékk Holmes „bara“ 25.650 dollara í verðlaunafé. Hann „tapaði“ því í raun rúmlega 86 milljónum íslenskra króna á þessum skelfilega lokadegi sínum og það eru miklir peningar á örfáum klukkutímum.
Golf Opna breska Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira